Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Page 15

Víkurfréttir - 01.06.1989, Page 15
imiiíhuM, Leifsstöð: Útboð á 340 bílastæðum Byggingarnefnd flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli hefur nú óskað tilboða í gerð langtímabílastæða og lóða- frágangs við Leifsstöð. Um er að ræða bíiastæði fyrir 340 bíla og tilheyrandi lóðarfrá- gang. Fást útboðsgögnin hjá Al- mennu verkfræðistofunni, Reykjavík, en tilboð skulu berast byggingarnefndinni, sem hefur aðsetur á skrif- stofu varnarmáladeildar, fyrir 12. júlí nk. Nýverið héldu þau Hanna Dís Hafsteinsdóttir, Fríður Hilda Haf- steinsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Sveinborg Petrína Jensdóttir og Sigrún Helga Pétursdóttir hlutaveltu að Melbraut 23 í Garði til styrktar Garðvangi. Söfnuðu þau 1.270 krónum. Ljósm.: hbb Þessar ungu stúlkur héldu fyrir skömmu hlutaveltu aðSunnubraut 10 í Garði og gáfu ágóðann, 1.101 krónu, til Garðvangs í Garði. Þær heita Ella Sjöfn Arnarsdóttir, Edda Rut Björnsdóttir, Anna Reynarsdóttir og Margrét Reynarsdóttir. Ljósm.: hbb Þau heita Rúnar Friðriksson, Einar Tryggvason, Hrafn Ólafsson og Berglind Salka Ólafsdóttir og héldu nýverið hlutaveltu aðUrð- arbraut 6 í Garði til styrktar Garðvangi. Þau söfnuðu 2.270 krón- um. Ljósm.: hbb Þessi þrjú ungmenni héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs. Þau heita f.v. Jón Karl Stefánsson, Klara Benitez, Halldór Ingi Stefánsson og Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir. Ljósm.: epj. Fimmtudagur 1. júní 1989 15 Sjómannadagurinn í Garði: Fjölþætt dagskrá Dagskrá sjómannadags- ins í Garði verður Ijölbreytt að vanda. _ Sjómannamessa verður í Útskálakirkju kl. 13:30, þar sem blóm verða lögð að minnisvarðanum um óþekkta sjómanninn. Hátíð- arhöld verða við Samkomu- húsiðkl. 15, þarsemsjómað- ur verður heiðraður og boðið upp á skemmtiatriði ogkaffi. Við höfnina hefjast skemmtiatriði kl. 17,þarsem ýmislegt verður til garnans gert og boðið í sjóferð. Allur ágóði sjómannadagsins i Garði verður notaður til uppbyggingar leiksvæðis fyr- ir börn í Garði. BILALEIGA GOÐIR BILAR - GOTT VERÐ Hafnargötu 38 - Sími 13883 VIÐ ERUM í TAKT VIÐ TÍMANN.... Prentum á tölvupappír. Öll almenn prentþjónusta. Reynið viðskiptin. Sjómenn, til hamingju með daginn! Barnfóstru- námskeið Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda annað námskeið fyrir þá unglinga á Suðurnesjum, 11 til 16 ára, sem ætla að passa börn í sumar. Með námskeiðinu er ætlunin að auka þekkingu barnfóstrunnar á þörfum og umhverfi barnsins, jafnframt að barn- fóstrur öðlist aukið öryggi í starfi. Námskeiðið stendur yfir fyrstu dagana í júní næstkomandi, frá klukkan 19:00 til 22:00, á slökkvistöðinni, Keflavík. í lok kennslu hvert kvöld verður þeim þátttakendum, sem búa utan Keflavíkur, ekið heim. Námskeiðsgjald er kr. 2000. Innifalið er kennsla, mappa með pappír og bæklingum ásamt skírteini í lok námskeiðsins. Leiðbein- endur verða: Karen Valdimarsdóttir, fóstra, sími 13402 Elsa Pálsdóttir, fóstra, sími 13559 Gísli Viðar Harðarson, sjúkrafl.maður, sími 11195 Skráning þátttakenda fer fram hjá leiðbeinendunum milli klukkan 19:30 og 20:30 á kvöldin fram til 7. júní. RAUÐA KROSS DEILD Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.