Víkurfréttir - 08.06.1989, Qupperneq 16
tfiKurt
16 Fimmtudagur 8. júní 1989
ATVINNA
Vantar fólk til starfa við heimilishjálp.
Félagsmálastjórinn í Njarðvík,
Fitjum, sími 16200.
Fóstrur og annað starfsfólk
óskast á leikskólann Gimli, Njarðvík, frá
og með 15. ágúst 1989. Umsóknareyðublöð
liggja frammi að Lágmóa 4, Njarðvík, milli
kl. 17og 19. Umsóknarfrestur er til ló.júní
nk.
Opið á laugardögum kl. 14 - 16.
Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
Vilhjálmur
formaður
héraðsnefndar
Héraðsnefnd Suðurnesja,
sem er arftaki Sýslunefndar
Gullbringusýslu hefur kom-
ið saman til fyrsta fundar. Á
fundinum skiptu stjórnar-
menn með sér verkum.
Fyrsti formaður er Vil-
hjálmur Grímsson, varafor-
maður Björgvin Lúthersson
og ritari Eðvald Bóasson.
Vargfugli á
Suðurnesjum
verði útrýmt
Stjórn Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum sam-
þykkti á fundi sínum 25. maí
sl. að senda veiðistjóra eftir-
farandi áskorun:
„Stjórn S.S.S. samþykkir
að beina þeim eindregnum
tilmælum til veiðistjóra að
nú þegar verði hafist handa
við útrýmingu vargfugls á
Suðurnesjum."
Njarðvík
Hreinsunarvika
Dagana 12.-16. júní 1989, að þeim meðtöldum, verður skipu-
lögð hreinsunarvika í Njarðvík.
Allt rusl þarf að vera út við lóðarmörk og þar sem vinnuvélar og
vinnuflokkar komast að því með góðu móti. Vinnuflokkar
þessir munu þó aðeins fjarlægja rusl sem sett hefur verið í poka
eða bundið saman í knippi og safnað saman í tæka tíð á einn
stað, út við götu, við hverja lóð. Rusl, sem er ekki frágengið í
pokum eða knippum, ber umráðamanni lóðar sjálfum að fjar-
lægja.
Vinnuflokkar bæjarins munu ekki hreinsa sjálfar lóðirnar nema
til slíkra aðgerða þurfi að koma og þá á kostnað umráðamanns
lóðar.
Tekið verður á móti tilkynningum í símum 11696 og 16200.
NJARÐVÍKINGAR - TÖKUM NÚ ÖLL SAMAN HÖND-
UM OG GERUM STÓRÁTAK í HREINSUN Á LÓÐUM
OKKAR.
Njarðvíkurbær
verður okkur kær,
þegar ruslið frá í gær,
hverfa burtu fær.
BÆJARSTJÓRN NJARÐVÍKUR
Starfsfólk Æfingastofunnar, Gerður Gunnlaugsdóttir, Inga Rún
Guðjónsdóttir og eigandinn, Valborg Einarsdóttir. Ljósm.: hbb.
Auknar vinsældir
meðal karlmanna
Eigendaskipti hafa orðið á
Æfingastofu Beggu við
Hafnargötu 25 í Keflavík og
hefur Valborg Einarsdóttir
tekið við rekstri fyrirtækis-
ins. Jafnframt hefur nafninu
verið breytt í Æfmgastofan,
Hafnargötu 25.
Valborg sagði í samtali við
blaðið að vinsældir Slender
You leikfimibekkjanna færu
enn ört vaxandi. Hér væri
ekki um að ræða einhverja
tískusveiflu, heldur eru
bekkirnir til frambúðar.
„Leikfimibekkirnir eru
farnir að njóta aukinna vin-
sælda meðal karlmanna og
þeir eru mikið farnir að
spreyta sig á þessu núna,“
sagði Valborg þegar hún var
spurð hvort það væri ein-
göngu kvenfólk sem stund-
aði leikfimina í bekkjupum.
Jafnframt sagði Valborg að
Slender You bekkirnir væru
vinsælir meðal kyrrsetufólks
og að fólk væri fljótt að verða
vart árangurs.
Æfingastofan verður opin
virka daga frá 9-22 og
laugardaga frá 10-14 eða 16,
eftir því sem þörf krefur.
Áherslan í umhverfismálum:
Fitjarnar og
Iðavellirnir
Heilbrigðiseftirlit Suður-
nesja hefur nú ákveðið að taka
tvö svæði á Keflavíkur/Njarð-
víkursvæðinu sérstaklega út úr
varðandi umhveríismál. Kom
þetta fram á fundi meðfulltrú-
um stofnunarinnar nú í vik-
unni. v
Hefur þeim Snorra P.
Snorrasyni og Júlíusi Bald-
vinssyni verið falið að sjá um
þennan málaflokk. Svo má þó
ekki skilja á þessu að önnur
svæði verði útundan þó aðal-
áherslan verði lögð á þessi tvö
svæði.
Verður nú öllum þeim fyrir-
tækjum er hafa yfirumhverfis-
menguðum athafnasvæðum að
ráða send áminningarbréf. Að
loknum fresti verður það ítrek-
að og að því loknu verður
hreinsað hjá þeim, hafi ekkert
gerst í millitíðinni, og nú á
kostnað eigenda draslsins.
í næsta tölublaði munum
við leggja eftirlitinu lið og birta
myndir af svæðum, sem betur
mega fara og eins af stöðum
sem eru til sóma á viðkomandi
svæðum. Varðandi Njarðvík,
þá kom frarn í máli Magnúsar
H. Guðjónssonar, heilbrigðis-
fulltrúa, að bærinn hefði tekið
vel í málaleitan eftirlitsins og
sent unglingavinnuna á þá
staði sem eftirlitið benti á.
Mun eftirlitið eftir sem áður
taka fyrir svæði í Sandgerði,
Garði, Grindavík og eins hjá
Sorpeyðingarstöð £uðurnesja
við Hafnarveg. En náirar um
þessi mál öllsömul í næsta
tölublaði.
VIÐHALD
er undirstaða góðrar endingar!
Annast nýsmíði og viðhaldýmiskonarjafnt
innanhúss sem utan s.s. parketlagnir, gler-
ísetningar, endurnýjun á þökum og útan-
hússklæðningar. Smíða einnig hurðir,
glugga, laus fög o.fl.
Sölvi Þ. Hilmarsson,
húsasmíðameistari, s: 13842.