Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Page 23

Víkurfréttir - 01.06.1989, Page 23
\fiKun fuau 1________________________ Hörpudeildin í knattspyrnu: Aftur víti I súginn Keflvíkingar máttu horfa á eftir öllum stigunum er þeir léku við FH í 1. deild knatt- spyrnunnar sl. fimmtudag í Keflavík. ÍBK mátti þola 1:2 tap en hafði möguleika á að halda öðru stiginu er liðið fékk vítaspyrnu fimm mínútum fyr- ir leikslok. Frey Sverrisson, fyrirliði ÍBK, tók spyrnuna en Halldór Halldórsson, mark- vörður FH, henti sér í rétt horn og varði skotið og tryggði sínum mönnum sigurinn. Skömmu áður hafði varnar- maður FH bjargað á línu eftir harða sókn IBK, þannig að ekki er hægt aðsegja að heppn- in hafi verið Keflvíkingum að þessu sinni. FH-ingar komust yfir í fyrri hálfleik og bættu síðan við öðru marki eftir skyndisókn, þar sem nær allir varnarmenn IBK voru komnir í fremstu víglínu. Kjartan Einarsson minnkaði muninn þegar 15 mín. voru til leiksloka og allt stefndi í jafntefli þegar dómar- inn dæmdi vítaspyrnu á gest- ina. En allt kom fyrir ekki og Keflvíkingar misnotuðu aðra spyrnuna í röð í jafn mörgum leikjum. Allt er þegar þrennt er segja sumir. Það verður án efa þungur róður á sunnudaginn en þá mæta Keflvíkingar Fram í Reykjavík en næsta fimmtu- dag leika þeir gegn Þór hér heima. Fimmtudagur 1. júní 1989 23 Freyr Sverrisson horfir á eftir kncttinum í hendurnar á Halldóri Halldórssyni, markverði FH. Ljósm.: mad. • Jóhann Magnússon var kjörinn maður leiksins hjá ÍBK í viðureigninni við FH. Hann hlaut málsverð fyrir vikið á Glóðinni í Keflavík. • Kylfingar eru komnir á fullt skrið og á morgun verð- ur skemmtilegt mót hjá Golfklúbbi Suðurnesja en það er hjóna- og parakeppni, þar sem bóndinn sér um að slá en konan einungis að pútta. Byrjað verður að ræsa út frá kl. 14. Þriðjastigamót- • Þriðja stigamótið í golfi verður næsta þriðjudag. Ura- búð Georgs V. Hannah gefur verðlaun. Mótið verðurjafn- framt undanrás fyrir nýtt holukeppnismót, þar sem 64 bestu með forgjöf halda á- fram í útsláttarmót, þar til einn verður eftir, en leikið verður með holukeppnis- fyrirkomulagi. Trimm- námskeið íþróttaráð Keflavíkur stóð í fyrra fyrir almenn- ingstrimmnámskeiðum í fyrsta skipti á íþróttasvæð- inu í Keflavík. Var þátt- taka mjög góð og almenn ánægja með námskeiðin. Verður boðið upp á þessi námskeið í sumar undir handleiðslu íþróttakennar- ara og verða þau á þriðju- dögum og fimmtudögum frá kl. 17 til 20. Þátttöku- gjald er ekkert. Þeir sem vilja nýta sér baðaðstöðu geta gert það í Iþróttahús- inu. „Það er mikill hugur í mannskapnum" - segir Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis eftir sigur á fBV 1:0 ,Það er hugur í mann- skapnum og ég tel það ekki fráleitt að við eigum eftir að ná langt í Islandsmótinu í sumar,“ sagði Guðjón Guð- mundsson, fyrirliði Víðis, í samtali við blaðið að loknum leik Víðis og ÍBV á laugar- dag. Víðismenn sigruðu með einu marki gegn engu. Það var Vilberg Þorvalds- son sem skoraði eina mark leiksins. Markið kom á 26. mínútu leiksins og var lagt upp úr hornspyrnu. Nokk- urt jafnræði var með liðun- um en Víðismenn áttu þó hættulegri sóknir og hefðu Víðismenn getað skorað fleir mörk með heppninni. ,,Við byrjuðum að bakka allt of snemma í seinni hálf- leik, en okkur tókst það sem við ætluðum okkur og þá er- um við ánægðir,“ sagði Guð- jón Guðmundsson að end- ingu. Hver er maðurinn á bak við boltann? Skemmtileg mynd úr leik Víðis og IBV þar sem hart var barist um knöttinn. Ljósm.: hbb. Mjólkurbikarinn: Víöismenn áfram Víðismenn báru sigurorð af Snæfelli frá Stykkishólmi eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í