Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 08.01.1987, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 08.01.1987, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 8. janúar 1987 VÍKUR-fréttir Eðvarð með sjö met í desember Útnefndur íþróttamaður ársins hjá DV og hiaut 200 þúsund króna styrk hjá ÍSÍ Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmaðurinn kunni í Njarð- víkum, fékk nýverið 200 þús. krónastyrk úr afreksmanna- sjóði ISI til að gera honum auðveldara að leggja stund á íþrótt sína. Eðvarð hefur verið ákaflega duglegur við að setja met að undanförnu og í desember setti hann 7 Is- landsmet. Þá var hann í sama mánuði útnefndur íþróttamaður ársins 1986 af DV, sem var vel af sér vikið. „Núna er ég að æfa fyrir mót í Frakklandi sem fram fer í lok janúar. Mótið verð- ur í Strassburg og er það eins konar æfing fyrir Evrópumótið sem fram fer á sama stað í ágúst. Ég á von á því að flestir sterk- ustu sundmenn Evrópu mæti til að máta laugina", sagði Eðvarð. Hann ætlar að keppa í 5 greinum á mótinu. Eðvarð sagðist stefna líka að Olympíuleikunum sem fram fara á næsta ári í Suður-Kóreu. Hann hefur þegar náð að synda undir væntanlegu ólympíulág- marki í 4 greinum, í 100 og 200 m baksundi, 100 m bringusundi og 200 m fjór- sundi. Þá sagði Eðvarð enn- fremur, að hann sknaði styrksins sem fyrrverandi meirihluti í bæjarstjórn Njarðvíkur hefði veitt sér „Líkur á að ég leiki í markinu hjá KA næsta keppnistímabil finnst mér miklar. A næstunni mun ég fara til Akureyrar og kynna mér það sem í boði er og skrifa þá væntanlega undir samkomulag um að leika með liðinu“, sagði Olafur Gottskálksson, körfuknattleiksmaður og varamarkmaður IBK, í samtali við Víkur-fréttir. Þjálfari KA, Hörður Helgason, hafði nýverið samband við Olaf og bauð honum markmannsstöð- una í liðinu. og komið að góðum notum. A þessa fjárveitingu hefði núverandi meirihluti klippt þegar hann tók við stjórn bæjarins. Ólafur sagði að hann teldi litlar líkur á að sér tækist að ná markvarðar- stöðu Þorsteins Bjarna- sonar í liði ÍBK og hann teldi þetta því réttan leik í stöðunni. Með þessu fengi hann tækifæri til að spreyta sig og öðlast um leið leikreynslu sem hann að öðrum kosti hefði ekki fengið. „Meiningin er að æfa í Reykjavík fram eftir vori, reyndar er það nú svo furðulegt að allt KA-liðið kemur til með að æfa í Reykjavík til að byrja með. Það eru margir úr liðinu í skóla fyrir sunn- an og mun það vera hag- kvæmara að koma með þá sem eru fyrir norðan suður, því þeir eru miklu færri en hinir“. Ólafur sagði ennfremur að hann myndi að öllum líkindum gera samkomu- lag til eins árs. Öruggt væri að hann lyki yfir- standandi keppnistímaili í körfuknattleik með ÍBK. M Firmakeppni í innanhússknattspyrnu verður haldin í íþróttahúsi Keflavíkur 17. og 18. jan. n.k. Þátttaka tilkynnist í síma 3633 (Jón Halld.) og 4832 (Guðlaugur) í síðasta lagi miðvikudaginn 14. janúar. Knattspyrnuráð ÍBK íá Framkvæmdastjóri Ólafur til Akureyrar Knattspyrnuráð ÍBK óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra til starfa. