Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.1989, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 02.02.1989, Qupperneq 14
- segja þeir Kjartan og Pétur í Gleraugna- versluninni, sem stóðu að heimsókn bestu snókerspilara í heimi Suðurnesjamótið í ríkissjónvarpið I>eir félagar í gleraugnabúð- inni eru ekki vanir að fara troðnar slóðir. Þeir ákváðu að „Áhuginn á billiardi kvikn- aði þegar við fórum að fylgjast með íþróttinni í sjónvarpi. Við höfðum heyrt gott orð af Knatt- borðsstofu Suðurnesja og ákváðum einn góðan veðurdag haustið 1987 að líta þar við í há- deginu. Það varð ekki aftur snú- ið, við hcilluðumst algcrlega af billiardinu og frá þcssum tíma hefur íþróttin átt hug okkar all- an“ sagði Kjartan Kristjánsson, sem ásamt Pétri Christiansen rekur Gleraugnaverslun Kefla- víkur. Viðburðaríkur vetur Strákarnir í gleraugnabúð- inni, sem liingað til Itafa verið þekktir fyrir liðlegheit í gler- augnabissnessnum, hafa á þessu rúma ári þeirra í snók- ernum fengið lykla að Knatt- borðsstofunni, haldið Suður- nesjamót með „stæl“, sem sýnt var í ríkissjónvarpinu og há- punkturinn var auðvitað um- sjón og skipulagning heim- sóknar heimsmeistarans og þriðja besta snókerleikara í heiminum til íslands fyrir hálf- um mánuði síðan. „Þaðervíst óhætt að segja að þetta sé bú- inn að vera viðburðaríkur tími. Við höfum spilað nánast í hverju hádegi frá því við fór- um fyrst inn á knattborðs- stofu. Börkur Birgisson Itefur verið mjög liðlegur við okkur og t.a.m. látiðokkur fá lykil að stofunni svo við getum spilað þegar við viljum, en á sumrin er lokað yfir miðjan dag. Nú, það leið ekki á löngu jjar til maður ákvað að kaupa sitt eig- ið 12 feta borð til að hafa heirna" segir Kjartan. Met á nýja borðinu Nýja borðið hans Kjartans var ekki orðið hálfs mánaðar gamalt þegar hann fékk hinn „Ertu til í að taka í hcndina á mér?“ gæti Kjartan verið að segja við Davis eftir einvígið. 30 mín. urðu að 3 tímum enska Stephen Hendry, sem er af mörgum talinn líklegasti næsti heimsmeistari, og núm- er tvö á afrekalistanum, í heimsókn til að prufukeyra nýja borðið. Hendry lék við Börk Birgis og leyfði Keflvík- ingnum að ,,breika“ en síðan „hreinsaði" sá enski allar kúl- urnar og náði 141 stigi sem er það mesta sem hefur veriðgert hérá landi. Hendry kom til Is- lands í 2ja daga heimsókn og lék við íslenska spilara. En hvernig tókst svo einvíg- ið og hefur þetta ekki vakið upp enn meiri áhuga á íþrótt- inni? „Einvígið tókst frábær- lega vel. Þeir léku á alls oddi, meistararnir, sýndu sínar bestu hliðar og svo fór heims- meistarinn á kostum í auka- sýningu eftir einvígið. Við- brögð sjónvarpsins voru líka skemmtileg. Upphaflega átti að sýna í 30 mínútur en að þeim loknum var hringt í út- varpsstjóra á meðan á einvíg- inu stóð og spurt hvort halda mætti áfram. Hann hélt það nú, enda sat hann spenntur heima fyrir framan skjáinn og fylgdist með frábærum leik. Hvað varðar viðbrögð eftir einvígið er það að segja að þetta hefur virkað eins og sprengja. Það vakti ekki að- eins gífurlega athygli, heldur og hleypti miklu lífi í íþrótt- ina. Eftir einvígið hefur að- sókn að snókerstofum snar- aukist, meðal annars hér á Knattborðsstofu Suðurnesja. Það er mjög