Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Side 20

Víkurfréttir - 01.06.1989, Side 20
\)imr< 20 Fimmtudagur 1. júní 1989 Til sölu vegna brottflutnings Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir tilboð- um í húseignina Aðalgötu 7a (Vinaminni). Tilboð skal miðast við að húsið verði fjar- lægt fyrir 1. ágúst 1989. Tilboðum skal skila til skrifstofu byggingarfulltrúa, Hafnar- götu 32, fyrir kl. 14.00, mánudaginn 10. júní. Nánari uppl. verða veittar á samastað. Auglýsingasímamir eru 14717 og 15717. yfmn Verkalýðs- og sjómanna- félag Gerðahrepps óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn. Garðbúar! Munið dagskrá sjó- mannadagsins. | jutth Úff . . . hressandi að byrja á kaldri sturtu. „Hemmi. .. þú mátt segja stelpunum að koma núna, en bara ein í einu“. Ljósm.: Hcrmann Ragnarsson Þegar Hilmar fór f lónið „Vantar ekki vaskan baðvörð í suniarafleysingar“, sagði Hilinar þegar hann lauk sínu fyrsta lónsbaði. Eins og fram kom i síðasta tölublaði átti blaðamaður, Ijósmyndari og ,,alt muligmann“ okkar á Víkur- fréttum, Hilmar Bragi Bárð- arson, afmæli á fimmtudag. Ekki svo að skilja að hann sé sá eini sem átt hefur 19 ára afmæli, en þó þótti okkur til- fallið að slá öllu upp í grín og fylgjast með ferðum hans i Bláa lónið.þarsem hannhélt upp á daginn. En þetta var í fyrsta sinn sem hann fór sjálfur ofan í lónið marg- fræga. Nú brá svo við, í fyrsta skiptið í sögu baðhússins, að enginn lét sjá sig í lóninu nema nefndur Hilmar. Að vísu voru nokkrir kanar ofan í, þegar Hilmar bar að, en þegar þeir sáu að ljósmynd- ari fylgdi honum hvert fót- mál drifu þeir sig upp úr. Hvað um það, við látum myndirnar tala, en mynda- smiður var enginn annar en Hermann Ragnarsson. Sendum sjómönnum á Suður- nesjum bestu hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Leifsstöö - Sandgerði - Grindavik L Royal rubin major. Sylja Fanney. Ljósmyndir: hpé/Grindavík Grindvískir hund - ar hljóta verðlaun Hundar í eigu hjónanna Þóreyjar Aspelund og Lúð- víks Baldurssonar í Grinda- vík hlutu ýmis verðlaun á hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal nýverið. „Royal rubin major“ er nafnið á 11 mánaða strá- hærðum langhundÞ í eigu Lúðvíks. Hlaut hann verð- laun fyrir að vera besti hund- urinn af sínu kyni. Önnur fyrir að vera besti smáhund- urinn á sýningunni og verð- laun fyrir að vera besti hund- urinn af ölluni öðrum er fram komu. Alls komu fram 140 hundar, en hann kom þarna fram í fyrsta sinn, sá og sigraði. „Sylja Fanney" eríslensk- ur kuSbur pug, tveggja og hálfs árs, í eigu Þóreyjar. Tók sá hundur þátt í sýningu þessari nú í 3. sinn og hefur ávallt unnið einhver verð- laun. 1987 var hún kosin besti hvolpurinn. I fyrra var hún kosin best sinnar teg- undar, auk þess sem hún fékk fyrsta stig meistara. Nú bætti hún enn betur um og fék tvö stig meistara og varð fullgildur meistari.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.