Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 12.11.1987, Side 4

Víkurfréttir - 12.11.1987, Side 4
4 Fimmtudagur 12. nóvember 1987 Messur og safnaðarstörf KEFLAVÍKURKIRKJA: Laugardagur 14. nóv.: Jaröarför Bjarna Ingvars Kjart- anssonar, Garðavegi 14, Kefla- vík, fer fram kl. 14 Sunnudagur 15. nóv.: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Mánudagur 16. nóv.: Laufabrauðsbakstur Systra- og bræðrafélagsins í Kirkjulundi kl. 20. - Allir velkomnir. Sóknarprestur INNRI-NJARÐVÍKUR- KIRKJA: Barnastarf í Safnaðarheimilinu kl. 11. Sóknarprestur YTRI-NJARÐVÍKUR- KIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Barnakórinn syngur. Sóknarprestur HVALSNES- SÖFNUÐUR: Sunnudagaskólinn er kl. 14 í Grunnskólanum í Sandgerði. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson GLÓÐIN BREYTIR UM SVIP Miklar breytingar hafa verið gerðar á aðal afgreiðslusal veitingahússins Glóðarinnar i Keflavík. Er salurinn nú mun léttari yfir að sjá en áður og ferskleiki yfir öllu. Ljósm.: cpj. Alþjóðlegt skákmót í Njarðvík ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudagaskólinn er kl. 11. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson GRINDAVÍKUR- KIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar eru hvattirtil að koma með börnum sínum. Sóknarprestur Um síðustu helgi hófst al- þjóðlegt skákmót í félags- heimilinu Stapa í Njarðvík og mun standa til 20. nóv- ember. Mótið er haldið í samvinnu tímaritsins Skák- ar, Keflavíkurbæjar og Njarðvíkurbæjar. Er mót þetta hið áttunda í röð al- þjóðlegra skákmóta sem tímaritið Skák heldur í sam- vinnu við sveitarfélög vítt og breitt um landið. Hafa Suðurnesjamenn verið í fararbroddi um skák- mótahald utan Reykjavíkur. Fyrsta alþjóðlega mótið á landsbyggðinni var haldið í Grindavík og fyrsta helgar- skákmótið var haldið í Kefla- vík, en þau eru nú orðin 33 talsins. Af þeim sex mönnum sem skipa framkvæmda- stjórn mótsins eru fjórir af Suðurnesjum, þ.e. Eiríkur Alexandersson, fram- Hryllings- sinfónían í Félags- bíói kvæmdastjóri, Jón Böðvars- son, ritstjóri, Oddur Einars- son, bæjarstjóri og Páll Jóns- son, sparisjóðsstjóri. I þessu móti eru saman komnir flestir efnilegustu skákmenn landsins, þ.á.m. Björgvin Jónsson, Njarðvík, sem aðeins vantaði hálfan vinning á síðasta móti, sem haldið var í Olafsvík, til að ná sínum fyrsta áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli. Auk innlendra skákmanna keppa hér útlendingar sem eru að vinna sér inn titla. En mót þetta er í 5. styrkleikaflokki og þarf 7 vinninga úr 11 skákum til að fá meistara- áfanga. Miðvikudaginn 18. nóv. verð- ur sýnd í Félagsbíói kvikmynd- in rússneska „Come and see“ (Komið og sjáið). Hún greinir frá ungum dreng á mótunar- skeiðinu, sem upplifirhörmung- ar síðari heimstyrjaldarinnar sem eitt logandi helvíti á jörðu. „Come and see“ var sýnd á ný- afstaðinni kvikmyndahátíð við mikið lof, jafnt áhorfenda sem gagnrýnenda og var myndin tal- in sú besta á hátíðinni. „Hryll- ingssinfónía sem neglir mann niður í sætið“ varð einum að orði. Sýningin er á vegum Nem- endafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst stundvís- lega kl. i6:30. Miðaverð er kr. 100. Kabarett: „Lífsskákin“ I Garðinum Litla leikféla^ið í Garði frumsýnirá laui>ardagskvöld kabarettinn ,,Lífsskákin“, sem settur er saman af Iluldu Ólafsdóttur og félögum Litla leikfélagsins. Lífsskákin fjallar um, eins og nafnið bendir til, líf nokkurra fjölskyldna. I»á er fléttað inn í þetta söng og léttu „túrhesta“-gríni. Sýningin á laugardagskvöldið hefst klukkan 21 og miðapantanir eru í síma 27133 frá kl. 18 sýningardag. Ljósm.: hbb. Mótið hefst á virkum dög- um kl. 16 en kl. 14 á laugar- dögum og sunnudögum. Keppendur hafa 2 klukku- stundir fyrir 40 leiki og síðan í beinu framhaldi 1 klst. fyrir Kristínu í Njarðvík kl. 23 20 leiki. Biðskákir verða síð- virka daga og kl. 21 um helg- an tefidar í borðsal Hótels ar. Jólarósasala Systrafélag Njarðvíkur- kirkju gengst fyrir sölu á úr- vals jólarósum í Njarðvíkur- kirkju á morgun, föstudag, milli kl. 13 og 18. Vonast fél- agskonur til að sem flestir komi og styrki þar með gott málefni. Reynis- menn með happdrætti Knattspyrnufélagið Reynir hefur sett afstað happdrætti til styrktar starfsemi sinni. Vinn- ingar eru tveir, bifreiðaf gerð- inni Daihatsu Charade XL árg. 1988 að verðmæti 375 þús, og utanlandsferð með Sam- vinnuferðum-Landsýn að verðmæti 30 þús. kr. Upplag miða er 1000 stk. Dregið verður hjá bæjarfóget- anum í Keflavik 15. desembcr. Töfrafólk: Önnur sýning á morgun Á morgun kl. 18 verðurönnur fjölskyldusýning á ,,The greatest MAGIC SHOW“ í Fé- lagsbíói í Keflavík. Á þessari sýningu koma m.a. fram hugs- analesari, vasaþjófur, sjón- hverfingamaður, sirkusdama og trúðar. Þetta er fólk frá sirkus- flokknum SIRKUS ARENA, nýir fjöllistamenn. Sýningin á mánudagskvöld tókst vel, után þess hvað áhorf- endur vantaði. Þess vegna var ákveðið að halda aðra sýningu á morgun kl. 18 fyrir alla fjöl- skylduna, og vonaðist vasaþjóf- urinn í samtali við Víkur-fréttir, að hann fengi að stela af „fullu húsi“. Suðurnesjamenn, látið úr standa fram úr ermum, ég meina hendur, og látið sjá ykkur í Félagsbíói á morgun kl. 18. mun jutUt

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.