Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.01.1989, Side 12

Víkurfréttir - 26.01.1989, Side 12
\)IKUR Fimmtudagur 26. janúar 1989 Aðalfundur fig) Golfklúbbs / Suðurnesja verður haldinn í Golfskálanum, sunnudag- inn 5. febrúar kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin ÞORRABLOT Þingeyingafélagsins Hið árlega þorrablót Þingeyinga verður haldið í Stapa, laugardaginn 4. febrúar og hefst með borðhaldi stundvíslega kl. 19. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar sér um dinner- og dansmúsík. Gómsætur þorra- maturinn verður eitthvað kryddaður með andlegu fóðri. Miðasala fer fram í Stapa, fimmtudaginn 2. febrúar frá kl. 17 til 19. Upplýsingar veittar í símum 11619 og 12516 eftir kl. 19. Nefndin Konur Námskeiðið Stofnun og rekstur fyrir- tækja fyrir konur verður haldið dag- ana 3.-4. febrúar og 10.-11. febrúar í Keflavík. Þetta er 26 kennslustunda námskeið með vönduðum náms- gögnum. Meðal efnis: Stofnandi og stjórnun, gerð stofnáætlana, markaðsmál, fjármál, reikn- ingsskil og eignarform fyrirtækja. Staður: Hafnargata 90. Fyrri hluti: föstudaginn 03.02. kl. 18.00- 22.30 og laugardaginn 04.02. kl. 9.00-17.00. Seinni hluti: föstudaginn 10.02. og laugar- daginn 11.02. á sama tíma. Þátttaka tilkynnist til: Iðntæknistofnunar íslands í síma (91 )-687000 eða til Atvinnu- þróunarfélags Suðurnesja í síma 14027 fyrir núðvikudaginn. Iðntæknistofnun Islands Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hf. jútUv Um spásagnaranda Víkurfrétta 22.01.89. Hr. ritstjóri. Vegna fréttar á baksíðu Víkur- frétta í síðustu viku um 20 milljón kr. fjárveitingu sveitarfélaganna á Suðurnesjum tilSjúkrahússKefla- víkurlæknishéraðs til bygginga- framkvæmda vil ég biðja um að leiðréttur verði sá misskilningur sem þar cr og eftirfarandi birt: Fjárhagsnefnd SSS lagði til í samræmi við áður gerða skýrslu unr málefni aldraðra að kr. 20 milljónum verði varið úr sveitar- sjóðum á árinu 1989 til bygginga- framkvæmda í þeim málaflokki. Tillagan skiptist í 19,3 milljónir til D.S. og 0,7 milljónir til S.K. sem er framlag sveitarfélaganna á móti fjárveitingum ríkisins. Þar scm ríkisstjórn íslands hef- ur ekki enn heimilað framkvæmd- ir við D-álmu sjúkrahússins er því miður ekki um fjárveitingu úr sveitarsjóðum að ræða að þessu sinni til byggingaframkvæmda. Kllcrt Kiríksson Hinsvegar er það ósk allra Suður- nesjamanna að framkvæmdaleyfi D-álmu komi sem fyrst. Ekkert væri mér kærara en að Víkurfréttir gætu nú í sumar birt forsíðufrétt þess efnis að fyrsta skóflustungan að D-álmu hefði verið tekin og framkvæmdir hafnar. Einnig að sveitarfélögin á Suð- urnesjum legðu fram kr. 20 millj- ónirtil verksinsáárinu 1989. Von- andi er hér því um spásagnaranda Víkurfrétta að ræða í áðurnefndri frétt. Varðandi setu sömu manna í stjórn SSS og fjárhagsnefnd SSS er rétt að taka fram að á þeim fund- um stjórnar SSS, þar sem tillögur fjárhagsnefndar eru til afgreiðslu, mæta aðeins kjörnir sveitarstjörn- armenn og fjárhagsnefndarmenn víkja. Svo var einnig s.l. fimmtu- dag, enda eðlilegt að sömu menn fjalli ekki um eigin tillögur beggja megin við borðið, þótt svo þeir gætu setu sinnar vegna í stjórn SSS. Ekki legg ég blaðinu þennan misskilning til lasts, þar sem stjórnkerfið er ekki með þeim hætti að allir hafi það á reiðum höndum. Með virðingu og vinsemd, Ellert Eiríksson, formaður fjárhagsnefndar S.S.S. ATHUGASEMD Vegna ruglingslegra og rangra frétta í Víkurfréttum varðandi uppgjör á skuldum Sjúkrahúss Keflavíkur við fjármálaráðuneyt- ið, tel ég mér skylt að koma eftir- farandi staðreyndum á framfæri. Strax og núverandi stjórn S.K. tók við, tók hún til við að fá botn í Ijármál sjúkrahússins. Daggjaldanefnd sjúkrahúsa úr- skurðaði 1986 að sveitarfélögun- um bæri aðgreiða hlutaaf hallaár- anna 1985 og ’86, samtals að upp- hæð kr. 14,5 milljónir. Fjármála- og heilbrigðisráðu- neyti ásamt Ríkisendurskoðun settu vorið 1987 sameiginlega nefnd í málið. Sveitarstjórnar- menn komu þar ckki nærri, en form. stjórnar S.K. og þó aðallega framkvstj. stóðu í viðræðum við þessa nefnd. Seinnihluta