Víkurfréttir - 26.01.1989, Blaðsíða 13
Mimn
juiUt
Fimmtudagur 26. janúar 1989 13
Þjónustuútboð
Flugleiða:
Átta
tilboð
bárust
Alls bárust átta tilboð í
þjónustuútboð Flugleiða h.f.
á Keflavíkurflugvelli, en þau
voru opnuð á föstudag. Til-
boð þessi eru frá eftirtöldum
aðilum:
Leifur h.f., Reykjavík,
640.498.940 kr.; Handtak
h.f., Keflavík, 652.166.070
kr.; Lárus Einarsson, Mos-
fellsbæ, 577.077.260 kr.;Ský
h.f., Njarðvík, L698.922.03Ö
kr.; Securitas h.f., Reykja-
vík, kr. 595.817.684; Skuld
h.f., Reykjavík, 658.022.166
kr.; Reynir Olsen, Garðabæ,
kr. 784.363.768 og Hilmar
Sölvason og Sigurbjörn
Björnsson kr. 630.015.230.
Að baki fyrirtækisins
Handtaks h.f. eru Hermann
Ragnarsson, Jón Norðfjörð
o.fl. en Ský h.f. er Jósep Val-
geirsson o.fl. Samkvæmt
þessu buðu þrír hópar Suð-
urnesjamanna í verkið. Þar
af eru tveir sem hugsanlega
gætu lent í þeim hópi sem
valið verður úr.
Um 9 milljónir til öldrunarmála:
„Meiri háttar
barnaskapur'
- segir Karl Steinar Guðnason
um hlut annarra í því máli
Víkurfréttir birtu á sínum
tíma frétt þess efnis að Karl
Steinar Guðnason alþingis-
maður hefði hugleitt að hætta
stuðningi við ríkisstjórnina
fengist ekki fé í D-álmuna.
Vakti frétt þessi feiknaathygli
en hvað svo? Karl Steinar
fylgdi ríkisstjórninni við af-
greiðslu frumvarpa fyrir jólin.
Þá hefur heyrst að þær 9
milljónir sem í fjárlögum eru
sagðar „til öldrunarþjónustu á
Suðurnesjum“ megi rekja til
þessa atfylgis Karls Steinars.
Sumir telja þó að rekja megi
þessa fjárveitingu til skýrslu
um öldrunarmál á Suðurnesj-
um sem lögð var fram af fjár-
hagsnefnd SSS.
En hvað segir Karl Steinar
um málið? Er þetta til komið
vegna þrýstings frá honum og
hefur hann samþykkt, eftir ít-
arlegar viðræður við heilbrigð-
Karl Steinar (.uðnason
is- og fjármálaráðherra, að
upphæðin skyldi ekki sérstak-
lega merkt D-álmunni til að
auðvelda framgang málsins í
fjárveitinganefnd?
„Jú, þetta er rétt. Hinsvegar
er mér nákvæmlega sama hver
þakkar sér þessa fjárveitingu.
Eg hefi orðið var við að aðrir
gera það.
Auðvita er það meiriháttar
barnaskapur að ætla, að á
sama tíma og alls staðar er
skorið niður, þá þurfi bara
góðlátlega heimsókn embætt-
ismanna í ráðuneytin til að
framkalla fjárveitingu. Það
væri nýtt ef svo væri og þeim
þætti það frétt í fjárveitinga-
nefnd. Það væri líka frétt fyrir
heilbrigðisráðherra og fjár-
málaráðherra, sem ég þurfti að
eiga við varðandi þetta mál.
Annars er þaðaðalatriðið að
menn standi saman um þau
nauðsynjamál sem heilbrigðis-
þjónustan er. I þeim hremm-
ingum sem áttu sér stað við
gerð fjárlaga komst ég svo
vissulega að því að það er mik-
il andstaða í ráðuneyti og víð-
ar í kerfinu við byggingu D-
álmu við sjúkrahúsið. Þeim að-
ilum er það mjög ljúft að menn
deili hér syðra um þessi mál og
nýta sér það óspart til að koma
í veg fyrir fjárveitingar til Suð-
urnesja."
Innbrot
Nýja Bíó
Aðfaranótt sunnudagsins
var brotist inn í Nýja bíó og
stolið þaðan sælgæti að verð-
mæti um tuttugu þúsund
krónur. Eins og áður var far-
ið inn í bíóið að neðanverðu í
gegnum Bergás, sem áður
var. Er málið nú í lögreglu-
rannsókn og því óupplýst.
Afmæli
Þessi vinnuglaðastúlka hófí
gær inngöngu á síðasta árið í
sína fjóra áratugi. Tekur hún
því á móti gjöfum og kveðjum
á sínu öðru heimili að Vallar-
götu 15, í dag.
Karlrembudeildin
Veislueldhús Flugleiða, flugstöð
Sértilboð fyrir ferminguna
VEISLUMATUR
Á VÆGU VERÐI
•KALTBORÐ
• HEITUR MATUR
• POTTRÉTTIR
• SJÁVARRÉTTIR
• BRAUÐTERTUR
• SNITTUR
• KOKTEILPINNAR
KALT BORÐ
• GRAFLAX
• FISKIHLAUP
• 2 TEG. SÍLD
• SVÍNAHAM-
BORGARSTEIK
• ROAST BEEF
• LAMBAMEDALÍUR
ALLT ÞETTA
FYRIR AÐEINS:
• KJÖTPINNAR
-barbique
• GRÆNT SALAT
• KARTÖFLUSALAT
• BRAUÐ OG SMJÖR
• 2 TEG. KALDAR
SÓSUR
• HEIT SÓSA
1300 kr.
pr.
mann
LANUM LEIRTAU EF VEISLAN ER KEYPT HJA OKKUR
12 manna
brauðtertur
Aðeins kr.
1900
pantið tímanlega
í SÍMA 50246 - 50235
KAFFISNITTUR fyrir ferm-
inguna - Aðeins kr. 52.
Flugleiðir hf.