Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1989, Síða 14

Víkurfréttir - 05.01.1989, Síða 14
14 Fimmtudagur 5. janúar 1989 „Mikil lífsreynsla fyrir mig“ - segir Davíð Eyrbekk, sem að- stoðaði Ijósmóðurina „Þetta er mikil lífsreynsla fyrir mig að fá að taka þátt í þessu, þar sem ég hef aldrei séð fæðingu fyrr nema í kvik- mynd. Ljósmóðirin var meiriháttar og á allan heiður al' fæðingu þcssari, við erum bara hjálparkarlar. Hún vann þarna þrekvirki við þröngar aðstæður í sjúkrabíl er ók á 120-30 km hraða undir bláum ljósum,“ sagði Davíð Eyrbekk, sjúkraflutn- ingsmaður, í samtali við blaðið skömmu eftir að barnsfæðingin átti sér stað í sjúkrabílnum. Vegna þess að ekki var svæfingalæknir né önnur vakt varð skurðstofu þurfti að flytja hina fæðandi konu með hraði til Reykjavíkur og voru móðirin og barnið lögð inn á fæðingadeild Lands- spítalans. Rakel Gunnarsdóttir með son sinn nýfæddan. Ljósm.: hbb. „EEdsprækur og fínn“ - segir Rakel Kristín Gunnarsdóttir, móðir nýársbarnsins Fæðingu nýársbarnsins bar að með all sérstæðum hætti eins og fram kemur m.a. á út- síðu blaðsins í dag. Það var kl. 10:55 á nýársdagsmorgun að fyrsti Suðurnesjamaðurinn á nýju ári kom í heiminn. Víkur- fréttir heimsóttu móður barns- ins, þar sem hún var nýkomin á sjúkrahúsið í Keflavík eftir stutta dvöl á fæðingadeild Landspítalans í Reykjavík, og jafnaði sig eftir hina sérstæðu fæðingu. Það lá beint við að spyrja út í atburðarrásina. Gefum Rakeli orðið: „Ég lá á sjúkrahúsinu í Keflavík frá því um kl. sex um morguninn og fram undir morgun, en þá var hjartslátt- urinn hjá barninu orðinn óreglulegur, þannig að það var drifið af stað inneftir. Barnið fæddist síðan einhvers staðar nálægt veginum niður að Vog- um.“ -Hvernig tilfinning er það að fæða barn á 120-130 km hraða í sjúkrabíl? „Þetta er allt öðruvísi en venjuleg fæðing og gerðist ajlt á mjög stuttum tima. Ég hugsaði lítið um umhverfið þegar þetta átti sérstað. Strák- urinn hefur nú náð sér og er eldsprækur og fínn, þó svo það hafi þurft að gefa honum smá blástur fyrst,“ sagði Rakel Kristín Gunnarsdóttir að end- ingu. A.m.k. 4 sjúkrabíla- börn á Suðurnesjum, Þó barnsfæðing í sjúkrabíl sé fáheyrður atburður hér á Suðurnesjum er vitað um a.m.k. fjögur/slík tilfelli síð- ustu 20 ár. Þá er yútað um nokkur tilfelli þar sem fæð- ingin fór fram eftir að sjúkra- flutningsmenn höfðu komið í heimahús til að flytja verð- andi móður á fæðingardeild. Eins er vitað um önnur til- felli þar sem barn hefur kom- ið í heiminn rétt eftir að sjúkrabíllinn rann í hlað sjúkrahússins. Áhöfn sjúkrabílsins og ljósmóðirin sem vann þarna kraftaverk við erfiðar aðstæður. F.v. Davíð Eyr- bekk, Lea Oddsdóttir og Ingimar Guðnason. Ljósm.: epj. „Kraftaverk að þetta barn skuli vera lifandi" Lea Oddsdóttir, Ijósmóðir, ræðir um fæðinguna á á Reykjanesbraut og aðstöðuleysi fæðingardeildarinnar í Keflavík Þann einstæða atburð hér á Suðurnesjum, að barn skuli fæðast i sjúkrabíl og það hvers vegna fiytja hefur þurft margar fæðandi konur til Reykjavíkur, þrátt fyrir góðan aðbúnað fæð- ingadeildar Sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraðs, ræðir Lea Oddsdóttir ijósmóðir hér áeftir á opinskáan máta. Að sögn fag- manna má barnið þakka Leu lifgjöf sína. Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir Leu er við spjölluðum við hana á nýársdag var þessi: -Hvernig bar þessa fœðingu að? „Konan var send með sjúkrabí! frá sjúkrahúsinu í Keflavík til Reykjavíkur vegna þess að það var spurning um það hvort ekki þyrfti að skera hana. Var þá búið að finna að naflastrengurinn var fyrir og því var drifið í þvi að senda hana og fór ég með. Einhvers staðar á Stapanum fellur strengurinn fram. Þegar það gerist er hætta á að missa börnin, því ef hann lendir í klemmu er voðinn vís. Þetta barn var mjög tæpt kom- ið og tel ég það vera kraftaverk sem bjargaði þvi. Er þetta staðfesting á því að það er full þörf á því að hafa hérna alltaf vakt.