Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.1988, Page 20

Víkurfréttir - 03.11.1988, Page 20
V//KUK jtam Fimmtudagur 3. nóvember 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. -.Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Batnandi atvinnuhorfur: Fólksskort- ur hjá Brynjólfi Umtalsverð fækkun hefur orðið varðandi það félagsfólk VSFK og VKFKN, sem nú er á atvinnuleysisbótum. Fyrir síðustu helgi voru tæplega 70 manns á skrá þessari en síð- asta þriðjudag var þessi hópur kominn niður í 45, þar af voru 10 Vogabúar og 10 útlending- ar. Að sögn talsmanns skrif- stofu félaganna er reiknaðmeð að þessi tala lækki enn, þar sem búið er að bjóða mörgum þeirra vinnu. Þá eru í tölum þessum 7 manns sem bættust á skrána nú um helgina en tveimur þeirra hefur verið synjað um bætur. Fyrir lágu ennfremur umsóknir um bætur frá 6 manns en enn hafði ekki verið tekin afstaða til þess hvort þau fengju bætur á þriðjudag. Þá er vitað til þess að Bryn- jólfur h.f. í Innri-Njarðvík þarf á fleira fólki að halda og hafa m.a. birst auglýsingar þess efnis í ýmsum fjölmiðlum svo og í þessu blaði. Þessu til viðbótar er vitað um 50 aðila er teljast til Versl- unarmannafélags Suðurnesja sem einnig eru atvinnulausir, þar af eru 41 er störfuðu í Suð- urnesjabakaríi, sem áður hét Ragnarsbakarí. Tryggt verði fjár- magn til D-álmu Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á aðal- fundi SSS um helgina. Var hún borin upp af Ellert Eiríkssyni og Eðvarð Júlíussyni: „Aðalfundur S.S.S. haldinn 28. og 29. október 1988 í Festi, Grindavík skorar á fjárveit- inganefnd Alþingis og þing- menn kjördæmisins aðtryggja fjármagn á fjárlögum 1989 til byggingar D-álmu við sjúkra- húsið í Keflavík." Hið glæsilega Stafnes kcmur til heimahafnar á föstudag. Ljósmyndir: hbb. Nýtt og glæsilegt Stafnes til Keflavíkur: Síldarfrysting um borð Keflvíkingar fögnuðu því síðasta föstudag þegar nýtt Stafnes lagðist að bryggju í Keflavík. Þetta er annað nýja skipið á skömmum tima sem kemur í flota Keflvíkinga en nýlega kom Skagaröst KE 70 úr miklum og glæsilegum end- urbótum. Stafnes kom til heimahafn- ar að viðstöddu fjölmenni. Skipið er 176 tonn að stærð, 34,6 metrar að lengd og 8 metra breitt. Skipið er búið 1500 ha. aðalvél með hliðar- skrúfur bæði að aftan ogfram- an, sem eru 225 hestöfl hvor, ásamt fullkomnustu og nýj- ustu fiskileitartækjum. Að sögn Odds Sæmunds- sonar, skipstjóra og eins eig- enda Stafness KE, hófst smíði skipsins í nóvember 1987 og gekk vel. Stafnes er útbúið á allar veiðar s.s. togveiðar, dragnótaveiðar, síldveiðar og netaveiðar. Hægt er að heil- frysta aflann um borð og er frystigeta skipsins 27 tonn á sólarhring. Nýsmíðin kostaði 170 milljónir króna og skipa- smíðastöðin tók eldra Stafnes- ið upp í smíðina fyrir 14 millj- ónir króna. 1 samtali við blaðið sagðist Oddur ætla að fara á síldveið- ar í fyrstu, þar sem allur afli verður frystur um borð. I áhöfn Stafness eru þrettán manns. Eigendur Stafness KE-130. F.v.: Jónína Guðmundsdóttir, Oddur Sæmundsson, Jórunn Garðarsdóttir og llilmar Magnússon. Stefán Jón næsti formaður SSS Engin breyting varð á skip- un manna í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nú á aðalfundinum. Er stjórn- in skipuð Jóni Olafi Jónssyni, Keflavík, Eðvaldi Bóassyni, Njarðvík, Bjarna Andréssyni, Grindavík, Stefáni Jóni Bjarnasyni, Miðneshreppi, Ellert Eiríkssyni, Gerða- hreppi, Vilhjálmi Grímssyni, Vatnsleysustrandarhreppi og Björgvini Lútherssyni, Höfn- um. Samkvæmt lögum sam- bandsins verður fulltrúi Mið- neshrepps, Stefán Jón Bjarna- son, næsti formaður og sam- kvæmt því verður aðalfundur- inn haldinn að ári í Miðnes- hreppi. TRÉ-X byggingavörur Iðcjvöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 VSFK: Sameining- arlögin samþykkt Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keílavíkur og nágrennis, sem haldinn var síðasta Fimmtudag, samþykkti ný lög fyrir félagið. Lög þessi eru borin fram svo Verka- kvennafélagið geti gengið inn í VSFK eins og til stendur að verði að veruleika um miðjan desember n.k. Að sögn Karls Steinars Guðnasonar, formanns VSFK, verður félagið þá með um 2500 félaga og þar með eitt af stærstu verkalýðsfélögum landsins, þ.e. þeirra sem eru innan Verkamannasambands- ins. Aðeins Dagsbrún í Reykjavík, Eining á Akureyri og hugsanlega Framsókn í Reykjavík eru stærri. Flugleiðir: Öllum hlað- mönnum sagt upp Öllum hlaðmönnum Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli, alls 42 að tölu, hefur verið sagt upp störfum. Er uppsagnarfrestur- inn nokkuð misjafn eftir því hvað viðkomandi starfsmaður hefur áunnið sér langan upp- sagnarfrest. Stendur til að bjóða þennan verkþátt út, en starfsmenn þessir sjá um afgreiðslu á far- angri ogfrakt, m.a. frá flugvél- unum. Hefur heyrst að verk- stjórar á staðnum séu með það í athugun að leggja fram tilboð í verk þetta. Hefur þetta staðið til all lengi án mikillar hrifningar starfsmannanna og hefur heyrst að þeir hyggist mæta þessu með ýmsu móti, m.a. að vinna hægar en gert hefur ver- ið fram að þessu. Þeir hafa greinilega ekki verið ofhlaðnir verkefnum . . .

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.