Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 19.01.1989, Blaðsíða 7
\>iKun Fimmtudagur 19. janúar 1989 jUUU Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 1989: Guðmunda Sigurðardóttir Guðmunda er 18 ára Keflvíkingur, fædd 2. nóvember 1970. Hún stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og að því loknu ætlar hún í sérstakt snyrtifræðinám í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Aðspurð um hvort hún stefni að því að setja upp snyrtistofu í framtíðinni segir hún það vel koma til greina, þó svo að hún sé ekki farin að hugsa svo langt. Ahuga- mál Guðmundu tengjast ferðamálum en hún stundar einnig líkamsrækt. Guðmunda sagði að þátttaka í svona keppni gæfi sér reynslu og jafnvel tækifæri og því hefði hún slegið til. Foreldrar Guðmundu eru Selma Jóhannsdóttir og Sig- urður Kr. Jónsson. Ljósm.: Ljósmyndastofa Suðurnesja Hárgreiðsla: Halla Harðardóttir Förðun: Snyrtivöruverslunin Gloria Ljósm.: Páll Ketilsson og Haukur Ingi Hauksson - BRIDS - Nú stendur yfir Meistara- mót Bridsfélags Suðurnesja í tvímenning og taka 19 pör þátt í mótinu. Staða efstu para eftir 9 umferðir er þessi: 1. Jóhannes Ellertsson - Logi Þormóðsson 122 2. Gunnar Guðbjörnsson - Skafti Þórisson 46 3. Gísli Isleifsson - Kjartan Ólason 33 4. Heimir Hjartarson - Hafsteinn Ögmundsson 30 5. Víðir Jónsson - Eyþór Bjömsson 25 Næstu umferðir verða spil- aðar mánudaginn 23. jan. 1989 og er spilað í golfskálanum í Leiru. Hefst spilamennskan stundvíslega kl. 20. Stjórnin VIÐ ERUM TIMANN.... Prentum á tölvupappír. Öll almenn prentþjónusta. Reynið viðskiptin. GRÁGÁS HF. Vallargötu 14 - 230 Keflavik /q/ Símar 11760, 14760 ____________________/o L Roð hf. leigir af Baldri Fyrirtækið Roð h.f. hefur tekið á leigu salthús og kæli- geymslu Baldurs h.f. við Hrannargötu í Keflavík, að því er fram kemur í Fiski- fréttum. Er leigutíminn eitt ár. Annasamt föstudagskvöld Mikill erill var hjá lög- reglunni í Keflavík á föstu- dagskvöld en þeim mun rólegra á laugardagskvöld. Aðeins tveir voru þó teknir um helgina grunaðir um meinta ölvun við akstur. LANGAR ÞIG AÐ BREYTA TIL? Tek að mér andlitsförðun fyrir dömur á 'öllum aldri. - Fyrir árshátíðina, þorrablótið eða brúðkaupið. Kem einnig í heimahús. Upplýsingar í Gloríu í síma 14409. - Siddý. GLODIA SNYRTIVÖRUVERSLUN HEIÐAR JONSSON - hinn eini sanni verður viðskiptavinum til aðstoðar við val á snyrtivörum á morgun, föstudag, eftir hádegi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.