“ -Er þá ekki um neina vakt að rœða á helgidögum? „Nei og nú er enginn svæf- ingalæknir og aðgerðardagur aðeins einn dag í viku. Páll Þorgeirsson hefur hlaupið undir bagga og er það það eina. Engin vakt í neinu og þvi er þetta mjög falskt öryggi sem við erum að veita og bara þetta.“ -Hefur þú áður lent í því að taka á móti barni í bíl? „Nei, aldrei lent í slíku áður og ég væri alveg til í að lenda ekki í þessu aftur.“ -Það hafa verið þarna mikil þrengsli. Þið fimm aftur /, þú, móðirin, sjúkraflutningsmaður og tveir farþegar; gekk þetta samt allt snurðulaust? „Já, það voru tveir farþegar hjá konunni. Fæðingin gekk þó í raun ótrúlega vel og hratt fyrir sig, sem betur fer. Ég var mjög hrædd um að barnið væri dáið þegar það fæddist og hefði það vel getað verið. Ég þurfti að blása í hann og við náðum honum vel upp. Hann stóð sig mjög vel og var orðinn fínn þegar við komum inneftir. Ég þorði samt ekki annað en að fara með hann á vökudeildina því það þarf að fylgjast vel með barni sem lendir í svona og blásið er í og því kannski orðinn kaldur, þvi bíllinn er ekki eins heitur og fæðingarstofa og ég hafði eng- an kassa til að setja hann í. Var ekkert annað í stöðunni en að fara í bæinn, þó við hefð- um verið svona nálægt um verið svona nálægt Kefla- vík, enda vorum við aðeins sextán og hálfa mínútu á leið- inni í bæinn.“ -Var þetta ekki mjög stór strákur? „5520 grömm eða 22 merk- ur, sem er alveg ofboðslega stórt barn, það stærsta sem ég hef tekið á móti á þeim tíu ár- um sem ég er búin að vera í þessu, fyrstu í Vestmannaeyj- um og svo hérna.“ -Voru al/ar aðstœður þá ekki hálffrumstœðar? „Jú, aðstaðan engin til neins enda var ég berhent og skilyrði mjög frumstæð. Þetta barn er fyrsta barn ársins og það fæð- ist á leiðinni í bæinn. í fyrra þurftum við að senda tuttugu konur; er þetta kannski það sem koma skal? Þá er það spurning hvað þeir ætla að gera; á að halda þessari stofnun sem fæðingastofnun gangandi? Hér er þriðja stærsta fæðingastofan á land- inu fyrir utan fæðingadeild Landsspítalans. Hinar eru Fæðingaheimilið, Akureyri og svo við. í fyrra varð hér met er alls fæddust hér 297 börn og ég reikna með að'um tuttugu hafi verið fluttar héðan til fæðing- ar í Reykjavík.“ -Þú leggur aðaláhersluna á það íþessu viðtali að sjúkrahús- ið hafi góða aðstöðu tilfœðinga og ekkert skorti á nema vaktir. Er það svo? „Okkur vantar svæfinga- lækni og vilyrði fyrir vakt á skurðstofu. Þetta tilvik er stað- festing á því hvað það er nauð- synlegt. Því þó það sé stutt til Reykjavíkur er það stundum svolítið langt þegar mínúturn- ar skipta máli.“ -Voru aðstœðurnar á braut- inni óvenjugóðar að þessu sinni? „Já, enginn bíll, brautin auð og engin hálka. Það hefði ekki verið eins gott á gamlársdag. Því er kraftaverk að þetta barn skuli vera lifandi og vonandi er allt í lagi með það.“ -Telst þetta barn Keflvíking- ur eða Reykvíkingur? „Þetta er Keflvíkingur, fætt innan sýslumarkanna. Ég veit að þær innfrá vilja skrá það fætt þar og hef ég lent í deilum við þær um það. Skriffinnskan skráir barnið fætt í Reykjavík en jafnframt er tekið fram að það hafi fæðst á Keflavíkur- veginum. Við teljum þetta vera fyrsta barn okkar. Það er því Keflvíkingur eða Vogamaður í ströngustu merkingu, þar sem við vorum í því sveitarfélagi er barnið kom í heiminn.“

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.