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefur formaður knatt- spyrnuráðs, Kristján Ingi Helgason, í símum 3040 og 4609. Ragnar kom heim í stutt jólafrí, en það verður að halda sér í góðu formi á meðan. r i I I I i Gerðu samning til tveggja ára Enski knattspyrnuþjálfarinn Peter Keeling hefur undirritað 2ja ára samning við íþrótta- bandalag Keflavíkur. Þeir Ragn- ar Marinósson formaður ÍBK og Krisíján IngiHelgason fomtaður knattspyrnudeildar, eru ný- komnir heim frá Englandi þar sem endanlega var gengið frá samkomulaginu. „Keeling mun konia hingað til lands um mánaðamótin janúar -febrúar og leggja mönnum lín- urnar“, sagði Ragnar. Hann sagði ennfremur að í samningn- urn væru ákvæði um að Keeling hefði yfirumsjón með þjálfun yngri Öokkanna og hann myndi auk þess stjórna knattspvrnu- skóla. „Yngri flokkarnir hafa verið í lægð og við viljum breyt- ingu á þeirri stefnu“. Að sögn Ragnars kemur Keeling hingað í byrjun mars og tekur lil óspilltra málanna við þjálfun og undirbúning liðsins fyrir næsta keppnistimabil. VILL K0MA MEÐ LEIKMANN Peter Keeling, nýráðinn þjálf- ari IBK í knattspyrnu hefurntik- inn áhuga á að koma með leik- mann sem gæti styrkt lið ÍBK. Hann ermeð ákveðinn lcikmann í huga sem leikur stöðu sóknar- tengiliðs. „Þetta bar á góma þegar við gengum frá samkomulaginu við Keeling íEnglandi á dögunum og ítrekaði hann þá þennan áhuga sinn“, sagðiRagnarMarinósson, fonnaður ÍBK. JEngin ákvörðun vartekin.Ef af verður, þarf að útvega þess- um manni vinnu, auk þess sem fleira kemur til.Mál þetta þarf að skoða betur áður en ákvörðun verðurtekin“, sagðiRagnar enn- fremur. n I I I I I I I I I I I l I i I I I I I I I I I I J VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. janúar 1987 11 „Vil ná enn lengra í atvinnumennskunni" - sagði Ragnar Margeirsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Waterschei í Belgíu, í samtali við Víkur-fréttir mann úr umferð. Það gekk vel og náði svo að tryggja sigur í lokin. Það var góð tilfinning". Lítið samband við leikmenn Ragnar og eiginkona hans, Ingunn Yngvarsdótt- ir, búa ásamt syni sínum Ragnari Aron, í góðu ein- býlishúsi á ágætum stað í borginni Geenk, sem er 60 þús. manna borg. En hvernig líkar fjölskyldunni dvölin, lagt í burtu frá vinum og ættingjum? ,,Við höfum kunnað ágætlega_ við okkur hér í Belgíu. Ég hef að vísu lítið sem ekkert samband við hina leikmennina og þeirra fjölskyldur, nema einn þeirra, sem er Júgóslavi. En við höfum gott samband við Arnór og hittum þau oft. Þá förum við og spilum snóker, sem er mjög vinsælt hér í Belgíu og nánast snók- erbúlla á hverju horni. Við höfum fengið mikið af heimsóknum vina og vandamanna. Félagsskap- urinn er það sem maður saknar mest að heiman og því er gaman að fá heim- sóknir. Við erum þó farin að venjast tilverunni hér og líður bara vel“. Meiri atvinnumennska Samningur Ragnars Margeirssonar við félagið rennur út í vor, að leiktíma- bilinu loknu. Hvað tekur við? Verðurðu áfram hjá Waterschei, ferðu eitthvað annað eða kemurðu heim aftur? „Það hafa ekki neinar viðræður átt sér stað milli mín og forráðamanna liðs- ins, en þeir hafa þó sagt mér að ég geti verið áfram. Ég hef hug á að vera áfram í atvinnumennskunni og langar að komast lengra; í 1. deildinni belgísku eða eitthvað annað. Það sem allt veltur á er frammistaða mín á þessu tímabili. Ef ég næ að halda sama striki, skora mörk og stend mig vel, eru möguleikarnir meiri. Ég fékk tilboð frá 1. deildarliði í Grikklandi um daginn, en forráðamenn Waterschei sögðu þvert nei. í 2. deildinni er ekki hægt að stunda nein leikmanna- kaup á tímabilinu, þannig að þeir hefðu ekki getað keypt neinn annan í staðinn ef þeir liefðu látið mig fara“. - Það eru sem sagt ekki miklar líkur á að þú komir til ÍBK í