Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.06.1989, Síða 18

Víkurfréttir - 08.06.1989, Síða 18
MlKUn 18 Fimmtudagur 8. júní 1989 iutm SPORT MOLAR • Gísli Jóhunnsson og Kári Gunnlaugsson frá ÍBK og Bjarni l’étursson, UMFN, hafa' bæst í hóp landsdómara í knattspyrnu. Þeir luku prófi fyrir skömmu og eru byrjaðir að llauta. Gísli situr einnig í Knattspyrnudómarafélagi Suð- urnesja. • Gísli Jóhannsson er maður sem situr ekki auðum hönd- um. Hann var á ársþingi Handknattleissambandsins fyrir skömmu kjörinn í sam- bandsstjórn HSI og er fyrsti Suðurnesjamaðurinn scm sit- ur i stjórninni. • Meira um Gísla. Fyrir utan starf hans í Fríhöfninni og hlutastarf hjá Ungmennafél- agi Keflavíkur leikur hann i marki Hafnaliðsins í knatt- spyrnu og er einn burðarása handknattleiksliðs IBK á vet- urna. • Suðurncsjamcnn láta ekki sitt eftir liggja í snókernum. Um þessar mundir fer fram heimsmeistaramót unglinga í Hafnarfirði. Yngsti þátttak- andinn í mótinu er úr Kefla- vík, aðeins 12 ára og heitir Adam Ingason. Hann fékk sannkallaða cldskírn því einn mótherja hans gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet, gerði 147 stig í röð, sem er mcstur fáanlegur stigafjöldi í einum „rarama". Adam tók fyrsta stuðið í leiknum en „fékk“ síðan að horfa á niótherja sinn leika glæsilegasta „ramma“ mótsins. • Dómari í heimsmetsviður- cigninni var enginn annar en Börkur Birgisson, scm um lcið var að öðlast alþjóðleg dómararéttindi í snóker, en liann þarf jafnframt að fylla út mikið af skjölum og pappír- um þegar um heimsmet er að ræða. Börkur er yfirdómari i þessu móti en að auki eru nokkrir aðrir dómarar frá Suðurnesjum á mótinu, m.a. körfuholtadómarinn kunni, Kristbjörn Albertsson, og „leikarinn" Hafsteinn Gísla- son. • Einn helsti snókersérfræð- ingur Suðurnesja og einn besti spilarinn, Tómas Marteins- son, sér um kynningu á leikj- um sem er sjónvarpað á Stöð 2 og er greinilegt að Stöð 2 kom ckki að tómum kofanum þar, enda hefur Tómas leikið og fylgst mikið með snóker í mörg ár. • Einn af yngri kylfingum Golfklúbbs Suðurnesja, Rík- harður Ibsen, 13 ára, gerði sér litið fyrir og fór holu í höggi á 8. braut í Lcirunni í síðustu viku. Ríkharður notaði 3. tré í draumahögginu, „smell- hitt’ann" og boltinn rúllaði smá spöl og síðan beint íholu. • Grindvíkingar láta ekki sitt eftir liggja í golfinu. Hann Jón Guðmundsson „pípari“ hitti „loks" í holu í einu höggi á 9. braut á velli þeirra Grind- víkinga, Húsatóftavelli. Það eru þvi þrír Suðurnesja-kylf- ingar, sem hafa náð högginu góða á nýbyrjuðu golftíma- bili. „VERÐUM AÐ SIGRA ÞÓR“ - segir Ástráður Gunnarsson, þjálfari ÍBK „Það er gott að ná stigi gegn Fram á útivelli en við þurfum nauðsynlega að sigra í kvöld, gegn Þór,“ sagði Astráður Gunnarsson, þjálfari IBK, sem gerði jafntefli við Islandsmeist- ara Fram á Laugardalsvellin- um á sunnudagskvöldið, 1:1. Það var Jóhann Júlíusson sem bjargaði Keflvíkingum um annað stigið í viðureign- inni við Fram. Eftir langa aukaspyrnu frá Sigurjóni Sveinssyni stökk Jóhann manna hæst og skallaði bolt- ann glæsilega í netið ogjafnaði leikinn á 