Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 01.06.1989, Qupperneq 24
Fimmtudagur 1. júní 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. Frá afhendingu gjafar VSFK til sumardvalarheimilis Þroskahjálpar. Sigurður Erlendsson, formaður ÞS, veitir gjöfinni viðtöku úr hendi Guðrúnar Olafsdóttur, varaformanns VSFK. Milli þeirra stendur Kristinn Hilmarsson, framkvæmdastjóri ÞS. Aðrir á myndinni eru úr stjórn VSFK, f.v. Karl Steinar Guðnason, Erna Gunnarsdóttir, Guðmundur Finnsson, Guðrún Arnadóttir (úr varastjórn), Hjör- dís Traustadóttir og Björn Jóhannsson, Fjarstaddur var Guðmann Héðinsson úr stjórn VSFK. Ljósm.: epj. til Þroskahjálpar Lögreglan stðð sig vel Nánast allt simkerfið á Suðurnesjum datt út í um eina .klukkustund á sunnu- dagskvöld. Aðeins númer sem eru í gömlu stöðinni, þ.e. l.d. númer er byrja á tölustöfunum 12... og 13... í Keflavíkurstöðinni voru í lagi. Að sögn Björgvins Lútherssonar, símstöðvar- stjóra, var á mánudag ekki vitað hvað olli biluninni, en starfsmönnum tókst þó að koma henni aftur í lag um klukkutíma eftir að vart varð við bilunina. Sagði hann að allt yrði gert til að finna út hvað hefði ollið bilun þess- ari. Þá sagði Björgvln: „Ég vil þakka lögreglunni fyrir það livað hún brást fljótt og rétt við bilun þessari. Sendi hún þegar út mannskap til að koma fréttunr af biluninni í réttar hendur. Fer ekkert á milli mála að þarna eru réttir menn á réttum stöðum sem myndu framkvæma 100% rétt viðbrögð miðað við þetta. ef til einhverra al- mannavarnavandamála kærni hér.-‘ Fleygði tækj- um kafarans í sjóinn Nokkur rimma hefur að undanförnu verið milli at- vinnukafara á Suðurnesjum og sportkafara, sem tekið hafa að sér hin ýmsu kafara- verk. Einn þeirra síðar- ncfndu var einmitt kærður fyrir að taka að sér vinnu við að þétta danska strandskipið sem legið hefur í Njarðvíkur- höj'n. I síðustu viku tók þessi deila á sig nýjar myndir er einn atvinnukafaranna kom niður að Keflavíkurhöfn, þar sem sami sportkafari var að kafa. Tók aðkomumaðurinn sig þá til og fleygði hluta af tækjum hins í höfnina og ekki nóg með það, hann gaf honum líka vel útilátið högg í andlitið. Er síðast fréttist hafði sportkafarinn, sem nú bíður eftir réttindum til að stunda atvinnuköfun, ekki enn kært þessa árás til lögreglunnar, en þó vissi rannsóknarlög- reglan málavöxtu. Stórgjöf Stjórn Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis ákvað á fundi í vetur að styrkja félagssam- tökin Þroskahjálp á Suður- nesjum með 500 þúsund kr. framlagi til byggingar sum- ardvalarheimilis. Var samþykkt þessi gerð í tilefni af sameiningu Verka- Fyrsta skóflustungan að nýju safnaðarheimili Hvals- nessóknar í Miðneshreppi verður tekin næstkomandi sunnudag, sjómannadag. Er hér um að ræða stórt og mikið húsnæði sem mun rísa í landi Landakots í Miðpes- hreppi, en þrjú systkini, Osk- ar Árnason, Árni Arnason kvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sem fram fór 1. janúar sl. Var gjöf þessi afhent formlega í fyrrakvöld að við- staddri stjórn VSFK ásamt formanni og fráfarandi framkvæmdastjóra Þroska- og Sigríður Árnadóttir, hafa gefið landið undir safnaðar- heimilið. Að sögn Halldóru Thorlacíus, sem sæti á í safn- aðarstjórn, þá verður m.a. hægt að halda stærri messur í húsinu, en einnig verður þar aðstaða fyrir prest og fund- araðstaða sóknarnefndar. Sagði Halldóra að hún von- hjálpar. Umrætt sumardval- arheimili mun verða í landi Bíjarskerja í Miðneshreppi en landeigendur hafa sam- þykkt að leigja Þroskahjálp land undir heimilið endur- gjaldslaust til 20 ára. Er þeg- ar búið að teikna heimilið og önnur undirbúningsvinna er í fullum gangi. aðist einnig til að tónlistar- skólinn í Miðneshreppi fengi inni í nýja húsnæðinu og að þar væri hægt að halda tón- leika og vera með listsýning- ar. Verður skóflustungan tek- in kl. 11.30. Nýtt safnaðarheimili í Miðneshreppi: Skóflustungan tekin á sjðmannadaginn ■ 5 i TRÉ _\/ : /\ TRÉ-X ROYAL ÞILJUR TRÉ-X byggingavörur - Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 Sjðmanns- konur hringja stíft íOdd „Afleiðingin skollin á“, segir Oddur Sæ- mundsson, skipstjóri „Afleiðingin af mikilli skipasölu af Suðurnesjum og lokun frystihúsa er skollin á af fullum þunga," sagði Oddur Sæmundsson, skipstjóri á Stafnesi KE, í samtali við blaðið fyrir helgina. „Það hefur ekki stoppað hjá mér síminn, þar sem eiginkonur karlmanna eru að leita eftir plássi undir , sína menn á sjónum. Hing- að til hefur ekki verið mikil aðsókn í sjómannsstörfin, en nú tekur maður eftir því hver afleiðingin er af hinni miklu sölu skipa af svæð- inu og lokun frystihúsa, þvi allflestir eru þetta menn sem hafa verið á þeim bátum sem seldir hafa verið.“ Aðspurður sagði Oddur að lítið væri hægt að gera, þar sem allir bátar væru fullmannaðir og aldrei vantaði mannskap. Oddur Sæmundsson Hvaða afleiðingu er Oddur að tala um?

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.