Víkurfréttir - 08.06.1989, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 8. júní 1989
mun
juÍUv
molar
Grín - Gagnrýni - Vangaveltur
Smökkuðu
fyrir páfann
Það var mikið umstang á
mörgum vígstöðvum þegar
páfinn kom. Að sjálfsögðu
þurfti að leita til nokkurra
„páfagauka" á Suðurnesjum
til að þjónusta páfann. Fisk-
val, sem m.a. sér Flugleiðum
fyrir fiski í „flugvélamat-
inn“, þurfti að skila fiski degi
áður, sem matreiðslumenn
Flugleiða síðan matreiddu
eins og gera átti fyrir páfann,
og „hans“ menn smökkuðu
síðan á herlegheitunum.
Fiskurinn bragðaðist vel og
var „samþykktur". Þegar til
kom var páfi ekki mjög
svangur á leiðinni til íslands
en nartaði þó i fiskinn en
borðaði aðallega ost...
Sex manna
súkkulaðiterta
Fleiri Suðurnesjamenn
gerðu mat fyrir páfann. Sig-
urjón í samnefndu bakaríi
bakaði súkkulaðistykki og
rúnstykki í flugvélina sem
flutti páfa hingað og að auki
„spes“ 6 manna súkkulaði-
tertu, sem páfi ætlaði að
bjóða gestum ef tækifæri
gæfist til...
...og koparplata
Þriðji þjónustuaðilinn á
Suðurnesjum sem molahöf-
undur veit um var Ólafur
Sigurðsson, skiltagerðamað-
ur. Hann útbjó sérstaka kop-
arplötu með áletrun á sem
sagði m.a. að páfi hafi bless-
að viðkomandi plötu, en hún
var sett upp í Landakots-
kirkju, þar sem hann mess-
aði...
Kyssti Miðneshrepp
blautum kossi
,,Já, það var mikill heiður
fyrir páfa að fá að kyssa Mið-
neshrepp blautum kossi,“
varð einum Sandgerðingi að
orði þegar hann frétti af því
að páfi hefði kysst malbikið
við Leifsstöð hálfrakt, er
hann sté á íslenska grundu.
Sameiningin í verki?
Eins og flestir vita eru tvær
björgunar- og hjálparsveitir
á Keflavíkur-Njarðvíkur-
svæðinu. Ein í hvoru byggð-
arlaginu. Því er það nokkuð
skondið að formaður Njarð-
víkursveitarinnar skuli búa í
Keflavík og formaður Kefla-
víkursveitarinnar í Njarðvík.
Bara mjög mannlegir
Þar sem það orð hefur ekki
farið af lögreglumönnum á
Keflavíkurflugvelli að þeir
væru hvað liðlegastir við þá
sem leitað hefðu ásjárþeirra,
Vörubílastöð
Keflavíkuv
tilkynnir breytt síma-
númer frá 1. júní:
y**! 15580
Li n
iiíiiP’wnrci? " ' 1 ' 1' 1 j , ; yji, .•
iii líiilÉÉIIiíliíiSiii l'jÍJijpjjij.v :!:;j -i
Keflavík
Uppfyllt lóð á
besta stað í Kefla-
vík. Sérlega glæsi-
leg teikning. Nán-
ari upplýsingar á
skrifstofunni.
Eignamiðlun
Suðurnesja
Símar 11700 og 13868
þótti mörgum þeirvera mjög
mannlegir og liðlegir á allan
hátt þegar páfi sté á íslenska
grundu á dögunum. Von-
andi voru það ekki bara
sparibrosin sem þar voru sett
upp.
Aflakóngur hvað?
Þá er enn einn sjómanna-
dagurinn liðinn. A flestum
stöðum umhverfis landið
nema í Vestmannaeyjum var
aflakóngur heiðraður. Þó
áttu Eyjamenn nú aflakóng
sem sló landsmet, ef ekki
heimsmet. Hann afsalaði sér
þó að vera heiðraður sökum
þess að kvótakerfið mismun-
aði mönnum og þeir einir
gætu orðið aflakóngar, sem
kæmust yfir nægan kvóta frá
öðrum. Þarna voru orð í
tíma töluð, en því miður
tóku sumir aflakóngar á
Suðurnesjum við titlum, þó
svona væri í pottinn búið.
Tveggia mánaða
töf lokið
Þá er Mariane Danielsen
loks farin erlendis til við-
gerðar. Hætt er við að mörg-
um hafi létt nokkuð er það
gerðist, enda hefur ekki
gengið þrautalaust að fá
drátt á skipinu yfir hafíð.
Fyrst var það pólskur drátt-
arbátur sem dró komu sína
hátt í þrjár vikur. Þá stóð til
að Harpan og síðan togarinn
Ólafur Jónsson færu með
skipið, enda hið síðarnefnda
á leið til sama lands, en það
brást á síðustu stundu og þá
var slegið til og pantaður
skoskur dráttarbátur og
lauk hann ætlunarverki sínu,
að ná í skipið til Njarðvíkur.
