Víkurfréttir - 01.06.1989, Page 13
12 Fimmtudagur 1. júní 1989
„Sti rál carn ir vi íií ia
ðl Its if hj; álpa a /
Spjallað við tvær hressar, Bylgju Baldursdóttur og Vigdísi Elísdóttur,
sem hafa róið á Mumma GK í tæpt ár
Þegar minnst er á sjómenn,
þá dettur flestum í hug
hraustlegir karlmenn sem
muna tímana tvenna og hafa
lent í ýmsum veðrum. Fæstir
gera sér í hugarlund unga og
myndarlega kvenmenn úti á
dekki með gogg í höng við að
innbyrða stóra og myndar-
lega þorska eða önnur verð-
mæti úr hafinu.
Það heyrir til tíðinda ef
Frænkurnar og sjómennirnir Bylgja Baldursdóttir (t.v.) og Vigdís
Elísdóttir.
kvenmaður er í fiskiskipa-
flotanum, en í Sandgerði eru
þær tvær og það á sama skip-
inu. Mummi GK 120 heitir
skipið og þar hafa stúlkurn-
ar verið frá því á síðasta
hausti.
Blaðamaður Víkurfrétta
hitti þær að máli í stuttu
helgarstoppi um síðustu
helgi og hér kemur árangur
samtalsins.
Nítján ára
frænkur
Stúlkurnar heita Vigdís
Elísdóttir og Bylgja Baldurs-
dóttir. Þær eru báðarfæddar
1970 og því á 19. árinu, önn-
ur orðin nítján og hin á af-
mæli seinna á árinu. Blaða-
maður hefur veitt því athygli
um nokkurn tíma hvað
stúlkurnar eru samrýmdar.
Hann var alltaf að sjá þær
saman öllum stundum. Rétt
áður en í viðtalið var haldið
komst hann hins vegar að
því að Vigdís og Bylgja eru
frænkur. Mæður þeirra eru
systur, dætur Bergs Sigurðs-
sonar, fyrrum verkstjóra hjá
Miðnesi hf.
-Hvenœr fóruð þið fyrst til
sjós og hvað varþað semfékk
ykkur til þess?
,,Það var 9. september í
fyrra sem við fórum í fyrsta
skipti til sjós. Þá fórum við
með Grétari Mar í róður á
Mummanum og veiddum í
siglingu og fórum síðan með
skipinu út,“ sagði Bylgja og
Vigdís bætti við: „Okkur
hafði lengi langað til að fara
til sjós og þetta var orðinn
langþráður draumur, en það
voru nokkuð margir sem
höfðu litla trú á okkur.“
Bræðurnir í
fjölskyldunum
-Það er þá enginn sjómað-
ur í fjölskyldunni sem hefur
hvatt ykkur til að fara á sjó-
inn?
Fimmtudagur 1. júní 1989 13
„Okkur datt þetta bara
svona í hug upp á okkar
einsdæmi. Pabbi var einu
sinni á sjó,“ sagði Bylgja.
Vigdís bætti því við að þær
ættu enga bræður, „við erum
bræðurnir í okkar fjölskyld-
um.“
-Hvernig er það, á kven-
fólk eitthvert erindi á sjóinn?
„Það er allt í lagi fyrir
kvenfólk að fara á sjóinn ef
það treystir sér til þess. Sjó-
mennskan er engin vinna
fyrir konur til langframa,
heldur bara til að prófa. Það
hafa allir gott af því að vita
hvað þetta er.“
Kassi af kók
og prins póló
-Þið hafið reynt ýmis veið-
arfœri.
„Við fórum í einn róður á
rækjutroll á Sjávarborginni.
Við vorum í 23 daga úti og
engin sjoppa nálæg. Það var
agalegt ástand,“ sagði
Bylgja. „Það var hringt í mig
á hádegi og ég spurð hvort ég
hefði áhuga á að koma með á
rækjuveiðar. Ég sló til og
spurði hvort ekki væri pláss
fyrir Vigdísi. Hún gat komið
með.“ Vigdís bætti við: „Við
tókum með okkur sinn
hvorn kassann af kók og
einn af prins póló, en þetta
var búið eftir vikuna og þá
áttum við eftir að þrauka í
rúman hálfán mánuð í við-
bót. Við urðum því að fara í
búrið til að finna okkur eitt-
hvað að smjatta á.
Eftir svona langa útiveru
á rækjunni, þá var mjólkin
orðin nokkuð súr á bragðið,
reyndar farin að skilja sig, en
hún var ágæt ef blandað var
til helminga í kókómalt. Það
er víst að við förum ekki aft-
ur á rækju til að liggja úti og
frysta um borð. Það bjargaði
okkur einnig að við þekktum
strák á nærstöddu skipi, sem
gat bjargað okkur um gos-
drykki, þannig að við lifðum
af sjóferðina.
