Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 5
Harður árekstur All harður árekstur varð á gatnamótum Vesturbrautar/Vesturgötu og Hafnargötu í hádeginu á mánudag. Árekstur þessi er þó ekki skráður i bækur lögreglunnar, þar sem ökumenn sáu sjálfir um að fylla út tjónaskýrslur, eins og algengt er orðið nú til dags. Ljósm.: hbb. Brunavarnir Suðurnesja: Nýr sjúkrablll og slökkvibíll? Eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu hefur fjárhagsnefnd SSS mælt með endurnýjun á slökkvibíla- flota Brunavarna Suður- nesja. Auk þess er vitað til þess að Rauði Krossinn er með hugmyndir um endur- nýjun á einum nýjum sjúkra- bíl en hann á sjúkrabíla þá sem reknir eru frá slökkvi- stöð Brunavarna Suður- nesja. Fimmtudagur 19. janúar 1989 5 Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli: „Sameining embætt- anna er vitleysa" „Sameining embættana er bara vitleysa sökum þess hve starfsgrundvöllur þeirra er ólíkur,“ sagði Þorgeir Þor- steinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurfiugvelli, vegna hugmynda um sameiningu lögregluembættana tveggja á Suðurnesjum. „Við höfum hér varnarliðið og ýmis vandamál sem tengjast herstöðinni hér, sem er ólíkt því sem gerist hjá þeim í Keflavík. Samræmingu aðgerða má þó efiaust auka en í dag er slíkt í gangi meðal embættana, t.d. sjá þeit um löggæsluna hér á Reykjanesbrautinni þó hún liggi í gegnum fiugvallarsvæð- ið. Hér áður fyrr vorum við undir bæjarfógetanum í Hafn- arfírði og sáum þá m.a. um löggæslu í Njarðvík. Þá þótti rétt að hafa þetta embætti sér og þessi skipan því tekin upp.“ Um fjölda lögreglumanna sagði Þorgeir að 32 gengu vaktir þ.e. 28 allan sólarhring- inn. Síðan vinna 11 manns hluta úr degi, þ.e. níu frá kl. 8 til 17 og tveir frá kl. 11 til 20 þann tíma sem Grænáshliðið er opið, sem er virka daga. Ganga þessir menn eingöngu þessar dagvaktir. í Leifsstöð eru þrír á næturvöktum og fjórir á dagvöktum. Á þessu sést að hið rétta er að á vöktum eru 7 lögreglu- Jyjónar hverju sinni auk dag- vaktamanna og 3-4 í Leifsstöð. „Aðalmunurinn er þó sá að hjá embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli eru aðeins fjórir við yfirstjórn þ.e. tveir rannsóknarlögreglumenn, 1 yfirlögregluþjónn og einn við vegabréfsútgáfu o.fi. í Kefla- vík er þessi tala hins vegar níu manns eða fimm mönnum fleira en á Kefiavíkurflug- velli.“ Aðalvíkin mun landa hér heima Ákveðið hefur verið að Að- alvík KE 95, sem nýlega var keypt frá Sauðárkróki, muni selja afla sinn úr fyrstu veiði- ferðinni í Þýskalandi en síðan mun hún landa aflanum hér heima, a.m.k. fram að breyt- ingum í vor. Að sögn Ingólfs Falssonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystihúss Keflavíkur, er þó með öllu óráðið hvort HK muni vinna afla skipsins. Átti hann frekar von á að aflinn yrði seldur hér á markaðinum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.