Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 08.01.1987, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 08.01.1987, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 8. janúar 1987 VIKUR-fréttir „Slysi forðaö í fjármálum Njarðvíkurbæjar" B æjarráð Njarðvíkurb æjar samþykkti á fundi sinum 12. ágúst sl. að láta gera úttekt á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Njarðvíkur miðað við 15. júní. Af því tilefni ritaði bæjar- stjóri löggiltum endurskoð- anda bæjarsjóðs, Sigurði Stefánssyni, bréf þar sem farið var fram á að hann gerði uppgjör fyrir b æjarsjóð og samanburðaryfirlit á ým s- um þáttum fjárhagsáætlana og ársreikninga fyrir árin 1982 til 1986.Tilgangurþessa var að ljóst m ætti verða hver staða bæjarsjóðs var þann dag sem ný bæjarstjórn tók við að afloknum kosningum í vor. Þá voru hin ýmsu sam- anburðaryfirlit fjárhagsáætl- ana og ársreikninga síðustu ára unnin í því skyni að gera m ætti grein fyrir þeirri þróun sem leiddi til stöðunnar 15. júní sl. Með bréfi dagsettu 11. nóvember sl. fór Ingólfur Bárðarson bæjarfulltrúi fram á að fá upplýsingar um stöðu hlaupareiknings bæjarsjóðs hinn 20. hvers mánaðar frá janúar 1983 til október 1986. Einnig óskaði Ingólfur eftir að fá upplýsingar um vaxta- greiðslur og kostnað, álagða og innheimta dráttarvexti vegna gjaldfallinna gjalda til bæjarsjóðs í hverjum mánuði, ofangreint tímabil. Oskaði hann eftir að skriflegt svar lægi fyrir á bæjarstjórnarfundi í desember sl. Vegna bókhaldslegra vandkvæða á sundurliðun álagðra og innheimtra dráttar- vaxta svo langt aftur í tímann, féllst bæjarfulltrúinn á að sleppt yrði síðasttalda atrið- inu. A fundi bæjarráðs hinn 13. desember sl. voru lögð fram eftirtalin gögn: 1. Rekstrareikningur bæjar- sjóðs fyrir tímabilið 1. jan. til 15. júní 1986. 2. Efnahagsreikningur bæjar- sjóðs pr. 15. júní 1986. 3. Uttekt á fjárhagsstöðu bæj- arsjóðs 1982 til 1986. 4. Upplýsingar um stöðu hlaupareiknings bæjar- sjóðs hinn 20. hvers mán- aðar. frá janúar 1982 til október 1986. 5. Upplýsingar um fjár- magnskostnað bæjarsjóðs sama tímabil. 6. Upplýsingar um álagða dráttarvexti vegna gjald- fallinna gjalda til bæjar- sjóðs fyrir sama tímabil. Rekstrar- og efnahagsreikn- ingurinn ásamt úttekt á fjár- hagsstöðu voru unnin af End- urskoðunarskrifstofu Sigurð- ar Stefánssonar, en upplýsing- ar um hlaupareikningsstöðu, fjármagnskostnað og álagða dráttarvexti voru unnar á skrifstofu Njarðvíkurbæjar. Þegar gögnin eru skoðuð kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Lausafjárstaða bæjar- sjóðs hinn 15. júní var afar slæm, hlaupareikningur bæj- arsjóðs var neikvæður um lið- lega 1.5 milljón króna, en eins og sjá má af stöplaritinu hafði hann verið neikvæður um 5.5 til 7.5 milljónir króna hinn 20. hvers mánaðar allt frá áramót- um. Þess má geta að yfirdráttar- heimildin hafði verið 500 þús- und krónur næstum allt kjör- tímabilið og því var reikning- urinn neikvæður umfram heimild flesta mánuði allt frá hausti 1984, og haustið 1985 var hann orðinn neikvæður um margar milljónir umfram heimild. Af þessu hefur leitt mjög hár kostnaður, enda má sjá í ársreikningi fyrir árið 1985, að á því ári hefur bæjar- sjóður greitt nærri tvær millj- ónir króna í vexti og kostnað vegna útgáfu á innistæðulaus- um ávísunum. En þrátt fyrir þetta og þá staðreynd að fjármagnskostnaður vegna skammtímaskulda er liðlega 3 milljónir króna 1985, er ein- ungis