Þrír um
sæti Kjartans...
Nú berast fregnir af því að
hafinn sé undirbúningur að
baráttu um fyrsta sætið á
framboðslista krata fyrir
næstu alþingiskosningar. í
sjálfu sér er það ekki óeðli-
legt, þar sem Ijóst er að
Kjartan Jóhannsson verður
ekki með, enda þá farinn til
starfa á erlendri grundu. Er
vitað til þess að Karl Steinar
stefni á 1. sætið en hann mun
þó ekki vera einn um það,
því á sama sæti stefna líka
Guðmundur Arni Stefáns-
son, bæjarstjóri í Hafnar-
firði, og Rannveig Guð-
mundsdóttir, varaþingmað-
ur.
...góður móralskur
stuðningur fyrir Kalla
Afmæli Karls Steinars á
dögunum er talið góður mór-
alskur stuðningur við hann
fyrir slaginn um I. sætið.
Fullvíst er talið að afmæli
þetta hafi verið eitt það fjöl-
mennasta, ef ekki.ýiað fjöl-
mennasta, sem haldið hefur
verið hér suður með sjó.
9,30 ferð í Reykjavík
Ekki er Steindór Sigurðs-
son búinn að starfa lengi hjá
SBK, en þó má þegar sjá
batamerki á fyrirtækinu. Þó
flestir ættu að fagna því, er
það furðulegt en satt að þó
nokkrir sjá ofsjónum yfir því
Umsjón: Emil Páll
að nú er farið að ganga betur.
Meira er að gera fyrir bíla-
flotann og mannskapurinn
betur nýttur. Vonandi tekst
með sameiginlegu átaki
stjórnenda og starfsmanna
að gera fyrirtækið enn vold-
ugra, eins og það var hér áð-
ur fyrr. En stjórnendur hafa
sýnt það að fyrirhuguð er
mikil endurskipulagning hjá
Sérleyfinu og þá ekki aðeins í
hópferðum, heldur einnig í
áætiunarferðum. Það nýjasta
er að taka upp á ný ferðir á
morgnana, kl. 9.30 frá Kefla-
vík og 10.30 til baka frá
Reykjavík.
...og beint í áætlun
Þeir hjá SBK hafa bætt við
sig 19. bílnum og fór hann
beint í áætlun kl. 10.30 til
Keflavíkur að morgni
fimmtudags með fram-
kvæmdastjórann við stýrið.
Virðist því svo sannarlega
ekkert hálfkák vera á þeim
bæ.
Mannkynsfjölgun
á stéttinni
Á einum af baðstöðunum
á Suðurnesjum gerðist það
fyrir tæpum hálfurn mánuði
að mannkyninu var fjölgað á
stéttinni. Hvað meinar mað-
urinn? hugsar nú einhver
þegar hann les þetta. Það
sem þarna gerðist var að
næstsíðasta sunnudag, rétt
fyrir opnun baðstaðarins, er
umsjónarmaðurinn kom til
að opna,_ blasti þetta við
honum: Á bakkanum var
par eitt í óða önn við að
fjölga mannkyninu, stúlkan
ofan á og bæði kviknakin, en
þau höfðu komist inn í óleyfi
skömmu fyrir opnun. Svo
upptekin voru þau við iðju
sína að þau tóku ekki eftir
áhorfendum fyrr en komu-
manni leiddist málið og kall-
aði til þeirra: „Viljið þiðekki
klára þetta heima hjá ykk-
ur.“ Þá var ekki að spyrja að
leikslokum.
Greiddu fyrir
sumarbústaðinn
Annars staðar hér í Mol-
um er fjallað um þátt Suður-
nesjamanna í undirbúningi
að komu páfans á dögunum.
Skömmu fyrir prentun feng-
um við eina frásögn til við-
bótar við hinar sem birtar
eru hér. Sú er rétt er, telst
ekki síður skondin. Kona ein
héðan að sunnan þurfti að
flytja sumarbústað austur á
Þingvöll til að endurnýja
annan á staðnum. Ox henni í
augun kostnaðurinn við
flutninginn. En á sama tíma
fréttu þeir sem undirbjuggu
komu páfans til Þingvalla, af
málinu, en þá vantaði ein-
mitt sumarbústað sem
skrúðhús fyrir páfa. Segir
sagan því að konunni og
undirbúningsnefndinni hafi
samist þannig að bústaður-
inn yrði lluttur austur kon-
unni að kostnaðarlausu og
settur niður þar sem hann
skyldi síðar verða, gegn því
að hún lánaði hann i einn
dag til fyrrgreindra nota, og
auðvitað þáði konan boðið.