sumars 1987 var lokið við að fá botn í stöðu fjár- mála S.K. Útkoman varð sú að S.K. skorti um kr. 56 milljónir til þess að endar næðu saman í rekstri áranna 1985 og ’86. Form. stjórnar og framkvstj. S.K. mótmæltu úrskurði Dag- gjaldanefndar frá 1986 og héldu stíft Iram að ríkið yrði að greiða allan rekstrarhallann. Nefndarmenn bcntu þá á að raunverulega skulduðu sveitarfél- ögin langt í sömu upphæð og Dag- gjaldanefnd væri að krefja, vegna framkvæmda við skurðstofu og kaupa á Mánagötu 9, sem skort hafi heimildir fyrir. Kostnaður vegna þessa væri í skuld og búinn að hlaða á sig vöxtum, sem hlytu að falla á sveitarfélögin. Nefndin féllst á að ríkið greiddi venjulegt hlutfall i þessum fram- kvæmdum og kaupum á verðlagi þess tima sem í þetta var ráðist, sem töldust, með endurbótum kr. 16,2 milljónir fyrir ríkissjóð. Nefndarmenn töldu sveitarfél- ögin þar með sleppa vel frá þess- um málum með þvi að greiða aðeins kr. 14.5 millj. af rekstrar- hallanum. í Ijós kom líka aðnokk- uð var um að kostnaður sem til- heyrði Heilsugæslunni hafði verið færður á Sjúkrahúsið. Við sluppum með að bað var að- eins leiðrétt eitt ár aftur i tímann. Það kostaði þó sveitarfélögin kr. 2,8 millj. Olafur Björnsson í des. ’87 fengust nefndar 14,5 milljónir gcgnum Ijármálaráðu- neytið, lánaðar vaxtalaust til loka sept. ’88. Sveitarfélögin áttu að nota þann tíma til að ganga frá skiptingu sin á milli og semja um greiðsluskil- mála. Það drógst að forsvarsmenn sveitarfélaganna gengu frá þessum málum, meðal annars vegna þess að þeir gcrðu sér vonir um að koma hluta af þessari upphæðsem eftir stóð á rikið. Helst fá henni skipt til helminga. Frestur þessi rann út í lok sept- ember ’88. Framkvstj. S.K. fékk fregnir um að ef ekki yrði búið að ganga frá þessum málum á til- skildum tima yrði skuldin dregin frá rekstrarfjárveitingu til S.K. Þetta létum við ganga til stjórnar S.S.S. Nefnd frá S.S.S. hafði átt einn fund með fulltrúum frá ráðuneyt- inu s.l. sumar, en síðan halði ekk- ert verið aðhafst. í okt. skipar S.S.S. nýja nefnd, sem gekk end- anlega frá málinu við ráðuneytin, með fyrirvara um saniþ. sveitar- stjórnanna, sem nú munu allar búnar að staðfesta það samkomu- lagið. Frá upphafi var vilvrði fyrir að ríkið greiddi allan halla áranna 1987 og ’88. Enda viðurkennt að reksturinn hafði batnað verulega frá lýrri árum. Það sem nýtt er i endanlegu samkomulagi er að S.K. fær nú strax samþykki fyrir fjórum nýj- um stöðugildum, sem beðið hafði verið um að fengjust á tveimur ár- um. Það kemur sér mjög vel því stöður við S.K. hafa verið umfram heimildir. Einnig var nú samið um að stjórn og framkvstj. S.K. skuli bera ábyrgð á að reksturskostnað- ur fari ekki fram úr því sem veitt er á fjárlögum. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort S.S.S. setur stjórnum annara stofnana sinna sömu kosti í þessum efnum. Stjórn S.K. hefir loksins náð samkomulagi við heilbrigðisráðu- neytið um hvernig rekstri S.K. skuli haga um næstu framtíð. Tals- verð óvissa er um hver kostnaður verður endanlega og vel gæti svo farið að enn verði að herða að, þótt mörgum þyki þegar nóg að gert. Stjórn S.K. hefir samþ. að gera sitt besta til þess að standa við það samkomulag sem búið er að gera og treystir á stuðning sveitar- stjórnanna við erfiðar ákvarðanir sem óhjákvæmilega verður að taka. Rugl Víkurfrétta um fjárveit- ingu til D-álmunnar læt égöðrum eftir að leiðrétta. Itreka aðeins að enn hefir heilbrigðisráðuneytið ekki gert neina tillögu um fjárveit- ingu til þeirra framkvæmda. Olafur Björnsson, stjórnarform. S.K. Ö, þessi pólitík Það fer ekkert á milli mála að menn eru farnir að spá í næstu kosn- ingar, a.m.k. Ólafur Björnsson, sem telur misskilning vera rugl, svo og aðrar skoðanir en hans eigin. Rétt er að geta þess að frásögnin á baksíðu síðasta tölublaðs var röng vcgna mannlegra mistaka hér á blaðinu. Þvi var sjúkrahúsinu ætluð fjárveiting sem öldrunarmál áttu. Aðrir þættir er fram komu í um- ræddri frétt stendur blaðið við. Emil Páll Jónsson.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.