Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 5. janúar 1989
FÓSTRUR
ATHUGIÐ
Staða forstöðumanns við dagvistun-
arheimilið Holt, Innri-Njarðvík, er
laus til umsóknar. Fóstrumenntun
áskilin.
Umsóknarfrestur hefur verið fram-
lengdur til 13. janúar. Upplýsingar
veitir undirritaður á bæjarskrifstof-
unum, Fitjum.
Félagsmálastjórinn í Njarðvík
sími 16200.
ATVINNA
Vantar starfskraft til innheimtu- og
skrifstofustarfa hálfan daginn.
Upplýsingar í síma 12070.
r
Olíuverslun Islands
Njarðvík, sími 12070.
\ j
Tómstundaráð
Miðneshrepps
ítrekar auglýsingu eftir starfsmanni í
hlutastarf, helst karlmanni. Umerað
ræða gæslustörf á „diskótekum“ og
„opnu húsi“. Nánari uppiýsingar
veita Víðir í síma 37441 og Sigurður í
síma 37681. Umsóknarfre3íu’• renn-
ur út 14/1 ’89.
Augnlækningastofa
Augnlækningastofa mín er nú alfarið
flutt til Hafnarfjarðar, að Suðurgötu
44. Tímapantanir í síma 91-54556 frá
kl. 8.30 til 16 virka daga.
Eftirliti með þeim sem áður hafa til
mín leitað mun ég sinna á mánudög-
um á Heilsugæslustöðinni í Keflavík,
sími 14000. Tekið á móti tímapönt-
unum alla virka daga frá kl. 9-16.
Jens Þórisson,
augnlæknir.
\>ÍKUR
Hér býr Friðrika, í Villepinte í Frakklandi
Kveðja frá Frakklandi:
Eitt bréf á dag
kemur skapinu í lag
Villepinte 8.12.88.
Kæru vinir.
Nú hef ég verið í Frakklandi
í 3/i mánuð hjá fjölskyldu sem
mér líkar vel við: 2 stelpur, 21
og 17 ára og svo mamman og
pabbinn. Eldri stelpan er í
verslunarskóla í Le Havre og
kemur bara heim um helgar,
yngri stelpan er í einkaskóla í
París í einhverjum barnafræð-
um, pabbinn vinnur þar líka
og mamman er barnakennari,
ofsalega róleg og þolinmóð og
hlustar alltaf á mig.
Við búum í litlu raðhúsi í
nýja hlutanum af Villepinte
sem er 30.000 íbúa bær, ekkert
nema raðhús, blokkir og tré,
um 20 krn norð-vestur af París.
Eg hef trúnaðarmann sem
ég get leitað til ef einhver
vandamál koma upp á og um
daginn er afi gamli dó þá fór
fjölskyldan öll til Britagne en
ég var á meðan hjá honum og-
fjölskyldan hans var mjög góð
við mig og vildi allt fyrir mig
gera.
Frakkar eru mjög miklir
sælkerar svo að maturinn er
mjög góður. Þeir virðast líka
vera mjög kvefaðir því að allir
bera á sér snýtuklúta og snýta
sér í tíma og ótíma. Þetta er
mjög elskulegt fólk yfír höfuð
og kyssist alltaf er það býður
góðan daginn. Það er misjafnt
hve oft en á Parísarsvæðinu
eru það 4 kossar, 2 á hvora
kinn. Er ég kem í skólann kyssi
ég alla í bekknum og svo vini
mína og nú þegar þetta er orð-
inn vani er erfitt að ímynda sér
annað.
Eg fer oft til Parísar með
lest. Það tekur um 20 mín. Þar
búa 2 kanar sem eru hér einnig
með AFS og við höfum þegar
heimsótt mikið af söfnum,
kirkjum og að sjálfsögðu Eiff-
el-turninn.
Skólinn sem égeríer 1,5 km
Friðrika K. Stefánsdóltir
í burtu. Ég fer yfirleitt gang-
andi og það tekur 15 mín.,
meðfram beinni hraðbraut og
stundum kafnar maður næst-
um því úr mengun.
Ég er í bekk lére A2 sem er
tungumálabekkur þannig að
ég hef bara 2 tíma í stærðfr.
aðra hverja viku og hina vik-
una bara 1. Auk stærðfræðinn-
ar er ég í landa- og náttúru-
fræði, eðlisfr., sögu, ensku,
frönsku og arabísku.
Arabískan er kennd vegna
þess að það eru svo ofboðslega
margir Arabar í skólanum. Ég
fer svo með krökkunum sem
eru líka í arabísku til Jórdaníu
í júní. Það erarabísku-kennar-
inn sem skipuleggur þessa
ferð. Þann 17. des. ætlum við
að hafa couscous-partý í skól-
anum til að fjármagna ferðina
(couscous er arabískur réttur).
I arabískutímum lærum við
ekki bara að tala arabísku
heldur einnig um daglegt líf
arabana og einnig smá landa-
fræði til að gera sér grein fyrir
hvar arabíska er töluð og
fleira.
Franskan gengur vel þó að
það geti myndast svolítið
neyðarlegar aðstæður stund-
um: Ég var í röðinni í mötu-
neytinu í skólanum og labbaði
framhjá eftirréttinum rétt eins
og ég hefði gleymt að fá mér,
svo að konan sem skammtar
sagði: „Ta glace“ og ég leit á
glasið mitt og sagði: „Hvað
með „ma glace“ og öll röðin
beið og horfði á mig, svo end-
urtók hún og þá mundi ég að
„ta glace" þýðir „ísinn þinn“.
Oh, asninn hún ég!
I byrjun nóv. var frí í skól-
anum vegna allra heilagra
messu. Þá fór ég til Angers til
Caroline Lefort sem var í
Keflavík með AFS á síðasta
ári. Það var gaman að geta tal-
að á íslensku við einhvern sem
skilur hana (er ég tala íslensku
í skólanum verða krakkarnir
bara hræddir). Ég var hjá
henni í 5 daga og fjölskyldan
hennar er alveg frábær.
Jæja, nú ætla ég að hætta.
Að lokum við ég óska öllum
gleðilegra jóla og farsæls kom-
andi árs.
Ef þið hafið tíma megið þið
skrifa mér, alveg endilega því
að 1 bréf á dag kemur skapinu
í lag.
Astarkveðjur,
Friðrika Kr. Stefánsd.
Chez Coquentif
8 Ave. ambroise croizat
93 420 VILLEPINTE
FRANCE.
Byggöasafn Suöurnesja
Opiö á laugardögum kl. 14 - 16.
Aörir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.