ætluð um 1.5 milljón króna í þennan kostnað á fjár- hagsáætlun fyrir 1986. Þegar upp er staðið 15. júní er kostnaðurinn þegar orðinn liðlega 3.4 milljónir króna og þar af 1.9 milljónir vegna inni- stæðulausra ávisana. Með sama áframhaldi hefði kostnaður vegna skammtíma- skulda 1986 orðið liðlega 7.4 milljónir króna, þ.e. nærri fimm sinnum hærri en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir. En hlaupareikningsskuldin 15. júní er lang minnsti hlutinn af íþróttahús Njarðvíkur Við íþróttahús Njarðvíkur er laus staða fyrir karlmann frá n.k. mánaða- mótum eða eftir nánara samkomu- lagi. Æskilegur aldur 30-50 ára. Upplýsingar um starfið veitir for- stöðumaður (ekki í síma) en um- sóknarfrestur er til 20. jan. ’87. Umsóknareyðublöð liggja frammi. íþróttahús Njarðvíkur skammtímaskuldunum. Við- skipta- og víxilskuldir eru 19.3 milljónir. En þrátt fyrir þessar háu skammtímaskuldir og um fjögurra milljóna króna afborganir af langtímalánum, sem voru fyrirséðar, gerir fjárhagsáætlun 1986 ráð fyrir framkvæmdum upp á 21.8 milljónir, án þess að um neinar lántökur verði að ræða, því hún gerir ráð fyrir að rekstrar- afgangur verði 21.2 milljónir. Á afborganir af langtímalán- um er ekki minnst einu orði í áætluninni. Þegar kom fram á sumar 1986 var ljóst að fjár- hagsáætlun hlaut að vera reist á mjög veikum grunni, og því var ákveðið að endurskoða hana og fresta öllum þeim framkvæmdum sem áætlaðar höfðu verið. Hinn 16. septem- ber samþykkti bæjarstjórn hina endurskoðuðu fjárhags- áætlun. Þá hafði hún verið endurgerð frá grunni og fram- setningu hennar gjörbreytt, þannig að hún byggði á sama grunni og ársreikningar bæjar- sjóðs, og tekið var tillit til allra þátta í rekstri bæjarfélagsins ásamt öllum fjármagnshreyf- ingum vegna skuldbindinga sem áður höfðu verið gerðar. Farið var mjög varlega í að áætla tekjur, og af gefnu tilefni var innheimtuhlutfall útsvara og aðstöðugjalda áætlað veru- lega lægra en gert hafði verið í fyrri áætlun. Síðustu þrjú ár hafði innheimtuhlutfall verið sagt um og yfir 80%. Þegar skoðuð er þróun eigna- stöðu bæjarsjóðs kemur í ljós að innheimtuhlutfallið er fengið með því að taka aðeins stöðu gjaldendabókhalds. Ef viðskipta- og víxilkröfur ásamt skuldabréfaeign eru tekin með í dæmið, eins og hlýtur að vera eðlilegt, því þær gjaldfalla flestar innan eins árs (allar nema sá hluti skulda- bréfanna sem hefur lengri gjalddaga eftir lengri tíma en eitt ár), þá fæst allt önnur útkoma. Svo dæmi sé tekið eru bókfærðar í ársreikningi 1985 eftirstöðvar sem ekki tókst að innheimta 1984 alls um 24.8 milljónir kr. að viðbætt- um 2.5 milljónum króna sem lánaðar höfðu verið með skuldabréfum. Ef við gerum ráð fyrir að skuldabréfin séu að meðaltali til þriggja ára, og tökum þvi 1/3 upphæðarinnar inn í þá tölu, sem ætla má að reynt verði að innheimta árið 1985, þá er alls um að ræða 25.6 milljónir. Heildartekjur ársins 1985 (álögð gjöld og aðrar tekjurjeru um 81.4 millj- ónir (tafla 7) og því eru til inn- heimtu á árinu um 107 milljónir. Þegar upp er staðið í árslok eru enn útistandandi hjá gjaldendum, í víxlum og viðskiptakröfum 35,7 millj- ónir og auk þess hafa verið veitt ný skuldabréfalán, þannig að heildar skuldabréfa- eign er þá orðin 4.7 milljónir, en af skuldabréfunum greidd- ust aðeins 219 þúsund krónur á árinu 1985. Ef þessar kröfu- eignir upp á 40.4 milljónir eru dregnar frá því sem til inn- heimtu var, sést