Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.1989, Side 2

Víkurfréttir - 23.02.1989, Side 2
2 Fimmtudagur 23. febrúar 1989 Hársnyrting fyrir dömur og herra Hárgreiöslustofan Vatnsnestorgi ■ Tímapantanir í síma 14848 Skrifstofuhúsnæði til leigu Skrifstofuhúsnæði til leigu við Tjarnargötu með aðgangi að fundarsal. Upplýsingar gef- ur Karl Hólm í síma 13112 eftir kl. 19:00. Hafnabúar og ann- að Suðurnesjafólk íbúðahúsið að Djúpavogi 12 í Höfnum, sem er fyrsta íbúð af sjö sem heimild Hús- næðisstofnunar ríkisins er fyrir að byggja í Höfnum 1988-89 skv. lögum um félagsleg- ar íbúðir, verður af verktaka afhent hrepps- nefnd Hafnahrepps, laugardaginn 25. febrúar kl. 17. í tilefni þess verður húsið til sýnis öllum Hafnabúum svo og öðrum er kynnu að hafa áhuga fyrir því að kynna sér slíkar íbúðir, sama dag kl. 17-19. Sveitarstjóri Hafnahrepps •lón Kr. Olsi'ii í hinni Ijölbreyttu aöstöðu Vólstjórafélags Suöurnesja aðTjarnargötu 2 i Keflavík. Ljósm.thbb. Vélstjórafélag Suðurnesja: „Félagsmenn ánægðir með húsnæðið” Vélstjórafélag Suðurnesja flutti um síðustu mánaðamót starfsemi sína frá Hafnar- götu 37 í Keflavík upp á 3ju hæð Bústoðarhússins að Tjarnargötu 2. „Fyrra pláss dugði okkur ekki, þannigaðvið tókum þá ákvörðun að flytja okkur um set, hingað rtð Tjarnargötu 2 Mun þett'a ltúsnæði fullnægja okkar þörfum oger nægilega stórt til þess að halda al- menna félagsfundi og önnur aðstaða er betri en sú er við höfðum fyrir,“ sagði Jón Kr. Olsen er blaðamaður innti hann fregna af því hvers vegna félagið hefði ráðist í það að skipta um húsnæði. -Hvernig er félagsstarfið í vélstjórafélaginu þessa dag- ana? „Vegna aðgerða stjórn- valda þá hefur félagsstarf allt í stéttarfélögunum verið minna, þar sem fyrri ríkis- stjórn setti lög á verkalýðs- hreyfinguna, þar sem kjara- samningar og launahækkan- ir voru bannaðar með lög- um. Nú hefur lögunum verið aflétt og eins og fram hefur komið þá eru stóru samtökin að undirbúa launa- og kjara- málabaráttuna.“ -Að lokum. Hvernig hafa félagsmenn tekiðflutningun- um? „Þeir félagsmenn sem hingað hafa komið eru mjög ánægðir með húsnæðið og öruggt má telja að félags- starfið muni aukast til muna með tilkomu aukins húsrým- is,“ sagði Jón Kr. Olsen að endingu. Þess má geta að skrifstofa Vélstjórafélags Suðurnesja er opin frá kl. 16:00 til 18:00 alla virka daga. ----70/ t VIÐ ERUM t í TAKT VIÐ § TÍMANN.... °7 Prentum á tölvupappír. / Öll almenn prentþjónusta. Reynið viðskiptin. 'o, Þið sem viljið hætta að reykja Fyrirhugað er að halda reykingavarnanámskeið á vegum Heilsugæslustöðvar Suðurnesja ef næg þátttaka næst. Námskeiðið verður svipað að uppbyggingu og þau sem haldin hafa verið á Lungnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri alla daga frá kl. 9-12 í síma 14000. HEILSUGÆSLUSTÖÐ SUÐURNESJA Keflavíkurflugvöllur í alfaraleið: Gefur það mögu- leika til atvinnu- uppbyggingar? Ráðstefna á Flug Hóteli á laugardag Hugmyndin um fríiðnaðar- svæði cr ekki ný á Suðurnesjum en með beinum flugsamgöngum til Asíulanda hafa e.t.v. skap- ast enn nýir möguleikar. Einnig eru fyrirsjáanlegar miklar breytingar á alþjóðaviðskiptum með tilkomu Evrópubandalags- ins. Næstkomandi laugardag munu Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og Samband sveit- arfélaga á Suðurnesjum efna til ráðstefnu sem beryfirskrift- ina „Keflavíkurflugvöllur í al- þjóðaleið - gefur það mögu- leika til atvinnubyggingar?" Verður ráðstefnan haldin á Flug Hóteli og hefst kl. 13:30. Þátttakendur í ráðstefnunni verða m.a. Jón Baldvin Hann- ibalsson, utanríkisráðherra, Björn Ólafsson, hagfræðingur Byggðastofnun, Björn Theó- dórsson, framkv.stj. markaðs- sviðs Flugleiða, Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri Keflavíkur, Hallgrímur Jón- asson, stjórnarmaður í Flug- fax hf., Jóhann Einvarðsson, alþingismaður, Karl Steinar Guðnason, alþingismaður, Magnús Magnússon, sölustj. S.H., Ólafur Davíðsson, fram- kv.stj. Félags ísl. iðnrekenda, Ingjaldur Hannibalsson, framkv.stj. Útflutningsráðs og fulltrúi frá Samson transport DK. Ráðstefnustjóri verður Jón E. Unndórsson en Guðjón Guðmundsson, framkvæmda- stjóri S.S.S., mun ávarpa ráð- stefnugesti í upphafi hennar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.