Víkurfréttir - 25.06.1987, Page 3
mun
futtii
Fimmtudagur 25. júní 1987
Alþjóðlegur svipur
Það er óhætt að segja að Hótel Keflavík hafl tekið á sig alþjóðlegan svip nú síðustu daga.
Búið er að byggja nýtt skyggni við anddyrið og þar ofan á er fánum ýmissa þjóða komið fyrir
ásamt íslenska fánanum. Sýnir meðfylgjandi mynd svip þennan en hún var tekin á þjóðhátíðar-
daginn okkar. Ljósm.: epj.
Þrjú ný útgerðarfyrirfæki
Samkvæmt nýlegu Lög-
birtingablaði hafa nýlega
verið stofnsett þrjú útgerðar-
fyrirtæki á Suðurnesjum, þ.e.
tvö í Miðneshreppi og eitt í
Keflavík.
Staðarberg h.f., Miðnes-
hreppi, er einnig fyrirtæki
með fiskverkun og hefur ný-
lega keypt til Sandgerðis 13
tonna bát sem skráður hefur
verið undir nafninu Gunnar
Sveinn GK 237. Stofnendur
fyrirtækisins eru Guðlaugur
Vignir Sigursveinsson, Stein-
unn Jónsdóttir, Jón Bjarni
Sigursveinsson og Júlía S.
Stefánsdóttir, öll í Sand-
gerði, Þorleifur Hallgríms-
son og Bergljót Sigvalda-
dóttir, Grindavík, ásamt
Gullá h.f., Sandgerði.
Bátsendar h.f., Sandgerði,
er stofnað af Einari Kr. Frið-
rikssyni, Maríu Vilbogadótt-
ur, Einari Júlíussyni og Júlí-
usi H., Sandgerði, og aðila úr
Reykjavík.
Ungi h.f., Keflavík, er
stofnað af Erni Erlingssyni,
Stefáni Arnarsyni, Erlingi
Arnarsyni og Guðrúnu
Gísladóttur, Keflavík, og
Garðari Garðarssyni hrl.
Fölki boðið
í beina
útsendingu
Ævar Kjartansson, frétta-
maður á Rás 1 hjá ríkisút-
varpinu, hefur tekið að sér
gerð þáttaraða um málefni
Suð-vesturhornsins. Er hver
þáttur tekinn upp í beinni út-
sendingu í hinum ýmsu
byggðarlögum svæðisins.
Næstkomandi sunnudag
milli kl. 15 og 16 mun fyrsta
útsendingin fara fram og
gefst Suðurnesjamönnum þá
kostur á að taka þátt í henni.
Mun verða sent út frá
Glaumbergi í Keflavík og er
öllum íbúum Suðurnesja
boðið í kaffi þennan tíma,
hvort sem þeir vilja taka þátt
í útsendingunni eða kynna
sér hvernig slík útsending fer
fram.
Fyrirtæki þetta er eigandi
m.b. Guðmundar Arnars KE
200.
VÍKUR-FRÉTTIR Á HVERJU HEIMILI
cc
cc
DC
<
O
*
</>
<
(D
(/>
*
O
i
►
f
Sandgerði - Sími 7415
- Þar verslar þú þegar þér hentar.
G0LF - MÓTIÐ
á Hólmsvelli í Leiru, þriðjudaginn 30. júní.
Leiknar verða 18 holur m/án forgjafar. - Glæsileg
verðlaun. Aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á
13. og 16. braut. - Ræst út frá kl. 14.30.
GOLFARAR, SUÐURNESJUM - FJÖLMENNIÐ!