Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.1989, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 23.02.1989, Blaðsíða 17
V'/KUR Fimmtudagur 23. febrúar 1989 17 (utU% Sigríður Sverrisdóttir skrifar frá Eþíópíu: ðlíkir heimar Fyrst al' öllu langar mig aö koma á framl'æri kæru þakklæti til Víkurfrétta- manna, sem reglulega senda mér eintak af blaðinu lil Eþíó- píu. Nú fara stórfréttir og og vandamál heimabyggðarinnar ekki lengur fram hjá mér, s.s. vandamál útgerðarinnar, lé- legar atvinnuhorfur á Suður- nesjum og allar nýju hár- greiðslustofurnar. Um daginn las ég um fæð- ingu I sjúkrabíl. Hér þykirslík frétt ekki saga til næsta bæjar. Um 80% kvenna fæða hérutan sjúkrahúsa og aðeins í um 10% tilfella eru svok. traditional birth attebdante til staðar, þ.e. konur sem sótt hafa stutt nám- skeið í fæðingarhjálp. Annars er það sú kona sem mesta reynslu hefur, al'þeim sem við- staddar eru, sem tekural skar- ið (á mörg börn sjálf eða hefur verið viðstödd fæðingar áður). í einni Addisferðinni lókum við upp í bílinn konu, sem stuttu áður hafði fætt í heim- inn stúlkubarn . Forsaga málsins var sú, að konan var að fylgja föðursínum til grafar urn 200 km leið. Þegar hríðirn- ar urðu það harðar að ekki var um annað að ræða en að stöðva bilreiðina og taka á móti barninu á staðnum (und- ir dúk, á vörubílspalli). Okum við konunni til Addis, til heim- ilis liennar. Ekki var ástand konunnar gotl til að byrja Lítil hnáta nartandi i sykurreyr (franihoð á sa'lgæti er nánastekkert í Bahir Uar). Börnin í L|iíópiu eru upp til hópa sisnikjandi, forvitin og skitug upp fyrir liaus, en alveg frá- bær. með, en batnaði til muna eftir að fylgjan losnaði. Svo hress var konan að hún treysti sér til að fara út úr bílnum til að þvo sér. Barnið var mjög fallegt, en einkennilegt var að sjá hversu Ijóst á hörund það var (mjög líkt íslenskum nýbura). Reynt var að finna hentugt íslenskt nafn á stúlkuna. Sigríður kom ekki til greina því það er ol'ó- þjált. Ekki leist þeim heldur á Siggu, því Sigga er kjöt á amharísku. En þeim leist stórvel á nafnið Kristín og var ákveðið að skýra stúlkuna því nafni. Ekki er öryggi kvennanna, sem fæða í heimahúsum, mik- ið. í þeimtilfellum.semekkier sérþjálfuð manneskja til stað- ar, er sjaldan gerð svokölluð innri þreifing, svo ekkert er vitað um legu fóstursins fyrir- fram. Hendureru þvegnar upp úr ósoðnu vatni (oft er ekki einu sinni notuð sápa) og natlastrengurinn er skorinn með nýju rakvélarblaði. 1 sumum sveitahéruðum Eþíópíu tíðkast að bera smjör á kvið þungaðra kvenna þegar nær dregur fæðingunni, til að koma henni afstað. Einniger viðstöðulaust beðið lil Maríu meyjar. Mjög algengt er að stúlkur eigi sitt lyrsta barn um 13-14 ára gamlar. Vegna líkamlegs þroska þeirra eru alls kyns fylgikvillar mjög algengir, s.s. ril'ið leg (uterus rupture), myndun samganga milli leg- Linn af bvtlurunum í Addis Ababa, illa farinn af holdsveiki, á hcimili sinu, þ.e. götunni. I lún er ólik öðru fólki í söniu aðstöðu að þvi leyti, að hún sést olt laga kal'll á heimili sinu og er ekki óalgengt að gestir konú í heimsókn. A unga aldri byrja stúlkur að bera systkini sín á bakinu, siðan lekur við þung vatnsbyrði (10-15 lítrar). í þeirra augum eru líkamsrækt og erobikk sjálfsagt mjög fáránlegir lilutir. Lini sjúkrahillinn í Baliir L)ar (80.000 manna ..hæ) er kominn verulega til ára sinna. I’au 5 ár sem liann hcfur þjónað sem sjúkrabíll, bal'a um 25 börn brotist út úr móðurkviði í honum. ganga og þvagblöðru eða cndaþarms (vaginal llstula) o.ll. Dánartíðni kvenna við barnsburð er þó ekki nema um 20/1000 lifandi fæðinga og dánartíðni nýbura um 14/ 1000 lifandi fæðinga. Lífslíkur barnanna við fæðingu eru um 46 ár (lölur frá 1984). En al heildar dánartölunni eru um 50% úr aldurshópnum 0-5 ára. Samanburður