Víkurfréttir - 23.02.1989, Page 9
Strand
Eyrúnar ÁR:
Tók
niðri
við sjó-
setningu
í tjörunni við Keflavikurslipp á föstudagsmorgun.
Báturinn staðnæmdist einungis um metra frá skolpaffalli og því
hægt að ganga beint út í bátinn. Ljósm.: hbb og cpj.
Fimmtudagur 23. febrúar 1989 9
Aðilar frá útgerð og tryggingafélagi kanna skemmdir á skrokk
bátsins. Stýri og skrúfa eru nt.a. skemmd.
Nú er talið fullvíst að or-
sök strands Eyrúnar AR 66
úti í Gróf, rétt norðan við
bryggju Dráttarbrautar
Keflavíkur, megi rekja til
þess að bátinn tók niðri við
sjósetningu á fimmtudegin-
um. Við það fór stýri bátsins
í skrúfuna og þar með varð
báturinn stjórnlaus.
Þar sem vél bátsins stöðv-
aðist ekki gat hann bakkað
frá bryggjunni en lét ekki að
stjórn og því fór svo að bát-
inn rak upp í fjöru.
Eftir að bátnum hafði ver-
ið snúið í fjörunni kippti
björgunarskipið Goðinn
bátnum út á síðdegisflóðinu
á föstudag. I fjörunni ýttu
stórvirkar vinnuvélar eftir
bátnum. Er báturinn kom
upp í slipp á ný kom í ljós að
hann var furðanlega lítið
skemmdur. Skipta þarf þó
um nokkra planka í botni
hans, stýrið og botnstykkið,
lagfæra skrúfuna o.fl. Verð-
ur verkið unnið inni í hinu
stóra húsi slippsins en bátn-
um var rennt þar inn.
Eyrún ÁR 66 er 24 tonna
eikarbátur, smíðaður á
Akureyri 1973 og er í eigu
Erlings Ævars Jónssonar,
Þorlákshöfn. Er báturinn
tryggður hjá Vélbátatrygg-
ingu Reykjaness og hefur
verið það frá því á árunum
1982-1983 að hann var gerð-
ur út frá Sandgerði af Guð-
laugi Sigursveinssyni, en þá
bar báturinn sama nafn en
númerið GK 157.
Hefur báturinn að undan-
förnu verið í miklum endur-
bótum í Dráttarbraut Kefla-
víkur en þar var m.a. settur á
hann hvalbakur.
Eyrún ÁR umlukin sjó á alla kanta, rétt eftir að bátinn bafði rekið upp í Ijöruna á fimmtudaginn.
Öryggisbók -Trompbók
Tvær í öruggum vexti
Sparisjóðurinn í Keflavík býður tvær öruggar leiðir til ávöxt-
unar. TROMPBÓK nýtt og betra Tromp- alltaflaus og án út-
tektargjalds. ÖRYGGISBÓK - 12 tnánaða bundinn reikning-
ur með stigbækkandi vöxtuni á allri uppliæðinni,
eftir því sem innstæðan ltækkar.
í fjármálum setjuni við öryggið ofar öðru.
SPARISJÓÐURINN
- fyrir þig og þina