Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 11
\)iKur< jutm Fimmtudagur 20. júlí 1989 11 Tjörnin neðan við Hraðfrystihús Þórkötlustaða, sem sést til vinstri. Ljósm.: hbb Mengun í Þórkötlustaðahverfi: ðtækt ðstand Á vegum Heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja er nú unnið að úrbótum í samvinnu við Grindavíkurbæ varðandi mengun sem á sér stað neðan við Hraðfrystihús Þórkötlu- staða í Grindavík. Hefur myndast þarna tjörn, þar sem frárennslið frá frystihús- inu rennur svo og frárennslið frá íbúðarbyggðinni í Þór- kötlustaðahverfi. Að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar, framkvæmd- astjóra heilbrigðiseftirlitsins, er mikil lífræn mengun þarna sem er með öllu ótæk. Sagði Magnús að helst væri hallast að því að fyrir- tækið tengdi allar sínar frá- rennslislagnir í brunn sem væri í lóðarmörkum. Þaðan legði bærinn síðan leiðslur út í fjöruborð og með því móti væri hægt að koma í vegfyrir að slíkt ástand skapaðist. Nýtt félag með sterkar rætur- ERUM FLUTT AÐ HAFNARGÖTU 36 KEFLAVÍK, SÍMI 13099. UMBOÐSMAÐUR: GEIR REYNISSON Þeir eru glæsilegir nýju lögreglubílarnir. Þegar myndin var tekin átti eftir að setja svonefndan Ijósabar á topp Volvó-bifreiðarinnar. Kraftmeiri, en eyðslugrennri í siðustu viku komu á göt- una tveir nýir lögreglubílar fyrir embætti lögreglustjórans í Keflavík, Grindavík, Njarð- vík og Gullbringusýslu og fyr- ir um mánuði síðan fékk Grindavíkurdeildin nýjan bíl. Þá kom líka í vikunni nýr sjúkrabíll á götuna í eigu Rauða kross deildar á Suður- nesjum, en hann verður í um- sjá Brunavarna Suðurnesja. Nýju lögreglubílarnir, sem nú komu, eru af BMW- og Volvo-gerð. Er sá fyrrnefndi annar af tveimur bílum sem dómsmálaráðuneytið hefur nú keypt hingað til lands, en hinn fór til Hvolsvallar. Volvóinn er úr hópi 15 sérsmíðaðra lög- reglubíla sem aðallega fara til Reykjavíkur. Sá bíll er með mun aflmeiri vél en tíðkast í þessum bílum og sérsmíðaður á ýmsan annan hátt. Koma bílarnir í stað annars Volvós og bíls af Mözdu-gerð sem keyptur var notaður hing- að fyrir nokkrum árum. En slíkir bílar eru mun eyðslu- grennri en bílar af stærri gerð eins og t.d. sá sem keyptur var fyrir Grindavík og hinir tveir stóru bílarnir hjá Keflavíkur- lögreglunni. Sjúkrabíllinn nýi, sem fljót- Iega verður afhentur Bruna- vörnum Suðurnesja formlega til afnota, kemur í stað annars bíls sem bráðlega verður seld- ur en er nú lánaður til sjúkra- flutninga í Hafnarfirði. Nýi bíllinn er, eins og sá sem síðast var keyptur, af gerðinni Ford Econoline 350, vel útbúinn tækjum. Deildin á nú fjóra sjúkrabíla en mun verða með þrjá í notkun eftir að búið verður að selja þann sem nú er í láni. Veistu um meira FJÖR? Opið föstudags- og laugardagskvöld. 20 ára aldurstakmark. Kaffihlaðborð i á sunnudag. Opið virka daga til 23:30, föstudaga og laugardaga til 03 og sunnudaga til 21. ÁAr'/Wfc' Tffr Sími 37755 Eindagi orkureikninga var 15. júlí. ATH: Lokunargjald er 1600 kr. - Látið orkureikn- ingana hafa forgang. Tilkynning til viðskiptamanna HITAVEITU SUÐURNESJA i Sjúkrabíllinn nýi er hærri en jafnframt styttri en sá sem keyptur var næst á undan honum, auk þess sem hann er með drif á öllum hjólum. Ljósm.: epj. HITAVEITA SUÐURNESJA - INNHEIMTA ----------------------—____z__

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.