Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.06.1989, Page 10

Víkurfréttir - 08.06.1989, Page 10
10 Fimmtudagur 8. júní 1989 \)iKun juUit Gott kaffi Gott verð Fæst í næstu búð Heildverslun Gunnars Hjaltasonar VOGAMENN! Munið getraunanúmer U.M.F. Þróttar - 190. REIÐHJOLASKOÐUN Á SUÐURNESJUM fer fram laugardaginn 10. júní sem hér segir: Við barnaskólann í Vogum kl. 9.30 Við barnaskólann í Sandgerði kl. 11 Við barnaskólann í Garði kl. 13 Við barnaskólann í Njarðvík kl. 14 Við barnaskólann í Keflavík kl. 16 Til að lijólin fái skoðun verða þau að hafa þetta: Hemla - 1 jós - bjöllu - framljós og raf- al - glitauga að aftan - glitauga á fótstigi. Sé þetta allt í lagi fá börnin viðurkenningar- miða. Reiðhjólaþrautir á staðnum á meðan beðið er skoðunar. LOGREGLAN Sjómannadagurinn á Suðurnesjum: FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Björgunaræf ingar I Keflavík Æfingar og sýningar á vcg- um björgunarsveita settu svip sinn á dagskrá sjórnannadags- ins í Keflavík. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar stóð sig vel sem fyrr ásamt þeim hjálp- arsveitar- og Stakksmönnum, sem aðstoðuðu þá. Þá klifu björgunarsveitarmenn Olíu- samlagshúsið og að lokum var fluglínu skotið úr byssu frá bakkanum neðan nýja póst- hússins og að dönsku skipi sem lá í höfninni. Síðastnefnda atriðið var síð- asta dagskráratriðið við höfn- ina og var það þungt í vöfum að flestir áhorfenda voru farn- ir til síns heima áður en yfir lauk. Af hefðbundnum dag- skráratriðum má nefna að aldraðir sjómenn voru heiðr- aðir og heiðrað var fyrir björg- unarafrek. En það atriði, sem best var sótt, var hin árlega skemmti- sigling með fullorðna og börn. Að þessu sinni var siglt með Stafnesi og Happasæl og sem fyrr var það ánægður hópur sem. kom að landi. Þeir öldnu sem heiðraðir voru í ár eru Árni Sveinsson, Magnús Bergmann og Sigurð- ur Hallmannsson. Þá var Odd- ur Sæmundsson og áhöfn hans heiðruð fyrir björgunarafrek út af Garðskaga er þeir björg- uðu skipverja af báti úr Vog- um. Eins og víðast hvar ann- ars staðar á landinu fóru menn í fótspor aflakóngs lands- manna, Sigurjóns Oskarsson- ar úr Vestmannaeyjum, og veittu ekki viðtöku bikar fyrir aflakóng, þar sem kvótaút- hlutunin ræður aflamagni en ekki fengsæld skipstjórans. Þeir voru heiðraðir i Keflavík. F.v. Arni Sveinsson.Sigurður Hallmannsson og Magnús Bergmann. Fimmtudagur 8. júní 1989 11 Veðurguðirnir hliðhollir Veðurguðirnir voru hlið- hollir Garðmönnum þegar skemmtiatriði sjómanna- dagsins fóru þar fram og það nú í 35. skipti. Sólarglæta braust fram úr skýjunum þegar skemmtiatriði fóru fram við höfnina. Talið er að um fjórðungur íbúa byggð- arlagsins hafi fylgst með skemmtidagskránni. Stytta varð mörg atriði, þar sem keppnislið, sem lofað höfðu komu sinni, létu ekki sjá sig. Hart var barist í hinum sí- gilda koddaslag, en nú voru notaðir belgir til að slá niður andstæðinginn og gerði þetta skemmtiatriði mikla lukku. Einnig var boðið upp á flekadrátt og reipitog. Við samkomuhúsið í Garði fóru einnig fram skemmtiatriði, þar sem hreppsnefndarfólk áttist við og sjómaður heiðraður. I ár kom það í hlut Ásgeirs Hjálmarssonar að heiðra Ásmund Böðvarsson fyrir vel