Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.06.1989, Side 2

Víkurfréttir - 08.06.1989, Side 2
Vimr< juWi Fimmtudagur 8. júní 1989 Björgunarmenn ná unga drengnum úr sjónum upp í björgunarbát Ægismanna. Ljósm.: hbb Ungum dreng bjargað Þegar skemmtiatriði sjó- mannadagsins í Garði stóðu sem hæst við höfnina, vildi það óhapp til að ungur drengur féll í höfnina. Var mikið af börnum á bryggj- unni þegar óhappið átti sér stað. Þar sem drengurinn féll nálægt björgunarbát Ægis- manna, tókst með snörum handtökum að bjarga drengnum áður en honum varð meint af volkinu. Bókun meirihluta bæjarstjórnar Keflavíkur: Nettóskuldir 225 millj. kr. Fyrri umræða um ársreikn- inga Keflavíkurbæjar fyrir ár- ið 1988 fór fram á fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur nú á þriðjudag. Við umræðurnar lagði Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri, fram eftirfarandi bókun meirihlutans: „Reikningar Bæjarsjóðs Keflavíkurfyrirárið 1988sýna að útgjöld flestra málaflokka eru í samræmi við fjárhags- áætlun þá sem unnið vareftirá árinu. Augljóst er að yfirmenn og starfsfólk hafa Iagt sig fram við að fjárhagsáætlunin stand- ist og fyrir það þökkum við. Verulegur árangur hefur náðst í að bæta fjárhagsstöðu Bæjarsjóðs Keflavíkur á árinu. Hækkun á hreinu veltufé frá fyrra ári er kr. 29.395.814.- og tekjur umfram gjöld eru kr. 51,058.226. í skýrslu endurskoðenda bæjarreikninga segir m.a.: „Allur frágangur og vinnsla bókhalds er nú unnin jafnóð- um af aðalbókara ogaðstoðar- mönnum hans. Allar af- stemmingar og önnur vinnsla tengdum mánaðamótum er unnin mánaðarlega og stöður viðskiptamanna kannaðarsér- staklega. Ofangreind vinna gerir það að verkum að nú er hægt að nota reikningshald bæjarfélagsins sem tæki til stjórnunar og ákvörðunar- töku.“ Rétt er að benda á að brúttó skuldir Bæjarsjóðs Keflavíkur voru í árslok 1988 kr. 472.272.911 á móti kemureign bæjarsjóðs kr. 177.445.431 mismunur er kr. 294.827.480. Frá þeirri tölu má síðan draga lán Byggingarsjóðs ríkisins vegna íbúða fyrir aldraða kr. 69.744.014, en bæjarsjóður hefur enga greiðslubyrði af því láni og eru þá nettó skuldir Bæjarsjóðs Keflavíkur kr. 225.083.466. Hrein eign Bæjarsjóðs Keflavíkur í árslok 1988 er kr. 1.428.058.443 en var kr. 1.136.649.219 í árs byrjun. Hrein eign hefur því aukist um kr. 291.409.224 á árinu 1988. Safnaðarheimili í Sandgerði: Óskar tók fyrstu skóflu- stunguna Fyrsta skóflustungan að byggingu safnaðarheimilis í Miðneshreppi var tekin á sjómannasunnudaginn. Það var Óskar Arnason, einn gef- enda landsins undir safnað- arheimilið, sem tók skóflu- stunguna. Nokkurt fjölmenni var viðstatt athöfnina, sem fram fór á hæð við malarvöllinn í Sandgerði, en þar mun safn- aðarheimiiið rísa. Halldóra Thorlacíus, sem sæti á í sóknarnefnd Hvalsnessókn- ar, ávarpaði gesti og sóknar- 10% afsláttur af öllum vörum til 17. júní í tilefni 1 árs afmælis verslunarinnar • Full búð af nýjum vörum. Peter Van Holland - GANT - Z - Victor Glæsilegur sumarfatnað.ur HERRAFATAVE^SLUNIN PERSONA HOLMGARÐI 2 SÍMI15099 - Þegar þú kaupir föt - Eignir Lífeyrissjóðs Suðurnesja í árslok: Námu 1.5 milljarði kr, Seta í bæjarráði Keflavíkur: Ingólfur vann á hlut- Óskar Árnason, einn gefenda landsins undir safnaðarheimilið, tekur fyrstu skóllustunguna. Með honuni á myndinni er I lalldóra Thorlacius, sem sæti á í sóknar- nefnd. Ljósm.: hbb. prestur, séra Hjörtur Magni Jóhannsson, flutti stutt ávarp. Þá söng blandaður kór Hvalsness- og Utskála- sókna nokkur vers. Kostnaður við rekstur sjóðs- ins var 9,2 m.kr. eða 5,0% af iðgjöldum ársins, sem er 0,6% lægra hlutfall en árið 1987. Kostnaðurinn hækkaði milli ára um 22,8%. Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris var 1,5 millj- arður króna og hækkaði um 43,1% frá árslokum 1987. Til samanburðar hækkaði meðaltal lánskjaravísitölu um 23,1% milli áranna 1987 og 1988. Á árinu 1988 voru veitt lán til 94 sjóðfélaga, samtals að upphæð 31,5 m.kr. Skulda- bréfakaup af Húsnæðisstofn- un námu 170,0 m.kr. ogönnur skuldabréfakaup námu 150,1 m.kr. Um 4400 manns greiddu ið- gjöld til sjóðsins á árinu 1988 og hefur þeim verið send yfir- lit, sem sýnir greiðslur þeirra til sjóðsins. Endurskoðun og gerð árs- reiknings annaðist Endur- skoðun Sig. Stefánssonar hf. Árlega er haldinn fulltrúa- ráðsfundur sjóðsins en á þeim fundi eiga sæti fulltrúar þeirra 7 stéttarfélaga, sem eru aðilar að sjóðnum. Fundurinn verð- ur að venju haldinn að hausti. kesti Við nefndarkjör hjá bæj- arstjórn Kcflavíkur var sjálf- kjörið í allt nema bæjarráð. Verður Anna Margrét Guð- mundsdóttir áfram forseti bæjarstjórnar, en enginn bauð sig fram á móti henni. Þegar kom að kjöri í bæj- arráð stakk meirihlutinn upp á Hannesi Einarssyni og Vil- hjálmi Ketilssyni og hlutu þeir fimm atkvæði. Fram- sóknarmenn stungu upp á Drífu Sigfúsdóttur og sjálf- stæðismenn stungu upp á lngólfi Falssyni. Hlutu þau hvort um sig tvö atkvæði. Þurftu þvíDrífaoglngólf- ur að láta hlutkesti skera úr um það hvort þeirra hefði at- kvæðisrétt í bæjarráði. Vann Ingólfur það en Drífa hefur af hálfu minnihjutans setið með þann rétt í tvö ár í bæj- arráði á þessu kjörtímabili. Matsmaður óskast til starfa við frystihúsið í Höfnum. Upplýs- ingar í síma 16921. Pólar-Frost hf. Ársuppgjöri Lífeyrissjóðs Suðurnesja fyrir árið 1988 er lokið. í ársreikningi sjóðsins kemur m.a. fram að iðgjöld á árinu námu 184,6 m.kr. og hækkuðu um 38,8% frá árinu 1987. Heildarlífeyrisgreiðslur námu 71,2 m.kr., þar af var hlutur Umsjónarnefndar eftir- launa 26,8 m.kr. og hlutur sjóðsins 44,4 m.kr. eða 24,1% af iðgjöldum ársins. Hækkun lífeyrisgreiðslna frá árinu 1987 var 23,1%.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.