71. mínútu. Framar- ar skoruðu sem mínútum áður og var þar að verki Guðmund- ur Steinsson. Framarar voru mun meira með boltann en tókst illa að brjóta vörn Keflvíkinga á bak aftur. Þeir fengu þó nokkur tækifæri en hinn ungi mark- vörður ÍBK, Ólafur Pétursson, stóð sig vel í markinu og varði mjög vel. Þá áttu Keflvíkingar einnig sín færi en nýttu þau ekki. Keflvíkingar eru því komn- ir með tvö stig eftir þrjá leiki og eru í neðsta sæti eftir 3 um- ferðir, en munurinn er mjög lítill, þannig að sigur í kvöld gegn Þór gæti lyft þeim upp í miðja deild. Þá ber þess að geta að liðið hefur náð jafntefli gegn tveimur sterkustu liðum deild- arinnar. Keflvíkingurinn Sigurjón Sveinsson verður í cldlínunni í kvöld gegn Þór. Víðismenn í 3. sæti Markalaust jafntefli varð þegar Víðismenn léku gegn Leiftri á Ólafsfirði sl. laugar- dag. Leikur liðanna var mjög jafn og áttu bæði lið góðar sóknir. Þriðji leikur Víðismanna í 2. deildinni verður í kvöld en þá leika strákarnir gegn ÍR- ingum í Garðinum og hefst leikurinn kl. 20. Eru stuðn- ingsmenn Víðis hvattir til að mæta á völlinn og hvetja sína menn til sigurs en Víðisliðið hefur nú 4 stig eftir tvo leiki. Einar meö 15 mörk í 2 leikjum Njarðvíkingar hafa byrjað vel í 4. deildinni í knatt- spyrnu. Þeir hafá sigrað í tveimur fyrstu leikjum sínum. Fyrst unnu þeir Ögra „aðeins” 28:0 og síðan Stokkseyringa 4:2. Einar Einarsson hefur gert hvorki flciri né færri en 15 mörk í leikjunum, 12 stykki gegp Ögra og þrjú gegn Stokks- eyringum. Kristinn Þór vann og er efstur / Mánudagsmót Píanóbars- ins halda enn áfram. Krist- inn Þór Kristinsson varð efstpr á síðasta móti, Þor- steinn Magnússon varð annar, Friðrik Jakobsson þriðji og Þorsteinn Jóhanns- son í fjórða sæti. Kristinn Þór er efstur í stigakeppninni með 23 stig, Guðjón Hauksson er í öðru sæti með 19 stig, Þorsteinn Jóhannsson með l7ogFrið- rik Jakobsson með 16. íþróttadag- urinn I Keflavík Íþróttadagur i"yrir al- menning verður á laugar- daginn í Keflavík. Verða öll íþróttamannvirki, íþrótta- hús og sundlaug opin og get- ur fólk farið og skoðað, skellt sér í sund eða hlaupið á íþróttavellinu. Aðgangur er ókeypis. Tilgangurinn með íþrótta- degi fyrir almenning er fyrst og frepist sá að hvetja fólk til að taka þátt í einhverjum íþróttum, sér og öðrum til ánægju til heilsubótar. UMFK með hreins- unar- átak Um næstu helgi munu ungmennafélögin í landinu standa fyrir miklu hreinsun- arátaki og er stefnt að því að hreinsa rusl meðfram 5000 km af þjóðvegum landsins og mun þetta verða eitt öfl- ugasta og umfangmesta hreinsunarátak sem ráðist hefur verið í á Islandi. Ungmennafélag Keflavík- ur tekur þátt í þessu átaki og er ætlunin hjá félagsfólki að mæta í félagsheimili UMFK að Skólavegi 32 kl. 10 nk. laugardag, 10. júní. Vonast stjórn UMFK til að sjá sem flesta, bæði félagsmenn sem gesti, unga sem aldna, alla þá sem vilja leggja landinu lið og taka til. ÍBK - ÞÓR í kvöld fimmtudag 8. júní kl. 20. SUÐURNESJAMENN! Sigur í kvöld er lífsnauðsynlegur. Ykkar stuðningur er okkar vopn. Fjölmennum! Knattspyrnuráð ÍBK

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.