Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 25.06.1987, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 25.06.1987, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 25. júní 1987 Við brottför frá Keflavíkurflugvelli. Fjórir Suðumesjamenn úr starfsliði Arnarflugs, f.v. Inga Jónsdóttir, Óli Kjartansson, Sigurveig Guðmundsdóttir og Magnús Brimar Jóhannsson. Ljósmyndir: epj. 1 DAG SF E RÐ TIL ZUR - MEÐ GLÖÐINNI 0G ARf II slARI 1 JPil FLUGI Um klukkan 8.30 að morgni síðasta laugardags fór sex manna hópur Kefl- víkinga í dagsferð til Zurich í Sviss. í hópi þessum voru þrír fulltrúar frá Glóðinni, þeir Axel Jónsson, veitinga- maður, Daði Arngrímsson, íþróttamiðstöð Njarðvíkur Sundnám- skeið Innritun hefst 1. júlí kl. 10.00. í íþróttamið- stöðinni í síma 2744. Námskeiðið er fyrir börn fædd 1982 og eldri. - Verð kr. 1.000. Þórunn Magnúsdóttir, Margrét Sanders íþróttakennarar Grindavík ð 1. ágúst 1987 verður rusiahaugunum við Hópsnesið lokað Er bæjarbúum sérstaklega bent á þá skyldu sorpeyðingarstöðvarinnar að taka allt brennanlegt rusl frá íbúðarhúsum og þeir hvattir til að nýta sér það til fulls. Grindavík, 19. júní 1987. Bæjarstjóri yfirkokkur og Óskar Ársæls- son, yfirþjónn. Einnig voru í hópnum Emil Páll Jónsson frá Víkurfréttum og Gestína Sigurðardóttir frá Arnar- flugi. Sjötti Keflvíkingurinn sat fram í flugstjórnarklefa, en það var Magnús Brimar Jóhannsson, flugmaður. Ferð þessi var farin í boði Arnarflugs og auk fulltrúa frá Glóðinni og Arnarflugi var fjölmennur hópur fjöl- miðlafólks. Tilefnið var að kynna ýmsar nýjungar í rekstri Árnarflugs s.s. hinn nýja og velheppnaða flug- mat frá Glóðinni. Flugið til Sviss tók tæpa fjóra tíma og þar var stoppað í um 5 tíma meðan flugvélin fór í leigu- flug til Sikileyjar, en síðan var haldið heim á ný og kom- ið þangað á ellefta tímanum um kvöldið. Fyrir þessa ferð afgreiddi Glóðin 600 matarbakka en 1.500 yfir helgina. Að sögn Daða Arngrímssonar, yfir- kokks, munu þeir hafa fjórar tegundir rétta, þar af er morgunverður, sem borinn er fram í flugvélum sem fara í loftið um eða fyrir klukkan 7 að morgni mjög vinsæll. Sem kunnugt er var samningur Arnarflugs og Glóðarinnar gerður um síðustu mánaða- mót. Með því hófst nýr kafli í sögu fyrirtækisins. Frá þeim tima sem samningurinn var undirritaður hafa farið fram TEXTI OG MYNDIR: Emil Páll Daði Arngrímsson, yfirkokkur Glóðarinnar, við framreiðslustörf um borð í flugvélinni. daglegar afgreiðslur á mat um borð í flugvélar Arnar- flugs á Keflavíkurflugvelli. Er það samdóma álit Arnarflugs, Glóðarinnar og allra annarra, sem kynnt hafa sér málið, að starfsemi þessi hafi farið mjög vel af stað. Til að geta annast þetta hefur Glóðin tekið á leigu 200 fermetra húsnæði að Iða- völlum 5 til starfrækslu eld- húss til framleiðslu á „flug- mat“. Er nú unnið að innrétt- ingu húsnæðis þessa. I ferð þessari aðstoðuðu yfirkokkur og yfirþjónn Glóðarinnar við framreiðslu- störf i flugvélinni. En að sögn Axels Jónssonar er fyrirhug- að m.a. að kokkur aðstoði flugfreyjur Arnarflugs við framreiðslustörf um borð i vélunum. Annars sagðist Axel vonast til að ársfram- leiðsla fyrirtækisins myndi verða um 20 þúsund flug- bakkar. Sem kunnugt er af frétt- um hefur Glóðin/Veislu- þjónustan gegnt nokkuð stóru hlutverki í atvinnulífi Keflavíkur. Sem dæmi þar um veitti það 40 manns at- vinnu á síðasta ári og greiddi um 20 milljónir í vinnulaun. Auk þess sem sú þjónusta sem það veitti var þess eðlis að hefði fyrirtækið ekki verið til staðar, hefði þurft að sækja þjónustu þessa til ann- arra byggðarlaga. Er hinn nýji áfangi því mikið fagnað- arefni, auk þess er hér um mikið réttindamál að ræða varðandi þjónustu Suður- nesjamanna gagnvart flug- vellinu. í ferð þessari var flugleið- in til Zurich kynnt, auk ýmissa nýjunga s.s. ný áklæði á vélunum, nýr flugfreyju- búningur og ýmis aðstaða sem ráðgert er að taka upp í vetrarfluginu s.s. aðstaða fyrir börnin o.fl. í Zurich í Sviss. Fulltrúar Gjóðarinnar, f.v.: Axel Jónsson, Daði Arngrímsson og Oskar Ársælsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.