að raunveru- leg innheimta var 66.6 millj- ónir og innheimtuhlutfallið því ekki yfir 80% eins og sagt var, heldur aðeins tæplega 63%. Þetta, ásamt verulegri hækkun útgjalda til rekstrar og framkvæmda er raunveru- leg ástæða hinnar slæmu lausafjárstöðu bæjarsjóðs í vor. Ek ki er um það að ræða að heildarskuldastaðan sé slæm, heldur innheimtast tekjur seinna en gert er ráð fyrir í áætlunum, boginn spenntur til hins ítrasta í útgjöldum til rekstrar og framkvæmda, og enginn virðist hafa haft neitt við lausafjárstöðuna að at- huga, því ekki er ætluð ein króna til að minnka lausa- skuldir. Þvert á móti virðist gert ráð fyrir að eðlilegt sé að þær hækki um fleiri milljónir, því ekki er heldur ætluð ein króna til afborgana af lang- tímalánum, sem þó var fyrir- séð að yrðu um 4 milljónir krónaáárinu 1986. Skylterað taka fram í því sambandi, að allur almenningur stendur í skilum með gjöld sín, en til- tölulega fáir en stórir gjald- endur, og þá aðallega aðstöðu- gjaldagreiðendur, greiða gjöld sín seint og illa, eða alls ekki. Þegar þessi innheimtuárang- ur upp á 66.6 milljónir króna er síðan borinn saman við rekstrargjöld bæjarsjóðs, kem- ur í ljós að verulega vantar upp á að innheimtar tekjur nægi fyrir gjöldum. Á árinu 1985 voru rekstrargjöld 76.1 milljón. Greiðsluhalli á því ári var því 9.5 milljónir miðað við ofangreindar forsendur. Þessa stöðu, sem er verulega lakari en árið áður er einungis hægt að bæta með hertri innheimtu og/eða niðurskurði í rekstri. Þegar þróun einstakra mála- flokka í rekstrinum er skoðuð, kemur í ljós að fáeinir þeirra hafa bólgnað út. meðan aðrir NJARÐVÍKURBÆR Hlaupareikn. nr. 10001 26. jan. 1982 - 20. okt. 1986 Ragnar Halldórsson. hafa ýmist staðið í stað eða hækkað eðlilega milli ára. Þannig hafa því útgjöld til almannatrygginga og félags- hjálpar hækkað yfir 90% milli áranna 1984 og 1985. Á sama hátt hafa útgjöld vegna fræðslumála hækkað um 86.8%, útgjöld vegna bruna- mála og almannavarna hafa hækkað um 81%, kostnaður vegna gatma- og holræsa hefur tvöfaldast og sömuleiðis fjár- magnskostnaður. I heild hækkaði rekstrarkostnaður- inn milli áranna 1984 og 1985 um 53.05%, þannig að sjá má að þessir fimm rekstrarliðir hafa allir hækkað verulega umfram meðaltalshækkanir rekstrargjalda. Vegna þess hve fljótt var brugðið við í sumar, hætt við framkvæmdir og ráðstafanir gerðar til að koma jöfnuði á fjárhagsstöðuna, er það álit bæjarstjórnar, að forðað hafi verið slysi í fjármálum bæjar- ins. Með góðri samvinnu við starfsmenn bæjarins og bæjar- búa hyggst bæjarstjórn draga úr eyðslu í rekstri bæjarins og bæta innheimtuna. Takist það, er verulega bjart framundan hjá okkur Njarðvíkingum, og við getum með samstilltum átakamætti tekist á við þau verkefni sem bíða á leið okkar að bættu samfélagi. Ragnar Halldórsson •8 Stöplarit stöðu hlaupareiknings SÉi I 1] Ja Fe Ma Ap Jú Jú Ág Se Ok Nó Granna línan sýnir yfirdráttar- heimildina í millj. kr. Ar/man. B3 ö^ ÖÖ Jmn. 613 35 -592 -658 -6321 IBI - 1 19 -458 -338 -7813 Hars -42fc 439 - 1 49 -626 -581 1 Apr. -87 -58 210 -701 -5857 n«i -589 -35 66 -474 -6263 Júni -622 271 -244 -794 -2259 Júli -1276 -194 -1981 -21 17 -6236 Agúst -1789 -61 -1631 -2992 -8187 Sapt. -2322 46 -2246 -4422 -8735 Okt. -2042 64 -2093 -574 1 1356 NÓv. -1987 170 -61 -7047 Dm. -363 217 -260 -6859 Allar upphæðir hér fyrir ofan eru í þúsundum króna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.