Víkurfréttir - 23.02.1989, Side 8
MUR
8 Fimmtudagur 23. febrúar 1989
| (UUU
molar
Grín - Gagnrýni - Vangaveltur
Umsjón: Emil Páll
Heimamenn sitja ekki
við sama borð
Þegar fram fara útboð
sveitarfélaga á Suðurnesjum
virðist oft gleymast mikil-
vægt atriði, en það er að verð-
hugmyndir heimamanna
mega oft vera töluvert fyrir
ofan lægsta verð, en eru þó
besti kosturinn. Því af því til-
boðsverði sem heimamenn
setja fram kemur stór hluti
til baka í formi aðstöðu-
gjalda og útsvara, en verð ut-
anbæjarmanna fer allt burt.
Þessi þáttur vill því miður
alltof oft gleymast. Því sitja
heimamenn alls ekki allir við
sama borð og sveitarfélögin
stuðla þarna ekki að því að
halda atvinnunni heima
fyrir.
Mikill áhugi
fyrir strandinu
Sjaldan hefur sést annar
eins áhugi fyrir nokkrum at-
burði í Keflavík eins og
strandi Eyrúnar ÁR á dög-
unum. Alveg frá því að bát-
urinn hóf að reka áleiðis upp
í fjöru og þar til hann var
kominn upp í sleða dráttar-
brautarinnar eftir björgun-
ina fylgdist mikill fjöldi fólks
með atburðinum. Segja fróð-
ir menn að bæði íþrótta-
hreyfingin og Sjómanna-
dagsráð megi vera öfund-
sjúk yfir þeim fjölda sem
mætti þarna til leiks.
Var strandið
„praktískt“?
„Er praktískt að stranda
við slippinn?" sagði Loki
þeirra DV-manna um strand
Eyrúnar. Kannski eru þessi
orð ekki svo fjarstæðukennd
þegar á allt er litið. Þó ná-
lægðin við slippinn hafi
kannski ekki breytt miklu,
má segja að strandið hafi
breytt einhverju fyrir slipp-
inn. Því er báturinn var sjó-
settur sáu menn þar fram á
einhvern samdrátt í verkefn-
um sem breyttist örlítið við
strandið. Að þessu leyti
hlýtur strandið að teljast
praktískt.
Hvenær verður her-
inn stoppaður af?
Er herinn á Keflavíkur-
flugvelli ekki farinn aðganga
of langt, þegar ltann er far-
inn að senda hópa í tveimur
herrútum upp í Bláfjöll eins
og átti sér stað á laugardag?
Með þessu háttalagi er her-
inn að fara inn á brautir inn-
lendra aðila að margra dómi.
Hlýtur því að koma von
bráðar upp sú staða að hern-
um verði greint frá því að nú
sé nóg komið af yfirgangi
þeirra.
Ráðsmennska
hersins
Hvað ætla stjórnvöld
þessa lands lengi að þráast
við að setja hernum á Kefla-
víkurflugvelli þær reglur að
þeir versli alla þá þjónustu
sem hægt er af innlendum
aðilum? Ekki bara smávegis
kjöt, brauð og mjólk, heldur
líka allt hitt. Menn verða að
fara að hætta þessum undir-
lægjuhætti við herinn, annað
gengur ekki.
Búið að tvístra
bakaríinu
Þá er með öllu útséð að
bakarí rísi aftur upp úr
þrotabúi Ragnarsbakarís,
því nú er búið að tvístra eign-
unum í allar áttir. Hefur Sig-
urjónsbakarí yfirtekið sölu-
búðirnar í Samkaupi og á
vellinum en Myllan þá á
Hringbrautinni. Þá er nán-
ast búið að selja allt seljan-
legt úr tækjabúnaðinum og
herma sögur að þar hafi í
sumum tilfellum verið frek-
ar um gjöf en sölu að ræða.
Munu því margir kröfuhafar
í búið sitja eftir með sárt enn-
ið, þó öðrum s.s. Keflavíkur-
bæ hafi tekist að fá upp í sín-
ar kröfur.
Þriðji hver
með Agli SL
Sandgerðingar þykja
ferðaglaðir mjög, eins og
flestir Suðurnesjamenn. Þeir
Sandgerðingar eiga líka sinn
Kidda Dan, sem er Egill
nokkur Olafsson. Hann hef-
ur á undanförnum þremur
árum selt yfir þúsund Sand-
gerðingum ferðir til útlanda
sem lætur nærri að sé um 70-
80% íbúa. Að meðaltali hef-
ur hann selt þriðja hverjum
Sandgerðing ferð á ári á
undanförnum árum. Það er
því óhætt að segja að Sam-
vinnuferðir-Landsýn sé
heppið að hafa svona dug-
lega umboðsmenn sem þeir
Kiddi Dan og Egill sannar-
lega eru...
