Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 25.06.1987, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 25.06.1987, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 25. júní 1987 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717. „Yfirboð munu hverfa“ - segir Jón Karlsson í Brynjólfi hf., sem keypti 200 kassa á fyrsta uppboði Fiskmarkaðarins í Hafnarfirði. - Mikill skortur á starfsfólki í fiskvinnsluna „Fiskmarkaður er bylting fyrir fiskvinnsluna, svona eins og hann er rekinn í Hafnarfirði. Fjarskipta- markaður, sem þeir vilja stofna hér, er bara rugl. Menn vilja fá að sjá hvað þeir eru að kaupa,“ sagði Jón Karlsson í Brynjólfi hf., en hann var einn fárra útgerð- armanna af Suðurnesjum sem keyptu fisk á fyrsta upp- boði Fiskmarkaðarins hf. í Hafnarfirði. Jón keypti 200 kassa af þorski, 12 tonn, og greiddi 32,60 kr. fyrir kílóið, slægð- an og ísaðan í kassa. „Þetta er sama verð og ég hef verið að greiða fyrir óslægðap, ómetinn netafisk í vetur. Ég tel að með tilkomu fiskmark- aðarins sé sú spenna sem verið hefur og yfirboð sem hafa tíðkast muni hverfa. Þarna er komin ný verð- myndun sem mun gilda í við- skiptum. Þetta þýðir það að bátarnir verða að fara að vanda hráefnisgæði og fá greitt fyrir það. Þessi staða hefur ekki verið fyrir hendi hér fyrr en nú og erum við líka komin inn í nútíðina hvað þessi viðskipti varðar,“ sagði Jón. Jón sagði sem dæmi að koli hefði selst á 20 kr. kg á fiskmarkaðnum en verðlags- ráðsverð í fyrra hefði verið 33 kr. á kg! Aðspurður um framtíð fiskmarkaðar og hvort við mættum eiga von á svona markaði í fleiri byggðarlög- um sagði Jónað værieinung- is tímaspursmál um. „Þetta er framtíðin. Kaupendur fá að sjá og kanna ástand vör- unnar sem þeir eru að kaupa og greiða eftir því. Svona markaður er góður bisness. Þess vegna er ég ekki í nokkr- um vafa um að markaðir eiga eftir að verða settir upp í flestum byggðarlögum landsins. Undanfarin ár höf- um við verið að greiða of hátt verð fyrir lélegan fisk. Það gengur náttúrlega ekki.“ Eins og í flestum fisk- vinnslufyrirtækjum á Suður- nesjum og víðar er nú mikill skortur á vinnuafli. „Þetta er slæmt. Loks þegar hráefnis- vandamál er leyst sárvantar okkur fólk í vinnsluna, þrátt fyrir að mjög gott kaup sé greitt fyrir þessi störf, mun betur en mörg sambærileg störf. Hin mikla spenna á vinnumarkaðnum kemur niður á fiskvinnslunni,“ sagði Jón Karlsson, eigandi Brynjólfs hf. Á fyrsta fiskuppboðinu í Hafnarfirði gerðu margir góð kaup. Auk Brynjólfs hf. er þó ekki vitað um nema tvo aðila af Suðurnesjum sem keyptu fisk, þ.e. Fisktorg, Vogum, og Garðskagi hf., Garði, sem fékk nokkuð magn af vænum þorski á ,,spottprís“ eða 25,40 kr. pr. kg. Sandgerði: Bifhjólaslys I hádeginu á þriðjudag varð alvarlegt bifhjóla- slys á gatnamótum Áust- urgötu og Strandgötu í Sandgerði. Stóru bifhjóli var ekið eftir Strandgöt- unni og virðist sem öku- maður þess hafi ekki náð beygjunni inn á Austur- götuna, með þeim afleið- ingum að hjólið fór stjórnlaust, ásamt ökumanni, yfir grjót og aðra farartálma nokkuð út fyrir veginn. Auk lögreglu mættu bæði læknir og sjúkrabíll á staðinn og var ökumað- ur bifhjólsins fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík. Var læknisskoðun ekki lokið er blaðið fór í prent- un, en ljóst er að hann var þó nokkuð slasaður, s.s. beinbrot