Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Síða 8

Víkurfréttir - 01.06.1989, Síða 8
I 8 Fimmtudagur 1. júní 1989 LAUGARDAGUR: ÚTGERÐAR- FÉLÖG ÁHAFNIR > í tilefni af sjómannadeginum getum við tekið á móti hópum í mat. Pantið borð í síma 14040 fyrir kl. 17 á föstudag. Örvar Kristjánsson sér um að skemmta matargestum. Hin frábæra hljómsveit Kaktus mun halda uppi sjómannastemningu til kl. 03. Miðaverð á dansleik kr. 700. 20 ára aldurs- takmark og snyrtilegur klæðnaður. Umboðsskrifstofa Helga Hólm auglýsir sumartíma í júní - júlí - ágúst verður opið: 09:00-12:00 og 13:00-16:00 Sumarfagnaður Perlunnar í Glaumbergi föstudaginn 2. júní Tískusýning - það nýjasta í sportfatnaði. Fatnaður frá Bikarnum í Reykjavik. Erobikksýning - sýningarhópur frá Perlunni. Líkamsrtcktarsýning - gestir frá Reykjavík ásamt félögum úr Perluma. Happdrattti - góðir vinningar. KYNNIR: VIKTOR KJARTANSSON. Snyrtivöruverslunin GLORIA sér um tið gestir fái sýnishorn af snyrtivörum. Husið opnar 19:30 fyrir matargesti og kl. 21:00 fyrir skemmtidagskrá. DAGSKRÁ: Fordrykkur. Glaumberg hefur á boðstólum léttan kvöldverð, sem er súpa í forrétt og lasagne í aðal- rétt. Verð aðeins 800 kr. Matargestir panti borð eigi síðar en í dag í síma 14040. Vegna fjölda áskorana mu hljóm- sveitin 7und leika fyrir dansi frá kl. 23. Miðaverð 700, snyrtilegur klæðn- aður. M Sólbaðs- og þrek- niiðstöðin IMiRLAN GLOPIA SNYKTlVORUVtRSlUN 'BERO P.S. Eyðið með okkur ánægjustund. mun jUUU molar______________Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll 10 ára og tveggja daga aldursmunur Ólafur G. Einarsson, al- þingismaður, greindi frá því er hann ávarpaði afmælis- barnið Karl Steinar Guðna- son á dögunum, að í einni afmælisgreininni er birtist um hann í blaði á afmælis- daginn hefði komið fram að íhaldið væri aðeins 10 árum og tveimur dögum eldra en krataþingmaðurinn af Suð- urnesjum. Sagðist hann vona að þingmaðurinn næði ekki að auka fylgið í 50% eins og íhaldið hefði gert á þessum tíu árum sem munaði, þ.e. áður en þingmaðurinn yrði sextugur. Uppsagnirnar ekki teknar til greina Nú berast þær fregnir að uppsagnir læknaritaranna við Heilsugæslustöð Suður- nesja og Sjúkrahús Keflavík- urlæknishéraðs hafi ekki ver- ið teknar til greina, þar sem um hópuppsögn hafi verið að ræða, sem er ólöglegt að dómi sögumanns. Sé þetta rétt, þá virðast viðkomandi ritarar hafa hlaupið illilega á sig, er skapa átti þrýsting á yfirboðara þeirra. Mikil áhætta tekin Er stúlkan brenndist í Bláa lóninu um helgina tók baðvörðurinn á staðnum, sem í þessu tilfelli reyndist vera einn af aðal umráða- mönnum baðhússins, hættu- lega ákvörðun. Sú var að notfæra sér engan hinna fjögurra sjúkrabíla sem eru á Suðurnesjum og fara frekar sjálfur í hlutverk sjúkra- flutningsmanns og flytja þá slösuðu á sjúkrahús í Kefla- vík. Með þessu tók hann mikla áhættu. Hvað hefði hann gert ef sjúklingurinn hefði t.d. fengið lost á leið- inni? 1 þessu sambandi er það ekkert svar að hann hefði einu sinni þurft að bíða eftir sjúkrabíl úr Grindavík í 25 mínútur, þó leiðin væri aðeins rúmir 5 km. Hann hefur einnig í annan stað kallað bæði í bíl úr Kefiavík og Grindavík samtímis og voru þeir 10 mínútur á leið- inni, en Keflavíkurbíllinn þó aðeins á undan. En með því móti fékk sjúklingurinn þá aðhlynningu sem þörf var á og hægt var að veita, þó eitt- hvað hefði borið út af. Áhyggjuefni yflrvalda Þegar öryggisventill í orkuverinu í Svartsengi opn- ar sig án viðvörunar, fiæðir sjóðandi vatn út í Bláa lónið. Þessi ástæða hefur m.a. orðið til þess að ymsir aðilar, er hafa almenningsvarnir á sínu starfssviði, eru nú farnir að ókyrrast yfir því að ekki skuli vera gengið þannig frá í Bláa lóninu að hætta skapist ekki. I kjölfar slyssins um siðustu helgi, er ung stúlka brenndist, er hún fór inn fyrir varnargirðinguna, hafa blossað upp á ný raddir um að nú verði eitthvað að gera til að þessi vinsæli ferða- mannastaður verði hættu- | minni. Er það þá ekki síst Hitaveitan sem eitthvað verður að gera. Eitt er víst, að það getur ekki gengið enda- laust að selja fólki aðgang og síðan sé það á þess ábyrgð hvort það slasist eður ei. „Hart fréttablað“ í nýjasta tölublaði Vinn- unnar, tímarits ASÍ, er í opnugrein gert úttekt á landsmálablöðunum. Gerð er tilraun til