Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 12
 12 Miðvikudagur 19. apríl 1989 Bílvelta á Reykjanesi Bílvelta varð á þjóðvegin- um út á Reykjanes á föstu- dagskvöld. Farþegi í fram- sæti meiddist á hálsi en lét ekki vita af slysinu fyrr en hann var kominn til síns heima. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík, en fékk að fara heim að lokinni aðhlynningu læknis. Fimm skotmenn stöðvaðir liii.iivil.iinilliiix.nii Fimm skotmenn voru stöðvaðir við þá iðju á Reykjanesi síðasta laugar- dag, en sem kunnugt er, þá er óheimilt með öllu að skjóta úr byssum á Suðurnesjum. Harður árekstur Allliarður árckstur varð nýlega á niótum Gerðavalla og Víkurbrautar í Grindavík. Lenti þar saman bifreiðum af þýskri og japanskri gerð, með þeim afleiðingum að báða bílana varð að fjarlægja með kranabifreið. Engin slys urðu á fólki í þessum árekstri. Ljósm.: hbb Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðilegt og áfallalaust sumar. BRUnHBÓTOFÉlflG Í5UWD5 Umboösskrifstofa - Hafnargötu 58 - Keflavik Úk í veg fyrir tvö bifhjól Ökumaður, sem ók bifreið sinni eftir Sólvallagötu í Keflavík á föstudag, ók í veg fyrir tvö bifhjól er komu eftir Skólaveginum. Lenti bifreið- in á öðru bifhjólinu ogsíðan á kyrrstæðum bíl sem stóð við gatnamótin. Engin slys urðu á fólki en tjón á öku- tækjunum varð töluvert. Alls var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um 8 um- ferðaróhöpp unt síðustu helgi. Fyrir utan það sem að lraman greinir varð bílvelta á Reykjanesi, en sérstaklega er greint frá því annars stað- ar í blaðinu. Þá varð bílvelta á Reykjanesbraut í Kúagerði aðfaranótt laugardagsins. Sex ntanns voru í bílnum en allir sluppu án teljandi meiðsla. Þá var ekið á umferðar- merki á gatnamótum Njarð- arbrautar og Reykjanes- brautar á Fitjum og stungið af. Skótauið rifið út um gluggann Mjög mikið var um að unglingar söfnuðust saman í miðbæ Keflavíkur um síð- ustu helgi. Voru þá brotnar rúður í sýningarglugga í Nýja bíói og húsnæði Skó- búðar Keflavíkur. I Skóbúðinni varytragler- ið í einum glugganna fyrst brotið og skömmu síðar það innra. Um leið var skótau, sem þar var fyrir innan, tekið út um brotna glerið og dreift eitthvað um nágrennið. Ekki er vitað hverjirþarna voru að verki en mjög mikið var um unglinga á staðnum er lögregluna bar að. Unt helgina var niikill erill sök- um ölvunar í heimahúsum og víðar, sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. Hefur að undanförnu verið mikil aukning á óskum um afskipti lögreglu í heimahús- um urn helgar. Grindavíkur- lögregla með afskipti af skotmönnum Lögreglan í Grindavík þurfti tvívegis að hafa af- skipti af byssumönnum ,um síðustu helgi, sem voru að skjóta á lauslega hluti úti í náttúrunni, bæði á laugar- deginum og sunnudeginum. Var í fyrra tilfellinu um að vræða byssumenn i landi Hrauns, en í þvi seinna var verið að skjóta á Hópsnesi. Lögreglan vildi bendaáað öll meðferð skotvopna er bönnuð á Reykjanesskagan; um nema með heimild land- eigenda.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.