Víkurfréttir - 25.06.1987, Qupperneq 7
\/iKun
Fimmtudagur 25. júní 1937 7
Vita þau
upp á sig
sökina?
Svo bregðast krosstré
sem önnur tré. Þessi
málsháttur kom fram á
varir okkar þegar við lás-
um blað það, sem tók upp
hanska Arndísar Tómas-
dóttur í síðustu viku. Oft
hefur okkur undrað
margt, en að við ættum
eftir að sjá ritstjóra þess
blaðs skríða undir pils-
faldinn hennar Laddýar,
áttum við síst von á.
Enn meiri athygli
vekur það hjá okkur að
þessi sami ritstjóri gerir
enga tilraun til að mót-
mæla fullyrðingu Laddý-
ar um að „blaðamenn séu
lögverndaðir lygarar".
Eða að „inn á ritstjórn
blaðanna hér í bæ, geti
komið hver og einn og
logið upp næstum hverju
sem er í skjóli þagnaðar-
skyldu“. Og „aðsiðgæðis-
vitund blaðamanna sé
ekki meiri en svo, að þeir
sjá ekki sóma sinn í að
leita sannleiksgildis frétt-
ar“. Eða að „ritstjórum
blaðanna sé ekkert heil-
agt, síst æra einhvers úti í
bæ“.
Ritstjóri hins blaðsins
mótmælir þessu ekki,
sjálfsagt er ástæðan sú að
hann veit upp á sig sök-
ina. Við erum hinsvegar
að íhuga ákæru á hendur
Arndísi fyrir þessi um-
mæli.
Þetta veit Arndís, þess
vegna var okkur helst
hlátur efst í huga þegar
við lásum að hún væri
„sár og undrandi“ og að
„gróflega væri að sér veg-
ið“. Eða að árásir þessar
hefðu komið niður á fjöl-
skyldu hennar og vinum.
Því spyrjum við hana
hvort hún haldi að þau
orð, sem við vitnuðum í
hér áður, hafi ekki komið
niður á okkar fjölskyld-
um eða vinum. Ef hún
veit ekki svarið þá er rétt
að upplýsa það hér, að svo
sannarlega hafa þau gert
það.
Ritstj.
HEIÐRUÐU
VIÐSKIPTAVINIR
Hef hætt rekstri myndbanda-
leigu. Um leið og ég þakka
ánægjuleg viðskipti vil ég leggja
til og mæla með aðþið beinið við-
skiptum ykkar til myndbanda-
leigunnar Phoenix Video í Kefla-
vík.
Vegna þessa höfum við breytt
opnunartíma okkar og höfum nú
opið mánudaga til föstudaga kl.
9-19 og laugardaga kl. 10-15.
ATH: Við framköllum á laugar-
dögum.
Iiilt’inn
Halnargotu 35 - Keflavik - Simi 3634. 4959
NÝ SÍMANÚMER
TAKA GILDI
1. JÚLÍ
Sparisjóðurinn í Keflavík
Sparisjóðurinn, Njarðvík
Sparisjóðurinn, Garði
1 -28-00
1 -38-00
2-71-00