Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 01.06.1989, Qupperneq 22
\IÍKW 22 Fimmtudagur 1. júní 1989 jUtth Meistaramót íslands í götuhlaupi: UIVIFK í þriðja sæti Nýlega f'ór fram í Kcllavík meistaramót íslands í götu- boðhlaupi. Kcppt var í kvenna- og karlaflokki. í kvennariðlinum kepptu sex sveitir, en fimm náðu að Ijúka keppninni. Hlaupnir voru 4 kílómetrar. Úrslit fóru þannig: 1. A-sveit ÍR. 2. Blönduð sveit. 3. HSK. 4. B-sveit ÍR. 5. A-sveít UMFK. 6. B-sveit UMFK (lauk ekki kcppni). Fjórar sveitir tóku þátt í karlallokki og luku þrjár þeirri keppni. Samtals voru hlaupnir 20 kílómetrar. Úr- slit urðu þessi: 1. Sveit FH. 2. Sveit ÍR. 3. Sveit UMFK. 4. Blönduð sveit gesta (lauk ekki keppni). Elsti keppandi í mótinu var Sturiaugur Björnsson UMFK, cn hann eról árs og hljóp 6,5 km. Verðlaunahafar í Dunlop ásamt Arna Þ. Arnasyni, for- stjóra Austurbakka hf., móts- stjórum og formanni G.S. Sigurvegararnir Þröstur Astþórsson (t.v.) og Hilmar Björgvinsson með verðlaun sín og farandgripi. Ljósm.: pket. Hilmar og Þröstur bestir í Hilmar Björgvinsson sigr- aði á Dunlop-mótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Hilm- ar háði harða baráttu við fél- aga sína úr GS en hafði betur á endanum og sigraði á 156 höggum. Magnús Jónsson varð annar á 158, Gylfi Krist- insson þriðji á 159 og í 4.-5. sæti þeir Páll Ketilsson og Þröstur Ástþórsson á 160 höggum. Þröstur, sem er einn af mörgum ungum og efnileg- um kylfingum sem eru að koma upp núna í Golfklúbbi Suðurnesja, bætti um betur þegar forgjöfin var reiknuð með. Þá varð hann í efsta sæti með 140 högg, tveimur betur en Nesmaðurinn Jóhann Val- garðsson. I 3. sæti varð Sigurð- ur Herbertsson með 143 högg en á sama höggafjölda var Guðmundur Margeirsson en Dunlop með lakari árangur á þremur síðustu holunum. Það var einnig hart barist um aukaverðlaunin. Nesmað- urinn Gunnlaugur Jóhanns- son átti lengsta upphafshögg- ið á 18. braut. Magnús Jóns- son sló kúlu sinni næst Berg- víkurholunni eða 86 cm og Rúnar Valgeirsson var næstur á 16. flöt, Lindinni, eftir fyrri daginn og bætti um betur seinni daginn og var þá 2,38 m frá holunni. Þeim 90 keppendum, sem mættu í mótið, tókst ekki að fara holu í höggi en fyrir það afrek var golfsett í verðlaun. Því var dregið úr nöfnum keppenda í mótslok og var hinn heppni enginn annar en John Prior, golfkennari klúbbsins, sem tók nú þátt í mótinu í fyrsta skipti. Austurbakki hf. gaf sem fyrr glæsileg verðlaun í mótið, sem haldið var i 18. skipti. Góð byrjun hjá Grindvfkingum Grindvíkingar fengu fljúgandi start í 3. deildinni í knattspyrnu. Þeir léku sinn fyrsta leik sl. föstudag í Grindavík og unnu IK 4:0 eftir að hafa leitt 1:0 í leik- hléi. Siguróli Kristjánsson skoraði tvö mörk og bræð- urnir Aðalsteinn og Ólafur Ingólfssynir skoruðu sitt markið hvor. Fyrri hálfleik- ur var í járnum en í þeim síð- ari tóku heimamenn öll völd á vellinum og var aðeins spurning hve sigurinn yrði stór. Aðalsteinn Ingólfsson fékk að sjá rauða spjaldið en hann ,,danglaði“ í einn leik- manna IK eftir að sá hafði hvað eftir annað brotið á honum. Þá var einn IK-mað- ur rekinn út af í fyrri hálfleik. Tap hjá Reynismönmim Fyrsti leikur hins unga liðs Reynis í 3. deild fór fram sl. laugardag í Sandgerði. Leik- ið var í norðan roki við Is- firðinga og setti veðrið rnjög svip sinn á leikinn. Fyrri hálfleikur lofaði mjög góðu fyrir Reynismenn. Þeir voru mun