Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 25.06.1987, Síða 13

Víkurfréttir - 25.06.1987, Síða 13
MÍKUR juUit Fimmtudagur 25. júní 1987 13 Eigendur verslunarinnar „Börnin", Brynja [t.v.j og Kristín. Ljósm. bb. ..Börnin" í Hölmgarði Barnafataverslunin Böm- in hefur verið starfrækt i Hólmgarði um nokkurt skeið og hefur reksturinn gengið vel að sögn systranna Hildar og Brynju Kristjáns- dætra, sem eiga og reka verslunina. „Við erum með föt fyrir börn á aldrinum tveggja til tólf ára frá þekkt- um framleiðendum sem hafa sérhæft sig í barnafatnaði,“ sagði Brynja í samtali við Víkurfréttir. Brynja sagði að frá Bandaríkjunum væru þær með föt frá Oshkosh, San- etta Kanz frá Vestur- Þýskalandi og Cippie Trorinette frá Frakklandi, allt ákaflega vandaðar vör- ur. Auk þess eru þær systur með móttöku fyrir Éfna- laug Suðurnesja í verslun- inni. Hámarkshraði aukinn Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um hámarkshraða og hefur hún þegar tekið gildi. Tekur breyting þessi til Reykjanesbrautar, Víkna- vegar og Garðvegar. Er hámarkshraði á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar nú 90 km á klukkustund. Á Víknabraut (gamla Reykjanesbrautin) frá Fitjum að skilum 200 metrum sunnan við Grænás er hámarkshraðinn 70 km/klst. Þar tekur siðan við 50 km/klst. í gegnum þétt- býlið. Síðan verður hámarks- hraðinn 70 km/klst. á þjóðveginum sunnan þétt- býlisins að Garðskagavegi. i'l MSM ii ii' rii ii iii ii iiii Byggöasafn Suðurnesja Opið í sumar á miðvikudögum kl. 17:00-21:00. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 3155, 1555 og 1769. Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum SUNDNÁMSKEIÐ verður haldið í Sund- höll Keflavíkur og hefst miðvikudaginn 1. júlí kl. 11.30. - Notum þetta góða tækifæri og mætum vel. Námskeiðið er ókeypis. Innritun í síma 1709 (Soffía), símia 4322 (athvarf aldraðra) eða í Sundhöllinni, sími 1145. Sjúkrahúsið: Stjómarmönn- um verði boðið í starfskynningu Fulltrúar starfsfólks í stjórn Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs og Heilsu- gæslustöðvar Suðumesja, þau Gísli Viðar Harðarson og Guðrún Guðbjartsdóttir, lögðu fram eftirfarandi til- lögu á fundi stjómarinnar ný lögu á fundi stjórnarinnar nýverið: ,, Við fulltrúar starfsfólks viljum gera það að tillögu okkar, að fulltrúum sveitar- félaganna í stjóminni verði gert kleift að vera í tveggja daga starfskynningu á SK og HSS. Þannig teljum við að þeim gefist gott tœkifæri á að kynnast eðli og umfangi þeirr- ar starfsemi sem þar fer fram.“ Samþykkti stjórnin að fela framkvæmdastjóra að koma þessu á, ef unnt væri. „EINN“ - „ÞRÍR“ og „SEX“ bætast við frá og með 1. júlí n.k. Landsbankinn, Keflavíkurflugvelli .. 1-21-70 Landsbankinn, Sandgerði .........3-78-00 Landsbankinn, Grindavík .........6-81-79 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna KEFLAVÍKURFLUGVELLI • SANDGERÐI GRINDAVlK

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.