jákvætt. Næsta verkefni okkar hvað snóker viðkemur er að gera Suður- nesjamótið enn veglegra en síðast." Þannig að þið eruð ekkert á leiðinni að afhenda Berki lykl- ana að stofunni? „Nei, það er víst engin hætta á því. Gamanið er rétt að byrja..." Kjartan Kristjánsson bíður nteð meisturunum Foulds (t.v.) og Davis, á Hótel íslandi. Á milli þeirra má sjá Guðbjart Jónsson, formann Billiardsambandsins. Stephen Hendry er Itér í lciknum þar sem hann náði 141 stigi heinta hjá Kjartani. Pétur, annar frá hægri ásamt fleiri gestum, fylgist grannt með gangi mála. ingaverðlaun, var að í fyrsta skipti ætlaði ríkissjónvarpið að sýna frá snókerleik hérá landi. Sextíu spilarar háðu harða baráttu sem endaði með sigri núverandi Islandsmeistara, sem náði 107 stigum í stuði í úrslitaleiknum og það fyrir framan sjónvarpsvélarnar. ísinn brotinn Skipulagning og fram- kvæmd Suðurnesjamótsins þótti takast svo vel að þegar Óskar Kristjánsson í Billiard- búðinni fékk umboð fyrir ein- vígi Steve Davis og Neal Foulds hafði hann samband við þá félaga í gleraugnabúð- inni og óskaði eftir því að þeir tækju með sér „verkefnið". „Þó þetta hafi verið stutt heimsókn þessara meistara er ekki þar með sagt að það sé lít- ið mál að undirbúa svona ein- vígi, þar sem miklar peninga- fúlgur eru í veði. Svona karlar koma ekki fyrir neina smápen- inga og því þurfti að huga vel að fjármögnun. Við fengum best úr garði. Og eins, og ekki síður fyrir þetta einvígi á Hót- el Islandi, var lögð áhersla á að hafa allt „prófessjónalt". Það var haft samband við BBC og upptökur skoðaðar. Við höfð- um einnig áhyggjur af áhorf- endum, þar sem hljóð verður að vera á meðan á leik stend- ur. Það kom svo á daginn að sá ótti var ástæðulaus og Davis og Foulds sögðu eftir einvígið að áhorfendur hefðu verið frá- bærir.“ Skemmtileg heimsókn Kjartan segir að í heimsókn meistaranna hafi þeir orðið mest hissa þegar þeir litu við á Knattborðsstofu Suðurnesja en það var eina stofan sem þeir heimsóttu í ferðinni. „Þegar þeir lentu var leiðindaveður, slydda og kalt, en þegar þeir stigu inn fyrir dyr á knatt- borðsstofunni beið þeirra fjöldi fólks sem langaði að berja kappana augum og það þótti þeim skrítið, á miðjum halda veglegt snókermót sem yrði opið öllum bestu spilur- um landsins og yrði nefnt „Suðurnesjamótið í snóker“. Rúsínan í pylsuendanum, þeg- ar ekki er talað um vegleg pen- Flugleiði í lið með okkur og síðast en ekki síst ríkissjón- varpið, sem sýndi það þegar Suðurnesjamótið var tekið upp, að menn vildu leggja allt í sölurnar til að gera þetta sem vinnudegi. Þeir voru myndað- ir í gríð og erg af blaðamönn- um og gestum og loks afhentar íslenskar lopapeysur. Davis sagði við mig á eftir að það væri ekki nema í stórmótum úti sem það væri snúist í kring- um þá, eins og þarna var gert. En þetta var mjög skemmti- legt fyrir okkar fólk hér á Suð- urnesjum að fá kappana, þó ekki væri nema að líta inn, og ekki síst fyrir Börk, eiganda stofunnar. Þeir voru líka lang duglegastir á knattborðsstof- unni aðselja miða á einvígiðog seldu yfir 100 miða af 5-600.“ Viðtal: pket. 14 Fimmtudagur 2. febrúar 1989 „Snókerinn á hug okk- ar allan“ mun juíUt

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.