Víkurfréttir - 08.01.1987, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 8. janúar 1987
VÍKUR-fréttir
SKÍÐASÍMSVARI
m 1111
Slökkvitækja-
þjónusta
Suðurnesja
Kolsýruhleösla - Dufthleðsla
Viðhald og viögerðir á flestum
tegundum slökkvitækja.
Reykskynjarar - Rafhlöður
Brunaslöngur - Slökkvitæki
Uppsetning ef óskað er.
Viöurkennd eftirlitsþjónusta
handslökkvitækja í bátum og skipum.
Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja
Háaleiti 33 - Keflavík - Simi 2322
Við höfum á lager,
setjum undir og
smíðum pústkerfi fyrir
flestar gerðir bifreiða.
Pústþjónusta
Biarkarsl
simi
3003
Grófin 7 - Keflavík
ATH: Eina pústþjónustan á Suðurnesjum
Radíóvík
Hafnargötu 35 - Keflavík
Allar almennar viðgerðir á
sjónvörpum, myndböndum
og hljómflutningstækjum.
ísetningar í bíla samdægurs.
RADÍÓVÍK
Hafnargötu 35 - Siml 3222
UNG STÚLKA ÚR KEFLAVfK
VAR HANDTEKIN f
RANDARÍKJUNUM
Gefið að sök að starfa ólöglega, - sett í fangelsi
og gefinn kostur á að fara úr landi
Harpa Högnadóttir, tví-
tug stúlka úr Keflavík, varð
fyrir þeirri úskemmtilegu
reynslu að verða handtekin
af bandarísku útlendinga-
lögreglunni í Chicago og sett
í fangelsi. Harpa var við
störf hjá Islenskum Markaði
í Chicagoborg og hafði
unnið þar í tæpa þrjá
mánuði.
Atburðurinn átti sérstað
daginn fyrir gamlársdag.
Komu þá þrír lögreglu-
menn og tóku Hörpu
höndum þar sem hún var
við afgreiðslu í versluninni.
Var henni gefið að sök að
hafa ekki tilskilin starfs-
leyfi og hefði kæra borist
þess efnis. Hún var síðan
færð í fangelsi og gefinn
kostur á að fara úr landi
með fyrstu ferð. Önnur ís-
lensk stúlka starfar við
þessa sömu verslun og var
hún látin óáreitt, þó svo að
hún væri með sams konar
vegabréfsáritun. Sú er
titluð verslunarstjóri.
Harpa kom til Islands á
nýársdag.
Mál þetta er nú til athug-
unar hjá yfirvöldum, og
sagði Högni Gunnlaugs-
son, faðir Hörpu, að hann
hefði haft samband við þá í
bandaríska sendiráðinu, en
þeir ekki getað gefið neina
skýringu og hefði þetta mál
komið á óvart þar.
Harpa sagði atvik þetta
dapurlega reynslu að upp-
lifa, en hún væri ákveðin í
að fá rétt gögn í hendurnar
og halda áfram starfi sínu.
Henni hefði líkað vel að
starfa í Chicago og vonað-
ist til að geta haldið því
áfram.
Rekur netaverk-
stæði í Ástralíu
Óhætt er að segja að víða
á hnattkringlunni standi
Suðurnesjamenn í atvinnu-
rekstri. I Astralíu rekur
Sigurpáll Einarsson úr
Grindavík netaverkstæði,
en þar í landi hefur hann
verið síðustu fimm árin.
Að sögn Fiskifrétta er
Sigurpáll mest í að setja
upp troll og hafa Islend-
ingar verið hjá honum í
vinnu, en þeir hafa þó ekki
atvinnuleyfi lengur en 6
mánuði í senn.
Sigurpáll hefur bæði
verið skipstjóri og útgerð-
armaður í Grindavík, auk
þess að vera netagerðar-
maður, og að sögn blaðsins
þykir hann góður í þeirri
iðn.
Brunabótafélag
ísiands 70 ára
Brunabótafélag íslands átti
70 ára afmasli 5. jan sl. Af því
tilefni var landsmönnum boðið í
kaffi í öllum afgreiðslum félags-
ins. Var meðfylgjandi mynd
tekin í útibúinu i Keflavík á af-
mælisdaginn. Ljósm.: bb.
ísland — Ameríka
Beinar siglingar milli Njarðvíkur og Norfolk
með M.v. RAINBOW HOPE". Flytjum stykkja-,
palla- og gámavöru, frystivöru og frystigáma.
Lestunardagar
Áwtlun:
NjarAvík — Norfolk
15. jan 25. jan.
4. feb. 14. feb.
24. feb. 6. mars
Umboðsmenn okkar eru
Gunnjr Guöfónsson sf
Mjfnjrstrarti 5
PO 80x290
121 Bewjvik
simi 29200 Tetex 2014
Mendan $h*> Agencv. «c
201 E C«v HJ* Ave. Swte 501
Norfok Vj 2S510
USA
Sim. 1804) 625-5612
Trtex 710-181 1256
Rainbow
Navlgatlon.lnc.
Sjúkrahús Keflavíkuríæknishéraðs
Matráðsmaður
Starf matráðsmanns við Sjúkrahús Kefla-
víkurlæknishéraðs er laust frá 1. apríl 1987.
Skriflegar umsóknir um menntun og fyrri
störf berist forstöðumanni eigi síðar en 1.
febrúar 1987. Laun samkvæmt samningi
við Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður í
síma 4000.
Fyrir hönd stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkur-
læknishéraðs og Heilsugæslustöðvar
Suðurnesja.
Forstöðumaður