á Hafnargöt- unni í Kellavík ogaðalgötunni í Bahir Dar leiðir einnig í ljós gífurlegan mun. Tiskuverslanir og videoleig- ur ásamt sneisafullum mat- vörubúðunt eru einkennandi fyrir Hafnargötuna. En hin síðarnefnda er heimili Ijölda betlara á öllunt aldri, sem margir hverjir, sökum fátækt- ar og lélegrar læknisþjónustu búa við ótrúleg örkumí. Sumir þeirra eru illa farnir af holds- veiki, aðrir ganga við staf eða skríða eftir götunni, og blindir einstaklingar eru ekki sjald- séðir. En allir eiga þeir það sameiginlegt að einu verald- legu eigur þeirra eru skítugu fatalepparnir sem þeir ganga í og að næsta máltíð er háð góð- vild þeirra sem lramhjá þeim ganga. Ein ríkisrekin búð er á aðal- götunni i Bahir Dar, þar sem klósettpappír og te er það eina sem fæst reglulega. Búðir í einkaeigu selja svo það sem upp á vantar á uppsprengdu verði. En lífið í Bahir Dar hefur líka sínar björtu hliðar. Fólkið er mjög rólegt og afslappað og eyðir frítíma sínum með vinurn og kunningjum. Stöðugt kapp- hlaup við tímann og fíkn í ver- aldleg gæði eru hlutir sem varla þekkjast í þessu friðsæla samfélagi. Kær kveðja, Sigríðttr Kristín Sverrisdóttir, R.K. sjálllioðaliði, Bahir Dar, Eþiópía. Afmæli Jens Kristinsson varð þrí- tugur 21. feb. s.l. Hann tekurá móti veðurskeytum og mjúk- um pökkum laugardaginn 25. feb. eftir kl. 20. Aðdáendur Þrítugurerá laugardag Lár- us Ingi Lárusson, Harriet Backersvej 22, 4023 Stavang- er, Noregi. Með kveðju, fjölskyldan heima. Afmæli t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, DAÐA MAGNÚSSONAR Krossholti 5, Keflavík. Sérstakar þakkir eru færðar samstarfsmönnum hans í Slökkviliði og flugþjónustudeild Keflavíkurflugvallar. .lóhanna Hallgrímsdótlir Magnús Daðason Svala Pálsdóttir Herborg Daðadóttir Drew Brylowe Daði Daðason Ósk Svavarsdóttir Vignir Daðason Unnur Sigurðardóttir og harnabörn. Smáauglýsingar Fermingarveislur, húsnæði Til leigu er húsnæði fyrir fermingarveislur. Uppl. ísíma 13112 eftir kl. 19.00. Börnin og við Sólveig Þórðardóttirljósmóð- ir kemur og talar um andleg- ar breytingar foreldra tengt meðgöngu og fæðingu, mánu- daginn 27. febrúar kl. 21.00 í Myllubakkaskóla. Allir vel- komnir í kaffi og kökur. Stjórnin Til leigu 3ja herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 14192 eftir kl. 18.00. Til sölu Drengja-fermingarföt og bráðabirgðabílskúrshurð til sölu. Uppl. í síma 12947 eftir kl. 20.00. Til sölu Fiat 127 árg. ’80 í góðu ástandi. Uppl. í síma 13187. Til sölu örbylgjuofn og kæliskápur. Uppl. í síma 15107 eftir kl. 13.00. Ferðafélagi óskast Konu vantar ferðafélaga í maí til Möltu, helst konu, 50-60 ára. Ahugasamir skili nafni og símanúmeri til skrifstofu Víkurfrétta. Til sölu 13 tommu nagladekk undan Daihatsu Charade. Uppl. í síma 11441 eftir kl. 18.00. Til sölu svefnbekkur og hillusam- stæða í barnaherbergi. Selst ódýrt. Uppl. í síma 11305. íbúð óskast 2-3ja herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 68098. Skiptu um skó Sá sem tók á laugardag kulda- skó nr. 42 að Heiðarholti 18, Keflavík, og skildi í staðinn eftir strigaskó nr. 44 er vin- samlega beðinn um að koma aftur og skipta á skónum. Antik Til sölu glæsileg dönsk borð- stofuhúsgögn, um aldargöm- ul. Uppl. í síma 13546. Til sölu sófasett og sófaborð, settið er úr ljósgráu plussi 3+2+1, ca. 2/i árs gamalt. Gott verð. A sama stað til sölu Ford Escort ’84. Uppl. í síma 37724 eftir kl. 19.00. Ibúð óskast 2ja-3ja herb. íbúð óskast til leigu í Njarðvík eða Keflavík. Uppl. í síma 14565 eftirkl. 17. íbúð óskast 4ra herb. íbúð óskast til leigu. Góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 15244 eftir kl. 18. Til leigu Verslunarhúsnæði að Hafnar- götu 35 til leigu frá 1. mars n.k. Upplýsingar í sínta 12238.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.