Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.1986, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 20.11.1986, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 20. nóvember 1986 VfKUR-fréttir 12 árekstrar og 4 teknir ölvaðir við akstur í síðustu viku var lög- reglunni í Keflavík tilkynnt um 12 árekstra í umdæmi sínu. Þessa sömu viku tók lögreglan 4 ökumenn grun- aða fyrir meinta ölvun við akstur. Af þessum árekstrum urðu tveir verulega harðir. Sá fyrri varð á föstudags- kvöld á gatnamótum Borg- arvegar og Holtsgötu í Njarðvík. Urðu miklar skemmdir á ökutækjum, en slys engin. Síðari harði áreksturinn varð á laugardagsmorgun á gatnamótum Hafnargötu, Víkurbrautar og Faxa- brautar í Keflavík. í þeim árekstri lentu þrjár bifreið- ar og varð að fjarlægja þær allar af árekstrarstað með dráttarbifreið. Atti árekst- urinn sér stað með þeim hætti að bifreið sem kom Víkurbraut ók í veg fyrir aðra er ók suður Hafnar- götu og kastaði henni á þá þriðju sem beið á Faxa- braut eftir að komast inn á Hafnargötuna. Þrátt fyrir harðan árekstur urðu engin slys á fólki. epj. Keflavík: Mikil aukning í athvarfi aldraðra í byrjun þessa mánaðar heimsótti Félagsmálaráð Keflavíkurbæjar athvarf Þjófar staðnir að verki Síðasta fimmtudag voru þrír piltar staðnir að verki við innbrot í Félagsheimil- ið Stapa í Njarðvík. Voru þeir búnir að stela nokkru magni af sælgæti og tóbaki er þeir voru gripnir. epj. aldraðra að Suðurgötu 15- 17 í Keflavík. Kom þá fram hjá forstöðumanni at- hvarfsins, Elsu Kjartans- dóttur, að mikil aukning hafi orðið á aðsókn að at- hvarfinu. Fyrstu tíu mánuði þessa árs heimsóttu athvarfið 2.130 manns auk þess sem 986 notfærðu sér nudd- potta og leikfimi, eða sam- tals 3.116 manns. 1985 sóttu athvarfið 935 manns og 306 nuddpottana og leikfimina eða alls 1.241. epj. MUNIÐ: Sími ritstjórnar og auglýsinga- deildar er 4717. VÍKUR-fréttir ATVINNA Vantar vana menn í járnsmíðavinnu. Uppl. í síma 3988. KÓPA HF. - Njarðvík Atvinna - Beitingamenn Vantar beitingamenn á Búrfell KE-140, sem mun róa með línu desember, janúar og hálfan febrúarmánuð. Uppl. í síma 1815. SALTVER HF. Beitingamenn Vantar nú þegar beitingamenn á línubát sem rær frá Sandgerði. Uppl. í síma 6161 og 4666. BRYNJÓLFUR HF. Njarðvík -■ Sparisjoðurinn í Keflavík:-— - Hefur lýst upp börn í 10 ár í tíu ár hefur Sparisjóð- urinn í Keflavík gefið end- urskinsmerki til skóla- barna á Suðurnesjum. Nú í haust, 10. árið, gefur Spari- sjóðurinn tæp 9 þúsund merki. Auk allra skóla á Suðurnesjum fá margir fleiri aðilar endurskins- merki frá stofnuninni. Lögreglan í Keflavík hefur séð um dreifingu merkjanna í skólunum og er það gert um leið og um- ferðarfræðsla fer fram á hverju hausti. Að þessu sinni fengu skólabörn einnig reglustik- ur og blýanta frá Spari- sjóðnum. Þess má einnig geta, að Útvegsbankinn í Keflavík hefur undanfarin ár gefið endurskinsmerki og hafa þau legið frammi í útibúinu og verið dreift þannig. Verslunin Nonni & Bubbi dreifir nú í annað sinn endurskinsmerkjum til skólabarna, á sama hátt og Sparisjóðurinn. Meðfylgjandi mynd var tekin á miðvikudag í síð- ustu viku er dreifing stóð yfir í Myllubakkaskóla. Á myndinni eru nemendur 4. bekkjar ST með merkin og reglustikurnar á lofti, full- trúar Sparisjóðsins þeir Magnús Haraldsson og Ástráður Gunnarsson, Steinar Jóhannsson kenn- ari, Kristján A. Jónsson skólastjóri, og Skúli Björns- son frá lögreglunni. - pket. íþróttaráð Keflavíkur: Er ráðið enn í bygginga- nefnd Sundmiðstöðvar? Á fundi iþróttaráðs Keflavíkur 10. nóv. s.l. var tekið fyrir bréf bæjarstjóra varðandi bókun sem hann gerði á bæjarstjórnarfundi varðandi fundargerð 173. fundar ráðsins og greint var frá í síðasta tölublaði Vík- urfrétta. Á fundinum komu Ragnar Marinósson, Ragn- ar Orn Pétursson og Hjör- dís Árnadóttir með eftirfar- andi bókun: ,,I framhaldi af bókun bæjarstjóra á bœjarstjórnar- fundi 21. okt. s.I., þar sem segir í upphaft bókunar „Iþróttaráði skal kurteisis- lega bent á“ og svo framv. óskar íþróttaráð að fá upp- gefið hvort íþróttaráð sé enn bygginganefnd Sundmið- stöðvarinnar og ef svo er hvaða verksvið í bygginga- framkvæmdum er íþrótta- ráði óviðkomandi." epj. Bæjarráð Keflavíkur: Bæjarábyrgð Veislu framlengd Veisla h.f. sem rekur Sjávargullið og Glaumberg hefur óskað eftir framleng- ingu á bæjarábyrgð. Var málið tekið fyrir í bæjarráði 11. nóvember. Lá þar þá frammi greinargerð frá bæjarlögmanni og hag- fræðingi Sparisjóðsins varðandi Veislu híf. að beiðni ráðsins. Auk þess reikningar fyrirtækisins fyrir sex mánuði þessa árs og ársins 1985. Var samþykkt á fundin- um að framlengja ábyrgð- ina til 1. mars n.k. með sömu bakábyrgðaraðilum. epj- r Arnað heilla 19. júlí s.l. voru gefin saman i hjónaband í Kefla- víkurkirkju af séra Þor- valdi Karli Helgasyni ung- frú Ann Hubner, stúdent frá Rockerter N.Y. og Ás- mundur Sveinsson, arki- tekt frá Keflavík. Heimili ungu hjónanna er í Buffalo N.Y. Efþú átt grein í jólablaðið eða litmynd á forsíðu þess, þá hafðu samband í sima 4717. VÍKUR-fréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.