Víkurfréttir - 05.01.1989, Síða 2
\)IKUK
2 Fimmtudagur 5. janúar 1989
Kristófer tekinn við
bílaskoðuninni
Mikil
ölvun á
nýársnótt
Mikið var um ölvun á al-
mannafæri og í heimahús-
um á svæði lögreglunnar í
Keflavík. Var hún kölluð
71 sinni út yfir áramótin
vegna þessa. Þá voru sjö
ökumenn teknir, grunaðir
um meinta ölvun við akst-
ur.
Ekki varð þó nema eitt
umferðaróhapp sem lög-
reglan þurfti að hafa af-
skipti af og það minni hátt-
ar. Er það óvanalega lítið.
Kristófer Þorgrimsson
bifvélavirki hefur tekið við
starfi forstöðumanns Suð-
urnesjadeildar hinnar nýju
bifreiðaskoðunar. Jafn-
framt hefur hann hætt
starfsemi bifreiðaverk-
stæðis þess sem hann rak
við Iðavelli í Keflavík en
það húsnæði mun hýsa bif-
reiðaskoðunina í framtíð-
inni og opnar sem slíkt í
næstu viku.
Jafnframt Kristófer
munu tveir af starfsmönn-
um Bifreiðaeftirlits ríkis-
ins í Keflavík, þcir Örvar
Kristjánsson og Jón Krist-
insson, starfa á hinum nýja
stað.
Eftirleiðis mun þjónusta
bifreiðaumboðanna og
annað sem Kristófer hafði,
flytjast yfir á bifreiðaverk-
stæði sem Ingólfur
stæði sem Ingólfur Þor-
steinsson mun innan tíðar
opna í Grófinni í Keflavík.
KEFLVÍKINGAR
Frá og með 10. janúar n.k. mun Gjaldheimta Suðurnesja
annast alla innheimtu á gjöldum bæjarsjóðs þ.á.m. fast-
eignagjöldum fyrir árið 1989.
Fasteignagjöld 1989 verða með 5gjalddögum, 10/1, 10/2,
10/3,10/4 og 10/5. Eindagi fasteignagjalda er einum mán-
uði eftir gjalddaga.
Afsláttur af fasteignaskatti kr. 1 5.000,00 er veittur þeim sem
náð höfðu 70 ára aldri í árslok 1988.
Afsláttur af fasteignaskatti kr. 7.500,00 er veittur þeim sem
höfðu náð 67 ára aldri í árslok 1988, svo og sjómönnum sem
njóta lífeyrisgreiðslna úr Lífeyrissjóði sjómanna.
Öll ógreidd eldri gjöld til bæjarsjóðs munu verða send lög-
mönnum til innheimtu fyrir 1. febrúar n.k. og er hér með
skorað á þá aðila sem skulda eldri gjöld að gera skil eða
semja um viðkomandi gjöld nú þegar.
BÆJARSJÓÐUR
juíUt
Magdalena Olsen afhendir Sigurði Erlendssyni peningagjöfina, seni verður
notuð til sumardvalarheimilis þess sem Þroskahjálp fyrirhugar að setja upp
á Suðurnesjum. Ljósm.: hbb.
Valgeirsbakarí:
Gaf 100 þúsund kr.
Valgeirsbakarí í Njarðvík
færði Þroskahjálp á Suður-
nesjum 100 þúsund króna gjöf
í síðustu viku til sumardvalar-
heimilis, sem fyrirhugað er að
reisa hér á Suðurnesjum.
Það var Magdalena Olsen,
eiginkona Valgeirs Þorláks-
sonar, sem afhenti Sigurði Er-
lendssyni, formanni Þroska-
hjálpar á Suðurnesjum, fjár-
hæðina til ráðstöfunar.
Tillöguteikningar af sumar-
dvalarheimilinu liggja nú
frammi til umræðu og er nú
einnig unnið að því að fá land
undir heimilið hér á Suður-
nesjum og jafnvel stefnt að því
að byrja framkvæmdir við það
að reisa húsið strax í vor, að
sögn Kristins Hilmarssonar
hjá Þroskahjálp.
Njarðvík:
Eldur í fiölbýlishúsi
Milli jóla og nýárs var
slökkviliðið í Keflavík kvatt
út að fjölbýlishúsi við Fífu-
móa í Njarðvík. Hafði komið
upp eldur í sorpgeymslu
hússins og þrátt fyrir að íbú-
ar úr húsinu hafi tæmt tvö
slökkvitæki og mokað snjó á
eldinn dugði það ekki til.
Tók slökkvistarfið mjög
skamma stund en nokkur
reykur mun hafa borist í
gegnum sorplúgur um einn
stigagang hússins. Tjón varð
þó ekki alvarlegt, hvorki af
völdum elds né reyks.
Fiskvinna
Starfsfólk vantar til fiskvinnslu.
Fiskverkun Njarðar hf.
Sandgerði, sími 37448.
Þrettándagleði verður á morgun, föstu-
dag 6. jan., og hefst kl. 20:30 með því að
álfadrottning og kóngur ríða í farar-
broddi í blysför ásamt fríðu föruneyti,
nokkrum púkum, lúðrasvéit og kyndil-
berum frá jólatrénu við skrúðgarðinn að
íþróttavellinum. Þar verður kveikt í mik-
illi álfabrennu og jólasveinarnir m æta á
svæðið og kveðja áður en þeir halda til
fjalla. Söngur, glens og gaman á þrett-
ándanum. Mætum öll hress og kát.
Bæjarstjórinn í Keflavík