Víkurfréttir - 26.01.1989, Blaðsíða 7
MlKUK
(UUU
Herbílar Pósts og Síma:
Til umsagnar í ráðuneytinu
Annar bílanna umræddu, númeralaus við lögreglustöðina í
Keflavík. Ljósm.: hbb.
Molagrein í síðasta blaði
um herfang það, sem Póstur
og sími hefur haft í þjónustu
sinni síðan um áramót, hef-
ur vakið mikla athygli og
fóru leikar svo að lögreglan
kyrrsetti umrædda bíla og
klippti af þeim númerin.
Við rannsókn lögreglunn-
ar hefur komið í ljós, aðsögn
Óskars Þórmundssonar, að
utanríkisráðuneyfið hafði
heimilað umrædda notkun
bílanna á nafni Pósts og
síma. Þessi vinnubrögð, svo
og umskráning bílanna á J-
númer, telur lögreglan hins
vegar óeðlileg og því hefur
málinu nú verið vísað til
dómsmálaráðuneytisins til
umsagnar.
Meðan beðið er eftir um-
sögn þess ráðuneytis eru bíl-
arnir kyrrsettir hjá lögregl-
unni.
Vegna ummæla Ríkismats sjávarafurða:
Jsum allan okkar fisk“
- segir Guðmundur Ólafsson, skipstjóri á Sigurði Þorleifssyni GK
Nokkurrar reiði gætir
meðal sjómanna á línu- og
netabátum vegna ummæla
Gísla Jóns Kristjánssonar
hjá Ríkismati sjávarafurða í
síðasta blaði. Þar sagði hann
að Ríkismatið ætti í erfiðleik-
um með að fá sjómenn á línu-
og netabátum til þess að ísa
aflann um borð og kæmi þar
af leiðandi mun lélegri afli á
land á Suðurnesjum en ann-
ars staðar á landinu.
Blaðið hafði samband við
Guðmund Ólafsson, skip-
stjóra á Sigurði Þorleifssyni,
og hafði hann þetta um mál-
ið að segja:
„Ég er alls ekki sáttur við
það sem Gísli Jón lætur frá
sér fara. Það er greinilegt að
maðurinn hefur ekki komið
á Suðurnesin undanfarin tvö
ár. Við höfum ísað allan okk-
ar afla í kör síðustu tvær ver-
tíðir og ísað allan fisk í skip-
inu síðustu 4-5 ár, eða frá því
að ísstöðin var sett upp hér á
hafnarbakkanum í Grinda-
vík.“
Sagði Guðmundur að
Gísli Jón hjá Ríkismati sjáv-
arafurða gæti leitað til Fisk-
markaðs Suðurnesja til þess
að fá sönnun fyrir þessu, því
þar hafi öllum afla verið
landað á síðustu vertíð.
Fimmtudagur 26. janúar 1989 7
„Sáum f ram á að
fæðingin yrði í
sjúkrabílnum"
- segir Matthías Guðmundsson,
sjúkraflutningsmaður úr Grindavík,
sem tók á móti barni í sjúkrabíl
á Reykjanesbraut
Fjórtán marka stúlkubarn
fæddist í sjúkraflutningabíl
frá Grindavík, er hann var
staddur ofan við Straums-
vík, á leið til Reykjavíkur.
Engin ljósmóðir var með í
ferðinni og þegar að því kom
að móðirin, Theódóra
Bragadóttir, skyldi fæða
barnið, kom það í hlut Matt-
híasar að taka á móti barn-
inu. Víkurfréttir höfðu sam-
band við Matthías, sem er
eini fastráðni sjúkraflutn-
ingsmaðurinn í Grindavík,
og báðu hann að lýsa atburð-
arásinni í stuttu máli.
„Það var seinnipart síð-
asta föstudags sem sjúkra-
bíllinn var kallaður að Tún-
götunni hér í Grindavík til
þess að flytja barnshafandi
konu á sjúkrahús í Reykja-
vík. Þegar við vorum lögð af
stað til Reykjavíkur, þá var
orðið mjög stutt á milli hríða
hjá konunni og sáum við
fram á það að við myndum
ekki ná til Reykjavíkur áður
en fæðingin myndi eiga sér
stað, þannigað barnið myndi
fæðast í bílnum. Við vorum
síðan stödd ofan við
Straumsvík þegar stúlku-
barnið kom í heiminn."
-Hvernig gekk fæðingin?
„Fæðingin gekk mjög vel
en þetta gerðist allt mjög
fljótt. Akstursskilyrði á
Reykjanesbraut voru hins
vegar mjög slæm vegna
hláku, þannig að það var
mikið vagg og velta inni í
sjúkrabílnum.“
-Að lokum. Er sjúkrabíll-
inn búinn til fæðinga?
„Sjúkrabíllinn er pláss-
mikill og í honum eru svo-
kallaðir fæðingapakkar. Það
er allt til alls, þannig að okk-
ur er ekkert að vanbúnaði,“
sagði Matthías Guðmunds-
son, sjúkraflutningsmaður
úr Grindavík, að endingu.
Þess má síðan geta hér að
barnsfaðirinn heitir Jón Þór
Dagbjartsson, og var liann
viðstaddur fæðinguna.
o ö roi
i HAFNARGÖTU 90
Ft tl KEFLAVfK