Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 12.11.1987, Page 11

Víkurfréttir - 12.11.1987, Page 11
V/KUf? ftOUi Fimmtudagur 12. nóvember 1987 11 F’HfH nw [ f ■ms §£ . Tulflfníf'* J á ypíi 4-5 þús. manns komu í afmæliskaffið Þúsundir Suðurnesjamanna þáðu kaffi og afmælistertu, auk þess sem börnin fengu svaladrykk og súkkulaði, í tilefni 80 ára afmælis Sparisjóðsins í Keflavík sl. föstu- dag. Var afmælisins minnst með þessum hætti í öllum afgreiðslum stofnunarinnar. Er talið að 4-5 þúsund manns hafi heimsótt Sparisjóðinn þennan dag í þeim fjórum byggðarlögum sem stofnunin hefur að- setur. Sparisjóðurinn bauð ekki aðeins gest- um og gangandi upp á veitingar, því öllum dagheimilum og íeikskólum, svo og elli- hcimilum var sendur glaðningur. Áfram með nýbygginguna: Flutt inn í húsið innan tveggja ára Stjórn Sparisjóðsins hefur ákveðið að hefja fram- kvæmdir að nýju eftir nokk- urt hlé, í nýbyggingu Spari- sjóðsins við Tjarnargölu í Keflavík. Næsta vor verður gengið frá húsinu að utan. Tómas Tómasson og Páll Jónsson, sparisjóðsstjórar, sögðu í samtali við Víkur-fréttir, að markmiðið væri að flytja í húsið innan tveggja ára. Bygging hússins hófst 1. sept. 1981 en framkvæmdir hafa legið niðri nú í tvö ár. A þeim tíma hefur Sparisjóðurinn einbeitt sér að því að bæta húsnæðisvandamál í Njarð- vík og opnað útibú í Grinda- vík. Útibússtjóri ráðinn í Grindavík: „Bjart- sýnn á fram- tíðina“ - segir Margeir Guðmundsson Margeir Guðmundsson, 27 ára Grindvíkingur, hefur ver- ið ráðinn útibússtjóri Spuri- sjóðsins í Grindavík. Margeir er innfæddur Grindvíkingur og lauk sl. suinar prófi í viðskiptafræði Irá Rockford College í Banda- ríkjunuin. Hann lauk stú- dentsprófi frá Fjölbrautaskóia Suðurnesja 1980. Margeir er ekki alveg ókunnugur banka- störfum, því eftir stúdents- prófið starfaði hann í Lands- bankanum i 3 ár áður en hann hélt út til frekara náms. En hvernig tilílnning er það að hafa unnið hjá Landsbankan- um og vera að hefja störf hjá Sparisjóðnum sent útibús- stjóri? „Tilfinningin er ágæt og starfið leggst vel i mig. Það er niikið að læra svona í byrjun, en ég hlakka til að takast á við verkefnið. Nú, með Lands- bankann vil ég segja, að allir hafa gott af samkeppni. Grindvtkingar geta nú valið á milli tveggja stofnana og það er tíl góðs. Sparisjóðnum í Grindavík hefur verið vel tekið af bæjarbúum, þannig að ég er bjartsýnn á framtíðina", sagði nýráðinn útibússtjóri, Margeir Guðmundsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.