að flokka blöðin niður í þrjá flokka og í þeim fyrsta lenda aðeins þrjú, en flokkað er eftir áherslum í fréttaflutningi. Kallar höf- undurinn L flokkinn „hörð fréttablöð" og þau eru að hans mati Víkurfréttir, Skagablaðið og Fjarðarpóst- urinn og segir að ýmsir hafi þá skoðun að Feykir komist nálægt fiokki þessum. Þá er víða í greininni fjallað um umrædd blöð. í fljótu bragði virðast Víkurfréttir vera í forystunni á flestum ef ekki öllum sviðum, ef marka má umfjöllunina umræddu. Nýtt skólasetur Frá því í september hefur nánast full kennsla átt sér stað á nýju skólasetri í Kefla- vík. Um er að ræða skólaset- ur verkalýðshreyfingarinnar á Víkinni, þar sem skóla- stjórinn er Guðrún Ólafs- dóttir. Má segja að varla hafi fallið úr dagur svo ekki sé þar námskeið fyrir félags- menn. Hafa verið haldin námskeið fyrir starfsfólk sjúkrahússins, elliheimila, fiskvinnsluhúsa, svo eitt- hvað sé nefnt. Anna Lea og Brói í Höllina Þau líkamsræktarhjón Anna Lea og Brói hafa tekið á leigu 3. og 4. hæðina í Fær- seth-höllinni við Hafnar- götu í Keflavík. Gera þau ráð fyrir að flytja starfsemi sína þangað á haustdögum. Þá er vitað um nuddkonu sem er að velta fyrir sér að opna nuddstofu á 2. hæð sama húss. Hefur eigendum hússins, sem mynda sam- eignarfyrirtækið Jónu s.f. þar með tekist að leigja nán- ast allt húsplássið í þessu stóra húsi,efafþessu verður. Aðeins eru stök herbergi á 2. hæðinni og hugsanlega rými í kjallara enn óleigt. Hvað með gjaldtöku? í síðustu Molum varörlít- ið rætt um vandamál þau er hljótast nú af hinni miklu út- gerð smábáta. í kjölfar henn- ar hefur orðið aukning og það ekkert smávegis í því að hinar ýmsu björgunarsveitir hafa þurft að ná í litla báta, vélarvana og jafnvel elds- neytislausa, út í ballarhaf. Hafa björgunaraði|ar, sum- ir hverjira.m.k., talíðað taka verði gjald fyrir, þegar verið er að senda báta út til að ná í umrædda báta, sem oft á tíð- um telja það ekkert mál aðfá slysavarnasveit út landi til að ná í sig. Á afmæli íhaldsins Menn höfðu, sumir hverj- ir, á orði, er fyrsta skóflu- stungan var tekin að skrúð- garði Njarðvíkinga á fimmt- udag, að það væri vel við hæfi á sjálfan afmælisdag Sjálf- stæðisflokksins. Hlógu aðrir að þessum orðum, en það sem þó er enn skondnara er að það er meirihluti fram- sóknar og krata í bæjarstjórn Njarðvíkur sem er þarna að koma af stað einu af kosn- ingamálum íhaldsins í Njarðvík til fjölda ára og raunar síðan stefnumáli nú- verandi bæjarstjórnar. Læknaritarar á sjúkrahúsinu Vegna mistaka í síðustu Molum var rætt um óánægju læknaritara á sjúkrahúsinu með ferð fimmmenninga til Eyja að skoða röntgentæki. Hér átti að vera getið um óánægju meðal nokkurra starfsmanna sjúkrahúss/ heilsugæslu. Að öðru leyti stendur það sem skrifað var í viðkomandi Mola. Flokksskírteini krata dugði Pressan, fylgiblað Alþýðu- flokksins, staðfesti í síðustu viku orðróm, sem gengið hefur fjöllunum hærra hér suðurfrá, en bæjarfulltrúar krata í Keflavík reynt að þvo af sér jafnóðum. Umrædd frásögn Pressunnar var svo- hljóðandi: ..Keflavíkurbær er um þessar mundir að byggja veglega sundmiðstöð. Verk- takinn við byggingutta er Húsanes h.f Ekki þótti taka því að bjóða verkið út, enda Alþýðuflokkurinn í meiri- hluta í bœjarsljórn og helsti eigandi Húsaness er einn af forystumönnum flokksins í Keflavík, Hermann Ragnars- son...“ Ekki Maggi Halla Magnús Haraldsson, bæj- arfulltrúi framsóknarmanna í Keflavík, vill ekki kannast við að hafa kvartað yfir því að nýráðinn framkvæmdar- stjóri SBK væri skattgreið- andi í Njarðvík. Telur hann að Ingólfur Falsson eigi þessar áhyggjur. Molahöf- undur verður hins vegar að viðurkenna að hann telur sig ekki öruggan í umræddu máli og ber því að sjálfsögðu til baka að Magnús sé faðir umræddra orðaskipta. Átti að fela inálið? Enginn sjúkrabíll kallað- ur til og lögreglan frétti ekki af málinu fyrr en tveimur dögum eftir atburðinn og þá í gegnum blaðamann. Fyrstu fregnir ekki í samræmi við þær sem síðar sáu dagsins ljós. Unt livað er verið að tala? Jú, slysið í Bláa lóninu um síðustu helgi. Miðað við þetta er vart hægt að álykta annað en að forráðamenn Baðhússins við Bláa lónið hafi ætlað að svæfa málið strax í fæðingu. Sé svo, er málið enn alvarlegra.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.