Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1989, Page 5

Víkurfréttir - 05.01.1989, Page 5
MÍKUn (qlamti Góð helgi í Glaum- bergi SKEMMTISTAÐUR Diskotek laugardagskvöld 7. janúar. Aldurstakmark 20 ára. Snyrtilegur klæðnaður. Opið 22-03. Mætum öll hress og kát á nýju ári. Ferskur veitingastaður í notalegu umhverfi, þar sem þjónustan er frábær og þú nýtur þess að snæða Ijúffenga rétti. Ef þú vilt fara í fjörið eftir matinn þá ertu vel- kominn í Glaumberg án þess að greiða aðgangs- eyri. Glaumberg Sjávargullið -ef þú vilt gleði-------------- og góðan mat Fimmtudagur 5. janúar 1989 5 Þetta er ekki „kóngulóarmaðurinn“ heldur slökkviliðsmenn frá BS á leið upp á 3ju hæð fjölbýlishúss við Sólvallagötu í Keflavík. Ljósm.: epj. Inn um glugga á þriðju hæð Það er ekkert spaug að loka sig úti á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Þetta hefur þó hent fjölskyldu eina í Keflavík nú í tvígang með stuttu millibili. I báðum tilfellunum var gripið til þess ráðs að fá slökkviliðið til að hjálpa upp á sakirnar. Kom ljósmyndari Víkur- frétta þar að sem liðið var á leið upp húsið í orðsins fyllstu merkingu, er síðara óhappið átti sér stað á fimmtudag í síð- ustu viku. Sést á myndinni að slökkviliðsmönnum er treyst- andi til margbreytilegrar hjálpar, a.m.k. þeim hjá Brunavörnum Suðurnesja. Vart voru slökkviliðsmenn- irnir komnir upp á stöð á ný er tilkynning barst um eld í rusli á Ieikvellinum við Mávabraut og skömmu eftir að því útkalli var lokið barst annað útkall um eld í rusli. Að þessu sinni í rústum gamla dekkjaverk- stæðisins neðan við nýja póst- húsið. Gjaldþrot Ásgeirs hf.: Lokið er skiptameðferð vegna gjaldþrots Asgeirs h.f. í Garði. Upp í forgangskröf- ur, sem samtals námu kr. 1.923.441,96, greiddust kr. 150.169 eða rúm 7,8%. Ekk- ert greiddist upp í aðrar kröf- ur, sem samtals námu kr. 58.859.735,12, auk vaxta og kostnaðar eftir upphafsdag skipta. Ásgeir h .f. var fiskvinnslu- fyrirtæki og áður útgerðar- fvrirtæki en hafði hætt út- gerð fyrir nokkrum árum, þ.e. á eigin skipum en leigði önnur. Þá rak lýrirtækið frystihús sem slegið var Ut- vegsbankanum á nauðung- aruppboði áður en til gjald- þrotsins kom. Þrátt fyrir að Utvegsbank- inn hafi eignast fiskvinnslu- húsið á nauðungaruppboði á tíu milljónir, sem var langt undir verðmæti, er talið að bankinn hafi tapað stórum upphæðum en krafa hans í þrotabúið nám 36 milljónum króna, sem ekkert fékkst upp í. Er kom að uppgjöri þrota- búsins voru einu eignirnar tvær bifreiðar og var önnur seld á frjálsum markaði en hin á uppboði. Nam söluverð þeirra aðeins um 150 þús- undum króna. ÞRETTANDAGLEÐI IBK EINAR JÚL. Aldurstak- mark 18 ára. Snyrtilegur klæðnaður. RÚNAR og hjálparsv. Föstudagskvöldið 6. jan. kl. 22-03. ROKKSVEIT (Hjálpar- sveit) Rúnars Júlíusson- ar leikur fyrir dansi og heldur uppi frábæru þrettándastuði. Skemmtiatriði hefjast kl. 24 en þá koma fram Ein- ar Júlíusson, Jóhann G. Jóhannsson og Ragnar Bjarnason. Fjölmennum í þrettándastuðið! skemmtistadur] Sími 14040 Forsaia fimmtudag kl. 17-19 JÓHANN G. Jóhann G. kynnir og syngur lög af nýjustu plötu sinni, Myndræn áhrif, og áritar hana. RAGGI BJARNA

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.