Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1989, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 19.04.1989, Qupperneq 6
Miðvikudagur 19. apríl 1989 mun jUtUt molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll Til hvers var Steindór keyptur? Þegar áform voru uppi um kaup SBK á starfsemi Stein- dórs Sigurðssonar sáu þeir, sem voru þessu fylgjandi, að auðveldara væri að reka eitt fyrirtæki en tvö og samræma mætti ýmislegt í rekstri SBK eftir sameininguna. Nú, þremur vikum eftir samein- inguna, virðist lítið bera á al- vöru í þeim efnum. Þeir starfsmenn Steindórs sem komu yfír fá ekki að aka vögnum SBK þ.e. þeim, sem áður voru í eigu þess fyrir- tækis, og eru því eingöngu notaðir til aksturs á gömlu Steindórs-rútunum. Þeir kóngar, sem áður áttu mest- alla yfirvinnu hjá SBK, virð- ast enn ráða ríkjum og sjá til þess að Steindórsmenn fái helst enga yfirvinnu. Þá ríkir óvissa um það hvort þeir starfsmenn, er áður unnu hjá Steindóri, fái vinnu eftir næstu mánaðamót. Eins virðist engin samræming hafa farið fram varðandi nýt- ingu vagnanna, a.m.k. sjást Steindórsvagnar ekki í áætl- unarferðum, þó þeir séu flestir af heppilegri stærð en SBK-rúturnar. ...og hvað með við- skiptavildina? I gegnum árin hefur verið mikill verðmunur á hóp- ferðabílum frá SBK og Stein- dóri. SBK hafa verið mun hærri. Þetta hafa menn feng- ið að reyna nú, eftir að sam- eining fyrirtækjanna er orðin að veruleika. Er því vitað um a.m.k. tvo fasta viðskipta- vini Steindórs sem telja heppilegra að fá rútur utan svæðis en að skipta við SBK. Hefur annar þessara aðila fengið rútu frá Akranesi til að ná í hóp til Keflavíkur. Virðist því útséð að ekki er nægjanlegt að sameina fyrir- tækin, það verður líka að sameina reksturinn og standa sig í samkeppninni. Annars verður lítið úr þeirri viðskiptavild sem keypt var. Fyrirtækið hans Upp á síðkastið hefur það færst í vöxt að einn af yfir- mönnum Hitaveitu Suður- nesja hefur í umræðu hagað svo málum að það liti út fyrir að hann ætti fyrirtækið, en ekki sveitarfélögin á Suður- nesjum og ríkið. Hafa menn haft gaman af og kalla nú margir hverjir Hitaveituna „Fyrirtækið hans“. Handleggurinn lét undan Þótt það sé í raun saklaus leikur að fara í sjómann, get- ur það stundum orðið vafa- samt. Það fengu menn að kynnast um síðustu helgi í húsi einu í Keflavík. Sá sem varð undir varð að hætta leiknum með brotinn upp- handlegg. Endaði því sá sjó- maður rneð aðstoð læknis, lögreglu og sjúkraflutnings- manna. Vildu ekki hætta Það er stundum erfitt að fá fólk til að hætta að skemmta sér, þegar fjörið stendur sem hæst. Það fékk sá að reyna sem stóð fyrir skemmtun í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík um síðustu helgi. Því þó ball- Skaut bæjarstjóri yfir markið? Bæjarstjórinn í Keflavík lýsti því yfir á síðasta fundi bæjarstjórnar að lóð Pósts og síma að Hafnargötu 40 væri með endemum Ijót og illa hirt. Með þessu virðist bæjar- stjórinn hafa skotið yfir markið, því lóð þessi er ekki ið ætti að hætta kl. 3 vildu gestirnir halda áfram fram yfir kl. 5. Gekk því ekki átakalaust að stöðva fjörið, en það tókst þó um síðir. Varla vandamál Bæjarfulltrúum í Keflavík var all umhugað um það á síðasta fundi bæjarstjórnar Keflavíkur, að húseigendur við Hafnargötuna taki nú vel til í kringum sig, enda Hafn- argatan einskonar andlit bæjarins. Jón Ólafur Jóns- son, sá sami og lagði til að bærinn keypti Hafnargötu 30 og breytti í almennings- garð, benti á að núverandi eigandi þess húsnæðis mætti taka þetta til sín. VarlaJjarf að ítreka þetta, þar sem Ólaf- ur Eggertsson, einn eigenda umrædds húsnæðis, hefur lengi verið einn aðal forvígis- maður umhverfisnefndar Njarðvíkurbæjar. Njarðvíkurkratar illir Nú er það talið nánast ör- uggt að það hafi verið