unnin störf til sjós, en Ás- mundur hefur verið á ýmsum skipum í íslenska fiskiskipa- flotanum. Oddur Sæmundsson skipstjóri (t.v.) veitti viðtöku verðlaunum fyrir skipshöfn Stafnessins, fvrir að bjarga skipverja af Ágústi Guðmundssyni GK úr sjónum. Til hægri er Kristján Ingibergsson. Sandgerði: Færeyingur heiðraður Hátíðarhöld sjómanna- dagsins í Sandgerði fóru vel fram. Dagurinn hófst með sjómannaguðsþjónustu i björgunarstöð Sigurvonar að morgni, en eftir hádegið var haldið niður að höfn, þar sem ræður voru fluttar, sjó- maður heiðraður, drukkn- Tveir aldraðir sjómenn voru hciðraðir i Grindavík. F.v. Tómas Þorvaldsson og Sæunn Kristjánsdóttir, sem tók við viðurkenning- unni f.h. eiginmanns sins, Sverris Jóhannssonar. aðra minnst og ýmis skemmtiatriði fóru fram. I árvar heiðraðurfæreysk- ur sjómaður, sem til langs tíma var búsettur í Sand- gerði. Hann heitir Jakob Vest Jóhannessen og er nú búsettur í Færeyjum. Jakob kemur oft til Sandgerðis og var viðstaddur á sjómanna- sunnudaginn, þegar viður- kenningin fyrir vel unnin störf var afhent. Það kom í hlut Kristins Lárussonar að afhenda viðurkenninguna, en hann hefur annast þann þátt sjómannadagsins nokkur undanfarin ár. Textí: epj., hbb. og gub. Mynclir: epj., hbb. og hpé. Flaggskip Vogamanna í skemmtisiglingu Skemmtisiglingin var einn vinsælasti dagskrárliðurinn. Hérer það I lappasæll KF sem siglir fram hjá Hólmsberginu. Grindvíkingar skáru sig úr Mjög víða um land var sá siður aflagður að veita afla- kónginum viðurkenningu og farið þar með að fordæmi Vestmannáeyinga' eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Grindvíkingar héldu þó þessum sið og veittu allakóngi Suðurnesja, Jóni Ragnarssyni, viður- kenningu. Þá voru tvær gamlar kempur heiðraðar, Tómas Þorvaldsson og Sverrir Jó- hannsson. Sá síðarnefndi gat _ekkf verið viðstaddur og því tók eiginkona hans, Sæunn Kristjánsdóttir, við viður- kenningunni fyrir hans hönd. Að öðru leyti fór dag- skráin vel fram þókuldi væri mikill, eins og víðast annars staðar. Hátíðarhöld sjómanna- dagsins í Vogum voru með hefðbundnum hætti og sá björgunarsveitin Skyggnir um þau. Fór m.a. fram stakka- sund, koddaslagur, bifreiða- dráttur og fleira og sýnd var notkun björgunarstóls. Eftir dagskrána við höfnina var björgunarsveitin með kaffí- sölu í Glaðheimum. Þar fór einnig fram verðlaunaaf- hending fyrir ofantaldar keppnisgreinar. Er líða tók á kaffisamsætið kvaddi sér hljóðs Garðar Garðarsson, stjórnarmaður í UMF Þrótti, og færði hann Jóni M. Guð- mundssyni, gjaldkera Skyggnis, peningagjöf að upphæð 47 þús. kr. frá Ung- mennafélaginu. Síðar um daginn var hreppsbúum boðið í skemmtisiglingu með Þúríði Halldórsdóttur, sem segja má að sé flaggskip Voga- manna, þrátt fyrir tilkomu Mariane Danielsen. Koddaslagurinn í Garði vakli mikla hrifningu sem og annars staðar. Enginn sjómannadagur fer fram án kappróðurs, og þar voru Grindvíkingar ekki undanskildir. SUMARTILBOÐ A UTIMALNINGU TIL 17. JUNI Úrvals útimálning frá Sjöfn á aðeins 360 KR. LITERINN 10% afsláttur á fúavörn og annari málningu Gríptu tækifærið og pensilinn og / gerðu fínt hjá þér fyrir 17. júní. Járn & Ski

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.