Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 5
Allra síðasta sýning á revíunni Við kynntumst fyrst í Keflavík“ föstudaginn 21. apríl kl. 21 í Félagsbíói. Miðasala hefst kl. 19 sama dag. Leikfélag Keflavíkur Miðvikudagur 19. apríl 1989 5 Sendum Njarðvíkingum og Suðumesjamönnum bestu óskir um gleðilegt sumar. Njarðvíkurbær r Oskum Kejlvíkingum og Suður- nesjamönnum gleðilegs sumars og hvetjum fólk til þátttöku í hátíðarhöldum dagsins. Keflavíkurbær £53 C3 Loðnuveiðarnar fóru m.a. fram að þessu sinni uppi í landsteinum hér við norðanverðan skagann. Hér er Gígja VE að veiðum undir Vatnsnesvita. Ljósm.: epj. Loðnuveiði lokið: Tæp 47 þús. tonn til Suðurnesja Loðnuvertíð er nú lokið. í Suðurnesjahöfnum var land- að tæpum 47 þúsund tonn- um af loðnu, bæði til bræðslu og frystingar. I Grindavík var landað 25.831 tonni, þar af 3778 tonnum til frystingar. í Sandgerði bárust 13.291 tonn á landi, þar af 1568 tonn til frystingar. 1 Njarð- vík og Keflavík var landað 7.441 tonni afloðnu,en tölur yfir það magn sem fór til frystingar lágu ekki fyrir, þegar samantektin var gerð. Af þessum tæpu 47 þús- und tonnum, sem hér var landað, fóru rétt rúm 1000 tonn í meltuverksmiðjuna Valfóður og í síðustu viku landaði Vestmannaeyjaskip- ið Bergur 231 tonni af loðnu, sem fór til vinnslu hjá Roði hf. á Reykjanes, sem fram- leiðir m.a. kattamat. Grindavík: 4 teknir fyrir hraðaakstur Þegar götur eru auðar eykst hraðinn til mikilla muna og margir hafa gaman af því að gefa ökutækjunum aðeins betur inn. Þessi leikur er oft skammgóður vermir hjá mörgum, því í síðustu viku stöðvaði lögreglan í Grindavík íjóra ökumenn, sem kitluðu pinnann um of. Voru tveir teknir á Austur- vegi í Grindavík, annað á 88 en hinn á 90 km hraða, en há- markshraði á þessum vegi er 50 kílómetrar. Einnig stöðv- aði Grindavíkurlögreglan tvo ökumenn á Grindavík- urveginum fyrir of hraðan akstur, annan á 112 km hraða en hinn á 122 km hraða. Mega þessir ökumenn annað hvort búast við sekt- um eða ökuleyfamissi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.