Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1989, Side 20

Víkurfréttir - 05.01.1989, Side 20
yfíKUR jUtth Fimmtudagur 5. janúar 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - .Símar 14717, 15717. SPURÐU SPARISJÓÐINN Heilbrigðisfulltrúi: Vatnsveita stofnuð eða vatns- bólum lokað fkveikja í bókaherbergi: LitRu munaði að húsið færi Nefnd sú sem utanríkisráð- herra skipaði á sínum tíma vegna mengunar í vatnsbólun- um í kjölfar olíuslyss á Kefla- víkurflugvelli, hefur nú skilað af sér að sögn Magnúsar Guð- jónssonar, heilbrigðisfulltrúa. „Boltinn er því hjá sveitarfél- ögunum, þar sent a.m.k. Keflavík og Njarðvík þurfa að stofna sameiginlega vatns- veitu svo hefjast megi handa um framhald málsins,“ sagði Magnús. Er gert ráð fyrir að þessi sameiginlega vatnsveita verði þannig í framkvæmd að hin sveitarfélögin gætu komið þar inn í, þegar vilji væri fyrir hendi. A næstu tveimur vikum er að vænta óyggjandi sannana um það hvaðan mengun vatns- bólanna kemur en boraðar hafa verið 20 borholur víðs- vegar um svæðið til sönnunar á því máli. „Verði einhver dráttur nú á málum s.s. stofnun vatnsveit- unnar, verður núverandi vatnsbólum lokað,“ sagði Magnús, en að undanförnu hafa komið í ljós mjög margar skýrslur um mengunarslys á undanförnum árum í nágrenni vatnsbólanna. -En hvað um olíutanka sem víða eru enn í jörðu við hin ýmsu hús frá þeim tíma áður en hitaveitan var lögð, verður eitthvað gert til að fjarlægja þá mengun sem komið gæti það- an? „Já, með auknum mann- skap munum við gera eigend- um það að taka upp þessa tanka, sem þegar er víða búið að fjarlægja," sagði hann að lokum. Mjög litlu munaði að íbúð- arhús úr timbri yrði eldi að bráð daginn fyrir gamlársdag í Keflavík. Virðist bæði rann- sóknarlögregla sem slökkvi- liðsstjóri vera sannfærð um að þarna hafi aðeins sekúndu- spursmál skipt sköpum er bókaherbergi hússins nr. 19 við Oðinsvelli varð alelda. Kom eldurinn upp í her- bergi þar sem heimilisfaðirinn stundar m.a. þá iðju að binda inn bækur. Var herbergið lok- að og sat fólk við kaffidrykkju annars staðar í húsinu er veg- farandi bankaði uppá og lét vita um mikinn reyk er kom úr húsinu þar sem bókaherbergið var. Var öllu þegar lokað og fólk drifið út jafnframt því sem kallað var á slökkvilið BS, sem kom að vörmu spori. Var herbergið þá alelda og innra glerið farið að springa. Tók slökkvistarfið skamma stund en þó eru allir innan- stokksmunir herbergisins brunnir og kjölur bóka svið- inn en mikið bókasafn var þarna inni sem mun aðallega hafa skemmst af sóti og hita Fer ekkert á milli mála að litlu munaði að annað hvort ytra glerið í gluggunum springi og súrefni komist inn eða eld- urinn náð að komast upp í þakið. í báðum þeim tilfellum hefði húsið trúlega farið að mestu. Er hér því fyrst og fremst að þakka skjótum við- brögðum slökkviliðs sem er til- búið á vaks, svo og réttum við- brögðum fólksins í húsinu. Að sögn Óskars Þórmunds- sonar, rannsóknarlögreglu- manns, er talið að um íkveikju af völdum krakka sé að ræða, því barn var að leik í herberg- inu skömmu áður en eldsins varð vart. En þar sem eldurinn kom upp var hvorki rafmagn né neitt sem orsakað gat eldinn nema utanaðkomandi. Eftir að slökkvistarfi lauk var húsið reyklosað