Hann- es Einarsson, fulltrúi Kefl- víkinga, sem sat hjá við kjör formanns stjórnar Hitaveitu Suðurnesja á dögunum en ekki annar ríkisfulltrúanna. Telja Njarðvíkurkratar að með þessu hafi Hannes svik- ið lit, en í kjöri var einnig Njarðvíkurkratinn Ólafur Thordersen. Munu vissir toppkratar úr Njarðvík hafa brugðist ókvæða við og gert forráðamönnum Keflavík- urkrata það skiljanlegt að vegna þessa muni þeir ekki styðja umræddan Hannes í stöðu vatnsveitustjóra, sem þó hafði náðst samkomulag um. Timbur og smjörlíki Með hverju skyldu þeir þétta Mariane Danielsen? Þessi spurning hefur mikið verið á vörum manna undan- farna daga. Sú aðferð sem þarna er notuð og er ævaforn er þó all merkileg. Um er að i verri en aðrar, auk þess sem á lóðinni voru umbúðir vegna þess að verið var að gera sím- stöðina öruggari fyrir tíðum rafmagnsbilunum. Annars staðar í blaðinu er fjallað um þetta mál og það að bæjar- stjórn hefur ekki svarað þriggja ára gömlu bréfi frá Pósti og síma vegna lóðar þessarar. ræða tréfleyga sem reknir eru í götin og síðan þrútna þeir út í sjónum. Með fleygunum er síðan troðið smjörlíki og saman dugar þetta til að halda botninum þéttum, þar sem það er sett í. Garðmaðurinn Hemmi Gunn Hermann Gunnarsson eða Hemmi Gunn, eins og flestir landsmenn þekkja hann, lagði mikla áherslu á það, er afmælistónleikarnir fóru fram í íþróttahúsi Keflavíkur, að hann ætti ætt- ir sínar að rekja til Suður- nesja. Sagðist hann vera Garðmaður, þ.e. afi hans var úr Garðinum. Þá vitið þið það, góðir hálsar. Þjóðhátíðardagurinn í Keflavík innan dyra Nú, í kjölfar hátíðarhalda Keflvíkinga í tilefni 40 ára afmælisins, sjá menn hve íþróttahúsið er heppilegt fyrir samkomur sem þessar, þ.á.m. hátíðarhöldin 17. júní. Hefur því margurhaft á orði að nær væri að setja þær reglur að hátíðarhöldin fari framvegis fram í húsi þessu. Ef svo undarlega bregður við að veður verður gott þennan dag, má alltaf fara með há- tíðarhöldin út. Er vitað að meðal bæjarfulltrúa er nokk- ur áhugi á því að hafa slíka reglu. Keflavík 50 ára? Almenn óánægja kom fram á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur í síðustu viku með seinagang við afmælis- blað það, sem Ragnar Karls- son hefur tekið að sér að koma út vegna 40 ára afmæl- is bæjarfélagsins. Einnig virðast bæjarfulltrúar ekki vera á eitt sáttir með þau vinnubrögð sem uppi eru varðandi skoðun á handriti bæklingsins. Segja sumir hverjir að bæjarstjórn hefði átt, samkvæmt fyrri sam- þykktum, að fá að fylgjast betur með vinnu við bækl- inginn. Þó höfðu bæjarfull- trúar gaman af prentvillu einni, sem kom í fyrstu drög- um, um að Keflavíkurbær væri 50 ára. Sumir höfðu reyndar á orði að kannski væri verið að skrifa bækling um 50 ára afmælið en ekki 40 ára, og því engin furða þó hann væri ekki kominn út! Hvers vegna eru bíl- arnir ekki fjarlægðir? Þeir eru margir sem undr- ast slælega framgöngu lög- reglu gegn þeim fjölmörgu bifreiðaeigendum, sem leggja bílum sínum ólöglega við Píanó-barinn, sem áður hét Brekkan. Þarna er bílum lagt þeim megin sem ekki má leggja bílum, einnig of ná- lægt gatnamótum og hindra þar með útsýni ökumanna og eins ber nokkuð á frekju gagnvart nágrönnum veit- ingastaðarins, sem oft verða að sætta sig við bíla inni í inn- keyrslum eða jafnvel fyrir þeim. Finnst fólki að lög- reglan eigi að kalla til krana- bíla og fjarlægja viðkomandi bíla og láta síðan eigendur þeirra borga þá út. TONLEIKAR Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 26. apríl kl. 21.00. Allir hjartanlega velkomnir. Munið Getraunanúmer ÍBK: 230 Hvað skyldi bæjarstjórn finna að þessari lóð? Erfitt er að sjá það en svona leit hún út á sama tíma og bæjarstjórinn skammaðist yfir út- liti hennar. Ljósm.: hbb

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.