Þegar við komum í land
aftur af rækjunni, héldum
við að við gætum ekki fengið
pláss á báti og vorum því
byrjaðar að vinna í fiski í
landi, en þá var hringt og
okkur boðið pláss.“
í upphafi hálf-
gert „núll“
-Hvernig taka skipsfélag-
arnir ykkur?
„Það er voðalega mis-
jafnt,“ sögðu þær báðar.
„Það eru margir undrandi
yfir því að við séum á sjón-
aksjón. Bvlgja og Björgvin
vélstjóri.
J
um. I upphafi var litið á okk-
ur sem hálfgerð „núll“ og
haldið að við gætum ekkert
og strákarnir vildu alltaf
vera að hjálpa okkur. Þeir
urðu bara að venjast því
hvernig er að vinna með
kvenmönnum á sjó.“
-Hvernig er með blessuðu
sjóveikina?
„Við höfum ekkert orðið
sjóveikar frá því í febrúar,“
sögðu þær báðar stoltar.
„Það vottaði aðeins fyrir sjó-
veikinni í brælunum í janúar
og febrúar, en þá gekk
Mummi reyndar undir nafn-
inu „Veðurskipið". Það var
farið út í hvaða veðri sem er
og skipstjórarnir á Eini og
Barðanum voru farnir að
hringja hingað um borð til
að athuga hvort þeim væri
óhætt að fara á sjó á yfir-
byggðum skipum. Á meðan
stóðum við og unnum á
dekki í skvettum og gusum.
Annars fengum við góðan
stuðning fyrst þegar við byrj-
uðum á sjó, til að komast yfir
þetta.“
Skipstjórarnir
tolla illa
Þær Vigdís og Bylgja eru
búnar að vera lengst um
borð í Mumma GK af allri
áhöfninni á nýliðinni vetrar-
vertíð. Þann tíma sem stelp-
urnar hafa verið um borð
hafa sjö skipstjórar verið
með skipið.
„Þeir tolla voðalega illa
hjá okkur, skipstjórarnir,“
sögðu þær báðar. Til marks
um það, þá voru þrír skip-
stjórar með Mummann í síð-
ustu viku.“
-A að leggja sjómennskuna
fyrir sig til frambúðar?
, ,Það er nú ekki hugmynd-
in að gera þetta að framtíð-
arstarfi. Ef Mumma verður
lagt í sumar, þá er hugmynd-
in hjá okkur að taka okkur
langt og gott sumarfrí fram á
haustið, en þá ætlum við láta
verða af því að reyna síld-
veiðar. Síðan hugum við að
því að láta þetta gott heita.“
-Eigið þið ykkur eitthvert
draumastarf?
„Það er lítið um drauma-
störf eftir að við prófuðum
sjómannsstarfið. Það er al-
gjörlega óráðið hvað við ætl-
um að gera í framtíðinni.“
-Að lokum, eiga aðrar
stelpur að slá til ogfara á sjó-
inn?
„Það hafa allar stelpur
gott af því að prófa þetta
starf og það er reyndar ekk-
ert að óttast. Einhvern tím-
ann er alltaf í fyrsta sinn,“
sögðu þær Bylgja Baldurs-
dóttir og Vigdís Elísdóttir,
sjómenn frá Sandgerði, að
lokum.
Viðtal:
Hilmar Bragi Bárðarson.
Ljósmyndir:
hbb. og úr myndasafni Bylgju
Baldursdóttur og Vigdísar
Elísdóttur.
Við lagningslúguna þegar línan er lögð.
Fiskverkunarstöð
Axels Pálssonar hf.
Keflavík
Fiskverkun Guð-
mundar Axelssonar,
Keflavík
Fiskverkun Oskars
In gibersson ar,
Njarðvík
Fiskverkun Magnúsar
Björgvinssonar•
Garði
Sendum sjómönnum
bestu hátíðarkveðjur
í tileíni sjómannadagsins.
Útgerðarfélagið
Eldey hf.
Fiskm arkað ur
Suðurnesja hf.
Miðnes hf.,
Sandgerði
Happasœll hf.,
Keflavík
Olíufélagið
Skeljungur,
sheii umboð Keflavík
Fiskverkun
Karls Njálssonar,
Garði
Fiskbœr, Hringbrauf
Keflavík
Valbjörn og
Jón Erlingsson hf.,
Sandgerði
Skipaaf-
greiðsla
Suðurnesja sf.
Stafnes hf.
Njarðvík
Olíusamlag
Keflavíkur og
nágrennis
Tros,
Sandgerði
Nesfiskur hf.,
Garði
Fiskvaf
Básvegi 6, Keflavík
s
Islenskur
Gœðafiskur hí,
Njarðvík '
Brunabótafélag
s
Islands hí,
Keflavík
Netaverkstaeði
Suðurnesja,
Njarðvík
Valdimar hf.,
Vogum
Njáll hf,
Garði
Sjófiskur,
Keflavík
Hraðfrystih ús
Keflavíkur hf.
mun
jutUí