af slökkvi- liðinu og einnig var notuð þarna sérstök vatnssuga til að losa vatn úr teppum og af gólfi. Slökkviliðsmenr. og lögregla yfirgefa húsið að slökkvistarfi loknu. Ljósm.: epj. Er formaður D.S. gerður að píslarvætti? Nýja Aðal- vlkin komin í gærkvöldi var Aðaivík KE-95, sem áður hét Drangey SK. væntanleg til Njarðvíkur i fyrsta sinn undir þcssu nalhi. Um áramótin fóru fram forni- leg eigendaskipti togar- anna Bergvíkur og Aðal- víkur til Sauðárkróks og Drangeyjar til Hraðfrysti- húss Kefiavíkur. Mun Aðalvíkin fá nafnið Drangey SK, en Bergvíkin nafnið Skagfirðingur SK. Að sögn lngóifs Falssonar, framkvæmdastjóra HK, mun Aðalvíkinni verða breytt í alfrystiskip í maí í vor, en skipið er sem kunn- ugt er hálffrystiskip. í næstsíðasta tölublaði var greint frá bókunum hrepps- nefnda Gerða- og Miðnes- hrepps um Hermann Ragnars- son, stjórnarformann Dvalar- heimila aldraðra Suðurnesj- um. Þar kom m.a. fram að hann hefði á fundi stjórnarinn- ar verið með hótanir í garð samstarfsaðila sem hann hafi flutt ýmist í umboði meiri- hluta bæjarstjórnar Keflavík- ur eða bæjarstjórnarinnar í heild. Kom fram hjá hreppsnefnd Gerðahrepps að þeir efuðust um að hann talaði í umboði bæjarstjórnarinnar. Vegna þessa höfum við nú kynnt okk- ur málið frá hlið Hermanns. En 29. desember sendi hann hreppsnefnd Miðneshrepps greinargerð vegna máls þessa. Þar koma m.a. fram harð- orð mótmæli gegn þeim vinnu- brögðum fulltrúa Sandgerð- inga í stjórn DS að flytja hreppsnefndinni skilaboð, eins og þarna virðist hafa átt sér stað, þar sem enginn grein- armunur er gerður á vanga- veltum og staðreyndum. Segir Hermann í greinargerð þessari að „þessi vinnubrögðeruótrú- lega fjarstæðukennd'*. Kemur fram að hann hafi á umrædd- um stjórnarfundi DS talað út frá sínum persónulegu skoð- unum en ekki í umboði bæjar- stjórnar Keflavíkur. Síðan segir orðrétt: „A stjórnarfundinum vísaði ég í viðræður mínar við einstaka ónafngreinda bæjarfulltrúa og lagði persónulegt mat mitt á það hver yrði hugsanleg af- staða bæjarstjórnar Keflavík- ur til skýrslu fjárhagsnefndar- innar.“ Þá segir hann síðar: „I umræddu bréfi Miðneshrepps (sem lagt var fyrir stjórn SSS- innskot blaðamanns) er aragrúi af missögnum og rang- færslum, sem mér þykir afar leitt að fram skuli koma frá opinberum aðila.“ Síðan færir hann ýmis rök fyrir máli sínu. „Virðist sem Hermann hafi hér verið notaður sem píslarvottur í máli sem ein- hverjir hafi áhuga á að gera fjaðrafok út af. En í máli þessu hefur m.a. komiðfram að Mið- nesingar vilja að Keflavíkur- bær gefi DS Hlévang," sagði einn viðmælenda blaðsins um mál þetta. Gekk berserksgang í Grindavík: Gröf 40 holur í húsagarði Honum hefur heldur betur verið heitt í hamsi, manninum sem gekk berserksgang í hús- garði einum í Grindavík á ný- ársdag. Það var kl. 13:35 að lögreglan fékk tilkynningu um mann nokkurn sem hamaðist í húsgarði einum við sérstæða iðju. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn búinn að grafa 40 djúpar holur í hús- garðinn áður en tókst að stöðva hann. Mér skilst að þetta hafi verið óþolinmóður golfari.. ----------------------------I 5S b m ' m ■" • _ m ■n v S TRÉ L/v TRE-X INNIHURÐIR TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.