Mjólkur- bikarkeppninni á þriðju- dagskvöld, en þá áttust liðin við á mölinn í Garði. Víðismenn voru ekki nógu sprækir í leiknum og hefðu vel getað unnið leikinn án framlengingar, en mark- vörður Snæfellinga náði allt- af að bjargafyrirsína menná síðustu stundu. Gísli markvörður Heið- arsson náði að verja síðustu vítaspyrnuna að lokinni framlengingu og tryggði þar með Víðismönnum áfram- haldandi þátttöku í mjólkur- bikarnum að þessu sinni. Suðurnesjasigur í fyrsta rallinu Bræðurnir Olafur og Halldór Sigurjónssynir sigruðu í fyrsta ralli ársins, Porche-rallinu, um síðustu helgi, en þetta var jafn- framt það fyrsta sem þeir sigra í. Þeir Olafur og Halldór óku á Talbot Lotus í fyrsta skipti I keppni og fengu því óskabyrjun á bilnum. Bæjakeppni í pílu Næsta þriðjudag verður bæja- keppni I pílukasti á Píanóbarnum. Islenska pílukastfélagið í Reykja- vík hefur skorað á Keflavíkurliðið, sem heitir Pínulitla pílukastlélag- ið. Leikurinn verður eins og áður segir á þriðjudaginn og hefst kl. 20. Allir eru velkomnir til að horfa á, en flestir bestu spilarar landsins verða þarna í eldlínunni. íþróttamót >^MÁNl/ Töll ungl. yngri 1.-2. Þóra Brynjarsd., Gammur, 5 v., rauður, 51,4. 1.-2. Jón Viðar Viðarsson, Perla, 12 v., sótrauðbles., 35,4. > 3. Björn Sigurbjörnsson, Hlunkur, 13 v., jarpur, 34,9. 4. Þorgeir Margeirsson, Smári, - bleikur, 34,6. 5. Bogi Jón Antonsson, Skella, 5 v., br'ún, 35,2. Tölt ungl. eldri 1. María J. Pálsdóttir, Stjarni, óv., jarpstjörn., 61,0. 2. Jón Guðntundsson, Feykir, 11 v., brúnn, 55,4. 3. Pétur Bragason, Jarpur, 'lO v., jarpur, 57,3. 4. Jón Asgeir Helgason, Gáski, 7 v„ gráskjóttur, 57,8. 5. Þorbjörg Magnea Óskarsd., Stefnir, 6 v„ jarptvístj., 34,1. Fjórgangur ungl. eldri 1. Maria Júlía Pálsd., Stjarni, 8 v„ jarpst., 39,2. 2. Jón Guðmundsson, Feykir, 11 v„ brúnn, 35,3. 3. Pétur Bragason, Jarpur, 10 v„ jarpur, 23,1. Fjórgangur ungl. yngri 1. Þóra Brynjarsdóttir, Gamm- ur, 5 v„ rauður, 41,3. 2. Guðriður Hallgrímsdóttir, Neisti, 12 v„ jarðstj., 31,9. 3. Þórunn Ólafsdóttir, Elding.8 v„ rauð, 23,1. 4. Bogi Jón Antonsson, Skella, 5 v„ brún, 24,3. 5. Elmar Sigurðsson, Ljósfari, 6 v„ grár, 20,4. Fjórgangur 1. Sigurður Kolbeinsson, Fork- ur, 7 v„ brúnn, 44,1. 2. Sigurlaug Anna Auðunsd., ’ Léttir, 12 v„ sótrauð, 42,1. 3. Hrönn Ásmundsdottir, Eldur, 11 v„ rauðglóf., 41,8. 4. Hallgrímur Jóhannesson, Flugar, 12 v, jarpur, 41,4. 5. Brynjar Sigurðsson, Skeggi, 7 v„ rauðskt., 40,1. Tölt 1. Sigurður Kolbeinsson, Fork- ur, 7 v„ brúnn, 65,6. 2. Hallgrímur Jóhannesson, Fiugar,_12 v„ jarpur, 68,0. 3. Hrönn Ásmundsdóttir, Eldur, 11 v„ rauðglóf., 65,3. 4. 'Ólafur Guðmundsson, Fagri- blakkur, 12 v„ brúnn, 64,8. 5. Þórir Ásmundsson, Birkir, 7 ' v„ jarpur, 63,4. Fimmgangur 1. Brynjar Sigurðsson, Roði, 9 v„ rauður, 44,0. 2. Hallgrímur Jóhannesson, Barber, 11 v„ jarpur, 45,0. 3. Snorri Ólason, Davíð, 6 v„ móalottur,36,8. 4. Rúnar Sigtryggsson, Glym- ur, 7 v„ rauðhles., 35,0. 5. Ólafur Eysteinsson, Perla, 10 v„ rauð, 36,8. Gæðingaskeið 1. Guðmundur Hinriksson, Blesi, 8 v„ rauðbles., 60,0. 2. Ólafur Eysteinsson, Perla, 10 v„ rauð, 44,5. 3. Jón Guðmundsson, Ljúfur, 9 v„ brúnn, 43,0. 4. Hallgrimur Jóhannesson, Barber, 11 v„ jarpur, 36,5. 5. Brynjar Sigurðsson, Roði, 9 v„ rauður, 36,5. ísl. tvíkeppni, yngri ungl.: Þóra Brynjarsdótlir, 92,7. ísl. tvikeppni, eldri ungl.: María Júlía Pálsdóttir, 100,2. ísl. tvíkeppni: Sigurður Kolbeinsson, 109,7. Skeið tvikeppni: Mallgrimur Jóhannesson, 81,5. Stigahæsti knapi mótsins: Hallgrímur Jóhannesson, 190,9. Glæsilegasti hestur mótsins var Roði, 9 v„ rauður. Knapi á honum var Brynjar Sigurðsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.