og á höfði. Strákarnir í 6. flokki Víðis í Garði gerðu sér lítið fyrir um daginn og hlupu „Sandgerðishring- inn“ til að ljármagna keppnisferð til Vestmannaeyja á Tomma-mótið i knattspymu. Strákarnir fengu lögreglufylgd á leiðinni og gekk allt að óskum. Þeir gáfu sér þó tíma til að stöðva augnablik til að láta taka af sér mynd. Ljósm. bb. _ VEITINGAREKSTURINN í LEIFSSTÖÐ: A SILFURFATI TIL FLUGLEIDA? Flugleiðum hefur verið veitt heimild til veitingarekst- urs í hinni nýju flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- vikurflugvelli. Pétur Guð- mundsson fiugvailarstjóri staðfesti þetta í samtali við Víkur-fréttir. Pétur sagði að aðaláherslan væri nú lögð á að ljúka mötuneyti fyrir starfsmenn i flugstöðinni, en síðan myndu veitingasal- irmr opna hver af öðrum. Hann sagði að 15. júlí væri ráðgert að opna fyrsta sal- inn fyrir almenning. Pétur sagði að hann hefði veitt Flugleiðum veitinga- reksturinn að vel íhuguðu máli og í samráði við fær- ustu aðila, sem hefðu kannað þær umsóknir sem bárust í veitingareksturinn. Hér væri um að ræða hlut- lausa sveit manna sem hefði þekkingu á þessum málum og hefði verið farið ná- kvæmlega í saumana á öll- um tilboðunum. Þessiraðil- ar hefðu svo mælt með að tilboði Flugleiða yrði tekið og hann farið að ráðum þeirra. Ekki vildi Pétur upplýsa hvert tilboð Flugleiða Flug- leiða hefði verið, en sam- kvæmt traustum heimild- um Víkur-frétta voru Flug- leiðir með lægsta tilboðið. Gert var ráð fyrir 10.6 milljón kr. lágmarks- greiðslum fyrir aðstöðuna á ári og voru nokkrir aðilar yfir því tilboði, þar á meðal einn frá Keflavík, en Flug- leiðir buðu um 8 milljónir. Einnig hefur blaðiðfregnað af því að fyrir hefði legið að Flugleiðir fengju þennan rekstur áður en honum var úthlutað, og bar það undir flugvallarstjóra. Pétur aftók með öllu að maðkur væri í mysunni í þessu máli og sá aðili sem best var fær um að sinna þessu verkefni hefði hneppt hnossið. Flugmat Glóðarinnar: Vel tekið Síðasta helgi var stór fyrir veitingastaðinn Glóðina í Keflavík því yfir helgina voru af- greiddir 1.500 bakkar með mat frá fyrirtækinu í flugvélar Arnarflugs. Meðal annars fóru 600 bakkar um borð í flugvél að morgni laugardagsins. Sú flugvél fór frá Kefla- víkurflugvelli til Zurich í Sviss, fullsetin farþegum, þ.á.m. hópi boðsgesta frá öllum helstu fjölmiðlum þessa lands og í þeim hópi var blaðamaður Víkur- frétta. Þegar til Sviss kom fór þessi hópur út, en flugvéi- in tók aðra farþega og flaug fullsetin til Sikileyj- ar og heim aftur til Zurich þar sem íslenski hópurinn var aftur tekinn heim. Mikla athygli vakti gæði matarbakkanna frá Glóðinni alla þessa flug- leið og var mjög vel tekið. Með í ferðinni voru full- trúar frá Glóðinni og fengu þeir óspart hrós frá flugfarþegum. Annars staðar í blaðinu er flugferð þessari gerð nánari skil svo og hlut Glóðarinnar. Tekinn á 103 km. hraða í Njarðvík I síðustu viku gómaði lögreglan í Keflavík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu ökumann, þar sem hann ók á 103 km hraða í gegnum Njarðvík. Var hann tekinn á Víkurveg, áður Reykjanesbraut. Var ökumaðurinn færður á lögreglustöðina, en hann á yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis fyrir að aka á rúmlega tvöföld- um hámarkshraða, auk sektar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.