Vanvirða við
skólanefnd
Skólameistari Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja hefur að
undanförnu verið óhress
með fjárveitingar sveitarfél-
aganna á Suðurnesjum til
skólans. Vegna þessa hefur
hann nýlega sent stjórn SSS
mikið skammarbréf, þar sem
hann segir m.a.: „Afgreiðsla
af þessum toga er vanvirða
við störf skólanefndar og
spyrja má hvort fjárhags-
nefnd og stjórn SSS hyggst
með þessu fordæmi sínu
leggja niður skólanefnd og
yfirtaka störf hennar að öllu
leyti og jafnvel segja skóla-
meistara enn frekar fyrir
verkum.“
Hvað er Njarðvík
og hvað Keflavík?
Það er furðulegt hvað bæj-
arstjórnir Njarðvíkur og
Keflavíkur standa oft í þrefi
um ýmis framfaramál. Þessi
byggðarlög eru í huga alls
þorra almennings eitt og hið
sama. Fólkið sækir vinnu á
víxl milli þeirra, Keflvíking-
ar versla í Njarðvík og Njarð-
víkingar í Keflavík. Hitaveit-
an og Gjaldheimtan eru
kornin í Njarðvík og enginn
Keflvíkingur kvartar yfir
því. Bæði byggðarlögin eru
að fara út í sameiginlegan
rekstur hafnanna og vatns-
veitunnar. En þegar kemur
að sundinu er annað uppi á
teningnum. Þá vill Njarðvík-
urbæjarstjórnin ekki að
Njarðvíkingar syndi í Kefla-
vík, þó þeir geri það samt og
öfugt með Kefivíkinga. Það
skrítna við þetta er neitun
Njarðvíkinga um þátttöku í
sundmiðstöðinni kemur upp
á sama tíma og nánast ein-
göngu Keflvíkingar halda
uppi merki Njarðvíkinga í
sundi.
UTsm
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ
GERA GÓÐ KAUP, ÞVÍ NÆSTU
7 DAGA ER ÚTSALA HJÁ
OKKUR Á ÚLPUM OG ÖÐRUM
SPORTFATNAÐIFRÁ
BIZERTA SPORT
30-50% afsláttur.
ÁLAFOSSbúóin
Iðavöllum 14b
Keflavík
Orðhvatur:
Ég er fegurðardrottning
og brosi gegnum ...
Hann nálgast óðum fegurð-
ardagurinn mikli fjórði mars.
En að kvöldi þess dags verður
hún valin, fegurðardrottning
okkar Suðurnesjamanna.
En ég verð að segja að ég hef
stórar áhyggjur af þessari
keppni þetta árið, vegna þess að
rétt fyrir fegurðardaginn mikla
verður bjórdagurinn ógurlegi,
fyrsti mars. Og ég er hræddur
um að hann geti sett strik í
fjórða mars eins og reyndar all-
an marsmánuð.
Ég óttast það mjög að ekki
verði runnið af Suðurnesja-
mönnum fjórða mars og eins
óttast ég að ungfrúrnar í keppn-
inni laumist í ölið og það svo
hastarlega jafnvel að út skjótist
á þeim bjórvambir, þannig að
eróbikk og kjólasaumur undan-
farnar vikur missi hvorutveggja
marks.
En kannski gerir það ekkert
til, því engin af þessum stúlkum
segist vera í þessu til að vinna,
sei sei nei, þær eru þarna bless-
aðar til að fá reynslu, kynnast
hverri annarri og þroskast. Sig-
ur kemur þessum litillátu stúlk-
um ekki í hug.
Orðhvatur tók eitt dæmigert
fegurðarsamkeppnisviðtal við
dæmigerða fegurðarsamkeppn-
isstúlku:
NAFN: Bergljót Ormsdóttir.
ALDUR: 18 ára. SKÓLI: FS,
er á viðskiptabraut. ÁHUGA-
MÁL: Sund, eróbikk, skíði.
FRAMTÍÐARÁFORM: Læra
eitthvað í sambandi við ferða-
mál og skoða mig um í heimin-
um.
Bergljót er 1,96 cm á hæð og
102 kíló. Bergljót tók það fram
að hún er ekki í þessu vegna eig-
in áhuga, hún var bara beðin um
að fara og svo er þetta þrosk-
andi, sagði Begga að lokum.
Nei, þær segjast ekki hafa
áhuga á að vinna. En hvað það
varðar þá veit nú Orðhvatur
lengra nefi sínu enda horft upp á
margar fegurðardrottningar
um æfina. Hann veit að inni í
þeim öllum, þessum fallegu
stúlkum, leynist ósk um að
mega vinna ekki bara hér í
Keflavík heldur allstaðar, þær
hafa allar í sér svolítið af Hófí-
sótt og pinulítið af Lindu-veiki.
Þær dreymir um frægð og frama
og ég lái þeim það ekki.
-Bara að ég væri fegurðar-
drottning.
ef þú vilt gæði
og gott verð