ákveðnari í öllum sín- um gerðum og börðust vel. Sigurþór Þórarinsson fékk tvö upplögð færi til að skora en heppnin var ekki með honum í þetta skiptið. Gegn gangi leiksinsnáðu Isfirðing- ar að skora eftir mikil mistök í vörn Reynismanna. I síðari hálfleik snerist dæmið við og voru það ís- firðingar sem höfðu yfir- höndina. Þó svo að Reynis- menn hefðu vindinn í bakið dugði það ekki til að brjóta baráttuglaða ísfirðinga nið- ur. Var eins og Ieikmenn Reynis ætluðust til að vind- urinn sæi um að vinna fyrir þá leikinn. Um miðjan síðari hálfleik skoruðu svo Isfirð- ingar sitt annað mark eftir aukaspyrnu. Undir lok Ieiks- ins fékk Anthony Stissí upp- lagt færi til að skora en hann náði ekki til knattarins fyrir opnu marki. Lauk leiknum því með 2:0 sigri Isfirðinga. Lið Reynis er ungt og efni- legt en til þess að vinna leik þurfa leikmenn liðsins að spila leikinn á fullu til enda. Besta leik þeirra Reynis- manna áttu þeir Sigurþór Þórarinsson og fyrirliðinn Jóhannes Sigurjónsson. Næsti heimaleikur Reynis- manna verður 8. júní. Verðlaunahafar í Olís-mótinu ásamt Steinari Sigtryggssyni, umboðsmanni. Ljósm.: mad. OLlS-mótið í golfi: Haglélið hafði engin áhrif á Hall Kylfingar fengu allar teg- undir af veðri í Olís-mótinu í golfi, sem var annað stiga- mót sumarsins hjá Golf- klúbbi Suðurnesja, á þriðju- dag í sl. viku. Sólin skein fram eftir degi en síðan fór að rigna með meira roki og inn á milli haglél. En gamli ungl- ingameistari klúbbsins, Hallur Þórmundsson, lét sig veðrið litlu skipta og lék best allra, á 77 höggum, og skaut Islandsmeistaranum, Sigurði Sigurðssyni, aftur fyrir sig, sem ásamt Birni V. Skúlasyni lék á 78 höggum. Einn af mörgum nýjum félögum klúbbsins, Þor- steinn Sigurðsson, sigraði með forgjöf, lék á 68 högg- um, Einar Aðalbergsson lék á sama höggafjölda en var með lakari árangur á síðustu þremur holunum. I 3. sæti var Marinó Már Magnús- son á 69 höggum. " Næstir holu á 8. flöt og 16. flöt voru þeir Elías Kristj- ánsson, 7,15 m, og Jón Ólaf- ur, 3,20 frá Lindinni, og hlutu þeir aukaverðlaun frá Olís, sem gaf öll verðlaun í mótið. Landsbanka- hlaupið Landsbankahlaupið fór fram í 4. sinn um síðustu helgi. Keppt var á 3 stöðum á Suðurnesjum og voru keppendur samtals 144. Úrslit urðu þessi: Grindavík (63 keppendur): Fædd 1978-1979: 1. Bára Karlsdóttir, 2. Aníta Björk Sveinsdóttir, 3. Helga Björg Fló- ventsdóttir. 1. Guðlaugur Viðars- son, 2. Þorsteinn Sigurðsson, 3. Jón Freyr Magnússon. Fædd 1976-1977: 1. Guðrún Guðjónsdóttir, 2. Kristín Stefánsdóttir, 3. Ragn- heiður Kjartansdóttir. 1. Helgi Guðfinnsson, 2. Atli Sigurjóns- son, 3. Alfreð Jóhannsson. keflavík (40 keppendur): Fædd 1978-1979: 1. Erla Reynisdóttir, 2. Heiða Jó- hannsdóttir, 3. Hólmfríður Hjaltadóttir. 1. Gísli G. Bjarna- son, 2. Oskar M. Sigurðsson, 3. Kristján Matthíasson. Fædd 1976-1977: 1. Gunnhildur Theódórsdóttir, 2. Inga Freyja Guðbjörnsdóttir, 3. Iris Reynisdóttir. 1. Sumarliði Jónsson, 2. MagnúsGeir Jónsson, 3. Högni Þórðarson. Sandgerði (41 keppandi): Fædd 1978-1979: 1. Ragna Laufey Þórðardóttir, 2. Lilja Iris Gunnarsdóttir, 3. Randy H. Gísladóttir. 1. Róbert Róberts- son, 2. Björn R. Björnsson, 3. Vil- hjálmur Skúlason. Fædd 1976-1977: I. Rakel R. Ólafsdóttir, 2._Dagný H. Erlendsdóttir, 3. RakelÓskars- dóttir. 1. Pálmar Guðmundsson, 2. Anton Már Ólafsson, 3. Mar- teinn Guðjónsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.