Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 20
V/KUR futUl Fimmtudagur 19. janúar 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Hallarekstur sjúkrahússins: ttn sveitar- félögin búin að samþykkja ÖIl sveitaríelögin á Suð- urnesjum, sjö að tölu, hafa samþykkt samkomulag það sem gert hefur verið um uppgjör á hallarekstri Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs. Þar er kveð- ið á um að sveitarfélögin sjálf greiði þann halla sem skapaðist til og með 1986 en ríkið hallann 1987 og 1988, en í frétt blaðsins í síðustu viku misrituðust ártöl þessi þannig að 'sagt var að um haíla áranna 1987 og 1989 væri að ræða. Voru það sveitarstjór- arnir í Garði og Sandgerði, þeir Ellert Eiríksson, for- maður fjárhagsnefndar SSS, og Stefán Jón Bjarna- son, formaður SSS, seni náðu samningi þessum við þá Guðmund Bjarnason heilbrigðisráðherra og Ólaf Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra. Það er ekki glæsilegt útlitið innandyra í Innri-Njarðvíkurkirkju þessa dagana. Byrjað er að rífa alla klæðningu innan úr kirkjunni, en til stendur að breyta henni í upprunalegt horf. Ljósm: hbb. Inn ri -N ja rð víku rki r kju breytt í upprunalegt horf Ólafur Gunnlaugsson sér um allt tréverk ásamt Eðvald Bóassyni. Hér er Ólafur að rífa veggklæðn- ingu frá glugga i kirkjunni. Nú standa vfir miklar fram- kvæmdir innandyra í Innri- Njarðvíkurkirkju. Felast fram- kvæmdirnar í því að svo til allt verður hreinsað út úr kirkjunni og henni breytt í upprunalegt horf. Verður kirkjan lokuð í sex mánuði af þessari ástæðu. Klæðning verður rifin af öll- um veggjum og þeir hreinsaðir upp og kalkmúrhúðaðir. Tvö herbergi við hliðina á altarinu verða fjarlægð og loftið látið halda sér alveg út í vegg. And- dyrinu á kirkjunni verður breytt og nýr stigi settur upp á kórloftið. Þá verða einnig sett- ir nýir bekkir í kirkjuna, auk ýmissa annarra framkvæmda. Þessar framkvæmdir í Innri- Njarðvíkurkirkju eru loka- hrinan í því að gera kirkjuna upprunalega í útliti en áður hefur húsið sjálft verið lagfært, einnig turn og gluggar settir í upprunalegt útlit. Innri-Njarðvíkurkirkja er byggð árið 1886 og er því kom- in á húsafriðun. Fjárveitinganefnd SSS: 20 milljónir til sjjúkra- hússins og nýr slökkvibfll Fjárhagsnefnd SSS hef- ur lokið gerð fjárhagsáætl- unar fyrir öll sameiginlega rekin fyrirtæki á Suður- nesjum á vegum sveitarfél- aganna. Mun fjárhagsáætl- un þessi verða tekin fyrir á fundi stjórnar SSS í dag. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum blaðsins er gert ráð fyrir tuttugu mill- jóna króna framlagi sveit- arfélaganna til bygginga- framkvæmda við sjúkra- húsið þ.e. svonefndrar D- álmu. Einnig er gert ráð fyrir því að slökkvilið Brunavarna Suðurnesja endurnýji bílakost sinn og kaupi nýjan slökkvibíl frá Þýskalandi en til þess verði þeir að selja slökkvibíl nr. 3 og annan af gömlu slökkvi- bílunum sem eru frá fimmta áratugnum. Var algjör samstaða um málið I fjárhagsnefnd en sem fyrr segir tekur stjórn SSS, sem er að mestu leyti skipuð sömu mönnum, af- stöðu til málsins í dag og síðan eiga sveitarstjórnirn- ar allar eftir að samþykkja málið áður en það hlýtur gildistöku. -r-r 3 i TRÉ _\/ ✓ V TRÉ-X INNIHURÐIR TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700 Nýsmíði ístað Hauks Valbjörn h.f. í Sandgerði hefur samið við skipasmíða- stöð í Flekkifjord í Noregi um smíði á nýjum ísfisktogara sem kæmi í stað Hauks GK 25, að sögn Fiskifrétta. Hefur samn- ingur um smíðina verið undir- ritaður með fyrirvara um lán- veitingar frá Fiskveiðasjóði en norska stöðin ábyrgist að skila nýja skipinu 12 mánuðum eftir að samþykki fæst fyrir smíð- inni. Mun hið nýja skip verða rétt innan við 500 brúttólestir en Haukur er um 300 lesia skip. Umferðar- óhöpp á brautinni Á mánudagsmorgun rann bifreið, sem ekið var um Reykjanesbraut, út af vegin- um skammt innan við Innri- Njarðvík. Bar þar að vöru- bifreið og aðstoðaði bílstjóri hennar við að koma bifreið- inni aftur upp á veg og var brautin lokuð í báðar áttir meðan á því stóð. Slys urðu engin við óhapp þetta. Þá varð bílvelta upp úrhá- deginu á Reykjanesbraut, við Vogaafleggjara. Þarurðu ekki alvarleg meiðsli á fólki, fremur en í fyrra tilfellinu. Eins og oft vill verða þegar hlánar eru akstursskilyrði varhugaverð ef snjór er yftr öllu, en það er talið vera ástæðan fyrir báðum þessum óhöppum. Mér er sagt að þetta hafi verið hressandi þrettándaskothríð á Vellinum . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.