Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 25.06.1987, Síða 15

Víkurfréttir - 25.06.1987, Síða 15
mun jutUi Ný tölvuvigt við Keflavíkurhöfn Núverandi hafnarvigt í Keflavíkurhöfn er orðin tals- vert úr sérgengin og sjá hafn- aryfirvöld því fram á miklar endurbætur á vigtinni með haustinu ef hún á að notast áfram. Vegna þessa hafa þau ákveðið að leita tilboða í nýja 60 tonna tölvuvog. Að sögn Péturs Jóhanns- sonar, hafnarstjóra hjá Landshöfn Keflavík/Njarð- vík, hefur einnig verið rætt um að færa vigtina og jafnvel setja hana undir sama þak og nýju skrifstofur hafnarinnar, þ.e. í húsið Víkurbraut 11, sem höfnin hefur keypt, en með því að hafa alla þjónustu undir sama þaki kæmi ýmis hagkvæmni fram varðandi rekstur hafnarinnar. LANDSHÖFNIN: Upptökubraut fyrir smábáta I Njarðvík Stjórn LandshafnarKefla- vík/Njarðvík hefur sam- þykkt að byggja upptöku- braut fyrir smábáta í Njarð- vík. Að sögn Péturs Jó- hannssonar, hafnarstjóra, verður brautin byggði við hlið Suðurgarðsins, neðan við vaktskúr hafnarvarðar. Með braut þessari mun skap- ast þarna aðstaða til að setja á flot smábáta og taka slíka báta á land. Þá hefur höfnin samþykkt að gera kostnaðaráætlun á úrbótum fyrir smábátaeig- endur í Keflavík og Njarð- vík. Yrði áætlun þessi unnin í samráði við bæjarfélögin. Nokkrir þekktir iþróttamenn heimsóttu krakkana á námskeiðinu í Keflavík og var Arnór Guðjonscn, atvinnumaður í knattspyrnu í Belgiu, meðal þeirra. Hann hafði nóg að gera við að gefa eiginhandaráritun, eins og sjá má. Ljósm.: bb. Leikjanámskeið I Keflavík og Njarðvík Leikjanámskeið fyrir börn standa nú yfir bæði í Keflavík og Njarðvík og hefur aðsókn verið mikil. Nú er fyrstu nám- skeiðunum að ljúka og ný að hefjast. Kennt er fyrir og eftir há- degi á báðum stöðum og eru leiðbeinendur á námskeiðun- um allt íþróttakennarar. Farið er yfir grundvallar atr- iði í flestum íþróttagreinum og ýmislegt gert til skemmt- unar. Farið er i fjöruferðir, á golfvöllinn og þekktir í- þróttakappar koma í heimsókn. Þá eru hjólaþraut- ir og keppt verður í frjálsum íþróttum. Næstu námskeið hefjast 1. júlí og fer skráning fram í íþróttamiðstöðinni í Njarð- vík og Iþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Þessir kátu krakkar voru á iþróttanámskeiðinu í Njarðvik í yngsta flokknum og voru að leikasér ísudlauginni, sem ereinn þátturnámskeiðsins. Ljósm. bb. Fimmtudagur 25. júní 1987 15 Nú er aö hefjast nýtt námskeið hjá íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur fyrir böm 6-12 ára. Námskeiöið hefst 1. júlí og stendur út júlimánuð. Fjórir íþróttakennarar starfa við skólann og kenna þeir undirstöðuatriði ýmissa íþróttagreína, m.a. knattspymu, handbolta, körfubolta, blak, frjálsar íþróttir og ýmsa leiki bæði úti og inni. Kennsla fer fram í íþróttahúsinu og á íþróttasvæðínu. Inn- ritun í júlínámskeiðið fer fram mánudaginn 29. júni kl. 16- 19 í íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut. Þátttökugjald er kr. 1.000. ÍÞRÓTTARÁÐ KEFLAVÍKUR ATVINNA - ATVINNA Starfsfólk vantar í eftirtalin störf: Vörubílstjóra - Tækjamann Lyftaramann og í snyrtingu og pökkun. Bónuskerfi - Mikil vinna. Upplýsingar gefur verkstjóri í vinnusíma 1104 og heimasíma 4274. HRAÐFRYSTIHÚS KEFLAVÍKUR HF. Starfsfólk - Frystihús Óskum að ráða fólk í eftirtalin störf: • Pökkun og snyrtingu • Bílstjóra • Vanan mann á lyftara. GREIÐUM HÆSTU LAUN Á VINNUMARKAÐNUM. Upplýsingar í síma 4666 og hjá verkstjóra í síma 6048. BRYNJÓLFUR HF.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.