Víkurfréttir - 05.01.1989, Side 7
mm
juiUt
Slökkvistarfi lokið við bifreiðina
Eldur gaus undan
mælaborðinu
Um kvöldmatarleytið síð-
asta fimmtudag var slökkviliði
BS tilkynnt um eld í bifreið á
gatnamótum Hringbrautar og
Faxabrautarí Keflavík. Erlið-
ið kom á vettvang var laus eld-
ur í mælaborði bifreiðarinnar
sem er af gerðinni Mercury
Topas og aðeins ekinn um
5000 kílómetra.
Er eldurinn kom upp var
bifreiðin kyrrstæð en í hæga-
gangi. Kona sem sat undir
stýri varð brunalyktar vör og
sá eitthvert ljós undan mæla-
borðinu. Slökkti hún þegar á
vél bílsins og í sama mund
gaus eldurinn upp. Konunni
varð ekki meint af en bifreiðin
skemmdist eitthvað, þrátt fyrir
snögg viðbrögð slökkviliðsins
sem slökkti eldinn á auga-
bragði.
Flugeldastríðið í Keflavík/Njarðvík:
IBK gekk vel
Björgunarsveitirnar
höfðu fyrir kostnaði
„Flugeldasalan gekk von-
um framar hjá okkur og við
seldum miklu meira en við
áttum von á í fyrstu. Við urð-
um að verða okkur út um
aukabirgðir til þess að anna
eftirspurn síðustu dagana
fyrir áramótin," sagði Rúnar
Lúðvíksson, formaður
knattspyrnuráðs IBK, er
hann var spurður um við-
brögð fólks við flugelda-
markaði ráðsins fyrir síðustu
áramót.
Það var ekki sama hljóð í
strokknum hjá björgunar-
sveitunum og þetta sagði Ol-
afur Bjarnason, formaður
Stakks, er samband var haft
við hann strax eftir áramót-
in:
„Þetta gekk heldur illa hjá
okkur í Stakk og viðbrögð
fólks voru slök, en við slupp-
um þó fyrir horn með um
300.000 króna ágóða af söl-
unni.“
-Hvað er til ráða hjá ykkur
núna?
„Ég hef enga trú á öðru en
að við förum á bæinn eða
gerum allt til þess að Finna
okkur örugga fjáröflunar-
leið.“
Sama staða var uppi á ten-
ingnum hjá skátum í Njarð-
vík, ef hún var þá ekki öllu
verri.
„Þetta gekk illa hjá okkur
og við rétt höfðum fyrir
kostnaði og höfðum lítið upp
úr krafsinu, nema þá fyrir-
höfnina.
Ég ætla að vona að það
þurfi ekki að koma til þess að
selja þurfi björgunarbúnað
af Suðurnesjum til þess að
standa undir rekstri. Það er
spurning hvað við gerum um
næstu áramót. Það er þegar
búið að brjóta hefð og það er
augljóst að við verðum að
leita á önnur mið,“ sagði
Hafsteinn Hafsteinsson, for-
maður Hjálparsveitar skáta í
Njarðvík er hann var spurð-
ur út í útkomu flugelda-
markaðar sveitarinnar fyrir
síðustu áramót.
Stakksmenn og skátar
vildu koma því á framfæri að
flugeldamarkaðirnir verða
opnir fyrir þrettándann, sem
er á morgun. Stakkur hefur
opið frá 16-22 í dag en til kl.
19 á morgun, þrettándann.
Hjá skátum í Njarðvík verð-
ursíðanopiðfrákl. lOtil 17 á
morgun. Þá verður knatt-
spyrnuráð IBK einnig með
opið á þrettándanum.
Fimmtudagur 5. janúar 1989
Hafnargötu 24
Sími 12455
V3
s\^v ^aa
NÝJUSTU FRÉTTIR
AF METSÖLUBÓKINNI
I' LANDSBANKANUM:
RAUNÁVÖXTUN
KJÖRBÓKAR
VAR FRÁ 8.57%
Á ÁRINU 1988
Já, það kemur mörgum á óvart að óbundin ávöxtunarleið
eins og Kjörbók skuli bera slíka raunávöxtun.
En ástæðan er samt einföld.
Kjörbókin er sveigjanleg í allar áttir og höfundar hennar
í Landsbankanum taka sífellt með í reikninginn
breytilegar aðstæður. Þannig ber Kjörbók
háa grunnvexti, ávöxtunin er reglulega borin saman
við verðtryggða reikninga og þeir sem eiga lengi inni
eru verðlaunaðir sérstaklega með afturvirkum
vaxtaþrepum eftir 16 og 24 mánuði.
Raunávöxtun Kjörbókar var 8,57% á liðnu ári, 9,92%
á 16 mánaða þrepinu og 10,49% á 24 mánaða þrepinu,
sem var reiknað út í fyrsta sinn nú um áramótin.
Þér er óhætt að leggja traust þitt og sparifé
á Kjörbókina strax. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Leifsstöð - Sandgerði - Grindavík