bráð? ,Það er ekki hægt að spá í hlutina langt fram í tím- ann. Það getur líka alltaf eitthvað óvænt gerst. En hvað sem öllu líður þá hef ég áhuga á að ná lengra í atvinnumennskunni“. Myndir og texti: Páll Ketilsson „Ég fékk fljúgandi start, skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum í haust og skoraði líka mikið í æfínaleikjum áður en deildin hófst, - fékk sjálfstraustið sem vantaði í fyrra“, segir Ragnar Mar- geirsson í samtali við Víkur- fréttir er hann kom heim í stutt jólafrí frá belgísku knattspyrnunni. Ragnar gerðist atvinnu- maður með belgíska liðinu Waterschei í október 1985. Þá var liðið í neðsta sæti í 1. deild. Dagblöð í Belgíu sögðu frá því að ungur markaskorari frá Islandi ætti að bjarga liðinu frá falli. „Já, ég var ekki fyrr kominn út en maður sá stórar fyrirsagnir í blöðun- um. En það var eins og maður hefði gleymt skot- skónum heima. Ég fékk fullt af færum en gekk illa að skora^ Sjálfstraustið vantaði. Ég skoraði eitt mark í 15 leikjum og var töluvert frá vegna meiðsla“. Það gekk á ýmsu hjá Ragnari og félagi hans þetta ár. Þjálfarinn var rekinn vegna lélegs gengis og vara-liðsþjálfarinn tók við. Allt kom fyrir ekki og liðið féll í 2. deild. Stanslaus keyrsla - Nú ertu búinn að vera rúmt ár í atvinnumennsku, hinum harða heimi knatt- spyrnunnar. Er ekki mikill munur á áhuga- og atvinnu- mennsku? ,,Þetta er stanslaus keyrsla og harka allan leik- inn. Þú getur ekkert slapp- að af. En svo er einnig talsverður munur á 1. deildinni hér og 2. deild- inni þar sem mun meiri harka ræður ríkjum. I 1. deild er leikinn mun opn- ari bolti og leikmenn eru betri. Nú hef ég fengið mun færri færi til að skora úr, en í fyrra, en munurinn er sá að ég hef nýtt þeu miklu betur. Ég er yfirvegaðri og með sjálfstraustið í lagi“. 10 mörk og stigahæstur í deildinni - Hvernig hefur liðinu svo gengið? „Okkur var spáð góðu gengi og efstu sætunum. Við erum núna um miðja deild með 15 stig, 6 stigum á eftir efsta liðinu, Winter- slag, sem er lið úr sömu borg. Okkur hefur gengið vel að skora en vörnin hefur verið slök. Við höfum til að mynda þrisvar náð 2 marka forskoti en alltaf tapað því niður í jafntefli. I þessum 3 leikjum höfum við skorað 6 mörk og ég gert 5 þeirra“. En þó að liðinu hafi ekki tekist að sýna allar sínar bestu hliðar, hefur Ragnar leikið mjög vel. Hann er annar í stigagjöf 2. deildar með 38 stig, sá efsti er með 42 stig. Þrír leikmenn í hverju liði fá stig eftir hvern leik og er það þjálfari í liði andstæðing- anna sem gefur stigin. Ragnar hefur fjórum sinn- um fengið hæstu einkunn- argjöf, 5 stig, þar af í síðustu tveimur leikjum. „Það er vissulega niður- drepandi þegar liðið hefur náð forystu þegar maður hefur skorað, en nær ekki að halda haus. En maður verður bara að halda áfram að berjast. Ég hef sjálfur náð að halda dampi þrátt fyrir þetta og hef skorað 9 mörk í deildinni og eitt í bikarkeppninni. Þar slógum við gott 1. deildar- lið út, Beerschot í 2:1 sigri. Ég fékk víti þegar 5 mín. voru til leiksloka og skor- aði sjálfur úr því. í þessum leik lék ég á miðjunni og var látinn taka þeirra besta Ragnar er farinn að kunna vel við sig í belgísku knattspyrnunni, hefur skorað mikið af mörkum og er annar stigahæsti leikmaður 2. deildar. Lfkamsþjálfun - Leikfimi - Aerobik - Jassballet KENNSLA HEFST HJÁ BIRNU 12. JAN. Upplýsingar og innritun í síma 6062.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.