Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 13
viKurt jutUt Fimmtudagur 19. janúar 1989 13 Togararnir lilið við hlið í Njarðvíkurhöfn í síðustu viku. Sá eldri t.v. Ljósm.: epj. Nýi og gamli saman Við bryggju í Njarðvík lágu nokkra daga í síðustu viku tveir skuttogarar, bláir að lit. Annar þeirra var Gnúpur GK 257 og hinn Snæfugl SU 20. Hvað skyldu þessir togarar eiga sameiginlegt? Svarið stóð ekki á sér, hér var á ferðinni togari sá sem Þorbjörn h.f., Grindavík, hefur keypt í stað Gnúps. En einmitt í Njarðvík fóru skipti skipanna fram og sá nýi var skírður upp áður en honum var siglt til heimahafn- ar í Grindavík. Nýi togarinn er smíðaður í Flekkifjord í Noregi 1974 fyrir ísfirðinga og hét fyrst Guð- björg og var mikið aflaskip fyrir vestan. í því skipi er 1780 hestafla MAK aðalvél. Gamla skipið, sem nú fer erlendis upp í nýtt skip í stað Snæfugls, er smíðað í Kristiansund, Noregi, 1970 og hét áður Asþór frá Reykjavík. I skipinu er 1500 hestafla MWM aðalvél. Eldra skipið er 297 tonn að stærð en það nýja 436 tonn. Kóráhugafólk, athugið: Skemmtilegt og gefandi Kórstarf við Ytri-Njarð- víkurkirkju er eitt skemmti- legasta og mest gefandi áhugamál sem við kórfélag- ar höfum kynnst. Þess vegna viljum við segja ykkur frá því að félagsskapur þessi er mót- tækilegur fyrir nýju, hressu fólki sem vill slást með. Starf okkar er ekki krefjandi og bindandi, því ánægjan og gleðin vegur þyngra. Við syngjum jú við messur en þær eru bara 2 í mánuði. A sumardaginn fyrsta í vor á kirkjan okkar 10 ára vígslu- afmæli og af því tilefni lang- ar okkur að æfa og syngja svolítið viðameiri verkefni en venjulega og það er undir stærð kórsins komið, hve þau verkefni geta orðið glæsileg. Við æfum einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum kl. 20:30 og fáum okkur líka kaffísopa eða kók saman í hléi. Organistinn okkar er kominn aftur til starfa eftir barnsburðarleyfi, hress og kát og með fullt af nýju efni til æfinga. Það er venja hjá okkur að fara út saman einu sinni til tvisvar á vetri, svona til að hressa upp á mann- skapinn og fara þá t.d. á leik- sýningu eða söngleik og í mat á eftir. Einu sinni á ári bjóða sóknarnefndir Njarð- víkurkórum og fleirum til kvöldmatar og hafa menn skemmt sér hið besta við grín og glens það kvöldið. I ár verður þessi skemmtun 26. febrúar. Lesandi góður, ef þig lang- ar og ef þú þekkir einhvern annan sem vill koma með þér, þá erum við í kirkjunni til að taka vel á móti ykkur. P.S. í algjörum trúnaði: Við stefnum að því að fara í gott ferðalag í sumar og helst til útlanda, t.d. Vínarborgar. Kórfélagar Ytri-Njarðvík Tölvuskóli FS Námskeið í jan. og feb. 1989 Grunnnámskeið, 28.-29. janúar. Efni: Framhaldsnámskeið í DOS og fl. Gjald: 6.000,00 kr. Ritvinnsla, 2.-8. febrúar. Efni: Framhaldsnámskeið í Orðsnilld (Word Perfect). Gjald: 8.000,00 kr. Forritunarmálið Pascal, 11.-12. febrúar. Efni: Turbo Pascal, útgáfa 5.0. Gjald: 6.000,00 kr. Töflureiknir, 18.-19. febrúar. Efni: Grunnnámskeið í Multiplan. Gjald: 6.000,00 kr. Gagnagrunnur, 25.-26. febrúar. Efni: Grunnnámskeið í dBASE III+. Gjald: 6.000,00 kr. I Upplýsingar og innritun er í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, sími 13100. Ath. starfs- mannafélög greiða hluta af gjaldi fyrir fél- agsmenn sína. UTSALA Í.V^ Sandgerði Sími 37415 vprnmmmmm

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.