Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.01.1989, Side 17

Víkurfréttir - 26.01.1989, Side 17
 Fimmtudagur 26. janúar 1989 17 Hafnar- gata 43 flutt á brott Karl Herbcrtsson, Hörga- túni 26, Garðabæ, hefurósk- að eftir því við bæjarsjóð Keflavíkur að fá húseignina Hafnargötu 43 til flutnings. Hefur bæjarráð Keflavíkur samþykkt erindið með því skilyrði að flutningurinn verði á ábyrgð Karls og án kostnaðar fyrir bæjarsjóð. Húsvarðar- skipti í Fjölbraut Ráðinn hefur verið hús- vörður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í stað Maríusar Sigurjónssonar sem látið hefur af störfum af heilsu- farsástæðum. Bárust alls þrjár umsóknir um stöðuna, þ.e. frá Sigurði Steinssyni, bifvélavirkja, Kjartani Finn- bogasyni, lögregluvarð- stjóra, og Guðjóni Jóhanns- syni, skipstjóra. Samþykkti skólanefnd að ráða Sigurð en tók jafnframt fram að allir umsækjendurn- ir væru mjög hæfir í umrætt starf. Gnúpur GK 11 Hinn nýi togari Þorbjörns h.f. hefur nú fengið nafnið Gnúpur GK 11. Sést hann hér í Njarðvíkurhöfn skömmu fyrir síðustu helgi. Ljósm.: epj. Trimform - kynning á Suðurnesjum: Leið að bættri heilsu Komið er á markaðinn danskt tæki sem er smækkuð mynd af tækjum þeim, sem skilað hafa miklum árangri í heilsugæslu- stöðvum, umönnunarstofnunum og sjúkrahúsum. Eins og flestir hafa séð og heyrt, þá eru þeir mjög margir sem eiga í erfiðleikum vegna margvíslegra kvilla í stoð- og hreyfikerfi. Nægirþaraðbenda á nýjustu kannanir vinnueftirlits- ins. Trimform-tækið, sem kynnt verður, er sérstaklega ætlað til heimilisnota. Því erætlaðaðvinna bug á verkjum í hálsi og herðum, vöðvabólguverkjum, bakverkjum í efra og neðra baki. Ennfremur má segja aðþarnasé komin ný von fyrir gigtarsjúkl- inga, fólk með bjúg og lélegt blóð- streymi. I dag hafa 46 heimili á Islandi tekið Trimform í sína þjónustu og utan eins tilfellis, þá eru allir í sjö- unda himni með árangur Trim- form-tækisins. Þetta fólk talar um það að það hafi losnað við verkina og pilluátið. Mjög mikilvægt eraðfylgja leið- beiningunum vel, sem allar eru á íslensku og hannaðar afdönskum læknum og sjúkraþjáll'urum eftir fjögurra ára rannsóknarstarf t dönskum endurhæfingarstöðvum. Það er von mín að undirtektir verði jafn góðar hér á Suðurnesj- um sem ogannarsstaðará landinu og að þeir, sem eru þjáðir af fyrr- greindum kvillum, verði með á kynningarkvöldunum," sagði Magnús Jónatansson, innflytjandi Trimform, að lokum. Annars staðar í blaðinu birtist auglýsing varðandi kynningu þessa. Keflavík: Þokkalegur afli „Það hefur gengið þokka- lega hjá bátunum eftir ára- mótin en það sem af er hefur tíðarfarið verið nokkuð erf- itt. Freyja var langhæst línu- báta í síðustu viku, með 24 tonn. Annars hafa bátarnir verið að fá þetta tíu til ellefu tonn með tvær setningar, en netabátarnir þetta ellefu og upp í sautján tonn,“ sagði starfsmaður á hafnarvigtinni í Keflavík í samtali við blað- jð.________________ Dregið í happ- drætti Blindra- vinafélagsins Dregið hefur verið í hapji- drætti Blindravinafélags í,s- lands og komu eftirfarandi vinningsnúmer upp: Mynd- band á miða nr. 16991 og myndavélar á miða nr. 3855, 19770, 23325, 19970, 13183, 5121 og 2823. Dánardægur misritaðist Þau leiðu mistök urðu í undirfyrirsögn minningar- greinar í síðasta tölublaði að sagt var að Alda Kristín Jó- hannsdóttir hefði látist 9. janúar 1989. En eins og fram kom í minningargreininni sjálfri lést hún 4. janúar. Biðjumst við velvirðingar á mistökum þessum. Tilboðsverð á plöntum LEA 490 kr. Hreiðurburkni 300 kr. Sverðburkni 320 kr. Mikið úrval af plöntum á góðu verði. Ath. Opið í hádeginu. Blómastofa Guðrúnar Hafnargötu 36 Sími 11350 Skipasmíðastöð Njarðvíkur óskar að ráða vélvirkja til starfa. Upplýsingar í síma 14088. Skipastóll Suðurnesja: TELUR 136 SKIP í dag er heildarfjöldi skipa á Suðurnesjum 136. Þar af eru 133 fiskiskip. Að auki eráSuð- urnesjum stór floti opinna skipa en ofangreindar tölur miðast við þilfarsskip. Þau þrjú skip sem ekki eru fiskveiðiskip eru olíuskipið Stapafell, sem er með heima- höfn í Keflavík, hafnsögubát- urinn Villi í Grindavik og þjónustubátur við fiskeldi er nefnist Tumi II. Samkvæmt íslensku sjó- mannaalmanaki 1989vorusex Suðurnesjaskip tekin af skrá á síðasta ári, samtals 685 tonn. Tvö þeirra, Skúmur GK 22 og Stafnes KE 130, voru seld úr landi upp í kaup á öðrum, eitt strandaði, tvö fórust og einu var fargað. í staðinn voru 13 ný skip skráð til Suðurnesja, alls 1600 tonn. Þau fimm sem stærst eru í þeim hópi eru Jöf- ur KE 17, 254 tonn, Skúmur GK 22, 242 tonn, og Stafnes KE 130, 176 tonn. Þá er eitt skip á skrá hér syðra sem ekki var gert út á síðasta ári. Það er 10 tonna stálbátur í Grindavík er ber nafnið Drífa GK 83. Stærsta skipið á Suðurnesj- um er Stapafellið, 1432 tonn, en fimm stærstu fiskiskipin eru þessi: Grindvíkingur GK 606, 577 tonn, Aðalvík KE 95 (nýja), 560 tonn, Olafur Jóns- son GK 404, 488 tonn, Sjávar- borg GK 60, 452 tonn og hinn nýi GnúpurGK 11,436 tonn. Iðnaðarhúsnæði til sölu 250 ferm. iðnaðarhúsnæði til sölu að Iðavöllum, Keflavík. Góð kjör. 167 ferm. iðnaðarhúsnæði til sölu í Njarðvík. Verð kr. 4.300.000. Útborgun 1.300.000. Eftirstöðvar til 4ra ára. Steinsmíði hf. - Sími 12500-11753

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.