Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 1
Innbrot í ísienskan
Markað:
Sporin
rakin til
hins seka
Milli jóla og nýárs fór í
gang þjófavarnakerfi Vara
hjá Islenskum Markaði við
Iðavelli í Keflavík. Er lög-
regian kom á vettvang kom
í ljós að framið hafði verið
innbrot en sá sem þar var
að verki var á bak og burt.
Fljótlega fundust í snjó-
fölinni skóför sem rakin
voru þar til þau slitnuðu en
fundust þó nokkuð langt
þar frá á ný og voru síðan
rakin að húsi einu. Morg-
uninn eftir var síðan hand-
tekinn í húsi þessu maður,
sem játað hefur að hafa
brotist þarna inn ásamt
öðrum til.
Engu höfðu mennirnir
þó stolið, því þeir voru vart
búnir að brjótast inn þegar
kerfið fór í gang og fældi þá
í burtu.
Rakel Kristín Gunnarsdóttir með nýársbarnið, 22 marka dreng,
sem fa'ddist i sjúkrabíl ofan við Voga á leið til Reykjavíkur.
Ljósm.: hbb.
Nýársbarn Suðurnesja 1989:
Fæddist í
sjúkrabílnum
ofan við Voga
Snarræði Ijósmóður bjargaði lífi barnsins
Sá fáheyrði atburður átti sér
stað á nýársdagsmorgun að 22
marka sveinbarn fæddist í
sjúkrabíl á Reykjanesbraut.
Barn þetta er fýrsta Suður-
nesjabarn ársins. Við fæðing-
una vann Lea Oddsdóttir ljós-
móðir mikið þrekvirki eins og
fram kemur hér á eftir og í við-
tali við hana er birtist annars
staðar í blaðinu.
Fæddist barnið kl. 10:55 er
sjúkrabíllinn var staddur ofan
við Voga. Foreldrar barnsins
eru Rakel Kristín Gunnars-
dóttir og Jóhann Guðjónsson,
Greniteigi 17 í Keflavík. Kom
það í hlut Davíðs Eyrbekks,
sjúkraflutningsmanns, að að-
stoða ljósmóðurina við fæð-
inguna ásamt tveimur konum
úr skylduliði barnsins, sem
voru farþegar með sjúkrabíln-
um. Ökumaður sjúkrabílsins
var Ingimar Guðnason og var
ekið á 120-130 km hraða inn
Reykjanesbraut á bláum
blikkljósum enda mikið í húfi,
eins og fram kemur í viðtali við
ljósmóðurina.
Atvik eins og þetta vekur þó
tvær spurningar, þ.e. hvers
vegna þurfti að senda konuna
til Reykjavíkur og hvers
vegna fæðingin fór ekki fram
hér syðra. A þessu máli er tek-
ið annars staðar i blaðinu. Þá
má einnig hafa það í huga hve
það er mikið öryggi að hafa
menn á vakt fyrir sjúkrabílinn
á slökkvistöðinni allan sólar-
hringinn sem geta brugðist við
eins og þarna átti sér stað.
Eins og fyrr segir er nánar
fjallað um þetta mál á blaðsíðu
14 í blaðinu í dag.
Könnun í 7.-9. bekk Grunnskóia
Njarðvíkur um áhugamál:
Þric iji hv er
nemandi
di rekk lurál engi
10 af hverjum 12 stunda íþróttir
Af 120 nemendum, sem
tóku þátt í skoðanakönnun
um áhugamál unglinga í
Njarðvík, sögðust 100 stunda
einhvcrjar íþróttir. Þessar nið-
urstöður eru birtar í blaðinu
Suðurnes, sem gefið er út af
ungum mönnum í Njarðvík.
Að sögn Gylfa Guðmunds-
sonar, skólastjóra Grunn-
skóla Njarðvíkur, stóðu útgef-
endur blaðsins að könnun
þessari i 7.-9. bekk skólans
með fullu samþykki skólans.
Er hér um mjög gott framtak
að ræða, en þrátt fyrir ítrekað-
ar tiiraunir tókst ekki að ná
tali af aðstandendum blaðsins
og skoðanakönnunarinnar.
I blaðinu kemur ennfremur
fram að yfir 85 nemendur séu
háðir einhvers konar skemmt-
unum. 40 drengir hafa mikinn
áhuga á stúlkum en 39 stúlkur
hafa hug á að næla sér í drengi.
Þetta er reyndar það áhuga-
mál sem mjóst var á mununum
en það munaði aðeins einu at-
kvæði.
Eins og við var að búast seg-
ir í blaðinu, var frímerkjasöfn-
un það áhugamál sem var
neðst á listanum með aðeins
fjögur atkvæði. Þær tölur, sem
eru þó öllu uggvænlegri eru að
í Grunnskóla Njarðvíkur
reykja 8 stúlkur og 6 drengir
eða 11% aðspurðra. 15%
drengja sem spurðir voru
drekka áfengi en 23% stúlkna.
Samtals drekka því 38% nem-
enda í 7.-9. bekk, segir í niður-
stöðum umrædds blaðs.
Ibúafjöldi á Suðurnesjum:
Verður 15 þúsund á árinu
Af öllum svæðum á land-
inu var íbúafjölgun næst
mest á Suðurnesjum eða
2,48% milli áranna 1986 og
1987 samkvæmt bráða-
birgðatölum I. des. s.l. Að-
eins höfuðborgarsvæðið
hafði örlítið meiri fjölgun.
Alls voru íbúar Suður-
nesja 14.969 og hafði þeim
fjölgað um 371 milli ára.
Hafði fjölgun orðið í fimm
sveitarfélögum af sjö á svæð-
inu, mest i Keflavík, minnst
í Garði. Bæði í Hafnahreppi
og Vatnsleysustrandar-
hreppi hafði orðið fækkun.
Samkvæmt þessu eru
íbúar 1. des. s.l. 7322 í Kefla-
vík, 2438 í Njarðvík, 2141 í
Grindavík, 102 í Hafna-
hreppi, 1277 í Miðneshreppi,
1065 í Gerðahreppi og 624 í
Vatnsleysustrandarhreppi.
Breytingin milli ára var sem
hér segir:
Keflavík +189, Njarðvtk
+86, Grindavík +94, Hafna-
hreppur — 11, Miðneshrepp-
ur +23, Gerðahreppur +6 og
Vatnsleysustrandarhreppur
— 16.
í Ak
m jr
y/ m
Víkurfréttir
óska lesendum sínum
árs og friðar.
Á morgun verður þrettándagleði í Keflavík. Álfadrottning og kóngur ríða í fríðu föruneyti kl. 20.30 frá
jólatré Keflvíkinga við skrúðgarðinn, að íþróttavellinum þar sem kveikt verður i álfabrennu. Þar verður
glens og gaman og eru Keflvíkingar og nærsveitungar hvattir til að fjölmenna.