Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 12
12 Fimmtudágur 20. júlí 1989 Háþrýstiþvottur og sprunguviðgerðir Látið þvo húsið áður en málað er. Þvoum á allt að 300 barþrýstingi. Notum aðeins viðurkennd efni. Leitið upplýsinga í tíma í síma 68486. Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðið hefur verið að velja nemendur til náms í flugumferðarstjórn, sem væntan- lega hefst í byrjun nóvember 1989. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlisfræði verða haldin í september nk. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast tilskyldar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdentsprófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmálastjórn á fyrstu hæð flugturns- byggingar á Reykjavíkurflugvelli og ber að skila umsóknum þangað fyrir 1. september, ásamt staðfestu afriti af stúdentsprófsskír- teini og sakavottorði. FLUGMÁLASTJÓRI Tilkynning til þungaskattsgreiðenda Gjaldendum vangoldins þungaskatts er bent á að þungaskattskröfum fylgir lögveð- réttur í viðkomandi bifreið, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 3/1987. Verði vangoldnar þungaskattsskuldir eigi greiddar fyrir 19. ágúst nk., mun, skv. 1. gr. laga nr. 49/1951, fyrirvaralaust verða kraf- ist nauðungaruppboðs á bifreiðum þeim, er lögveðrétturinn nær yfir, til lúkningar van- goldnum kröfum auk dráttarvaxta og kostnaðar. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Hjörring-fararnir. Aftari röð f.v.: Jóhanna, Helga, Brynja, Díana, Elínborg, Rúnar, Magnús, Jóhann, Guðmunda, Sesselja og Haukur þjálfari. Fremri röð f.v.: Jón Oskar, Héðinn, James og Kjartan. Þetta var mjög hress og skemmtilegur hópur sem var bæjarfélaginu til mikils sóma. Vinabæjamót í Hjörring: Kvatt með Ijúfsárum trega Dagana 26.-30. júní sl. tóku fjórtán keflvísk ungmenni á aldrinum 13-17 ára þátt í hinni árlegu vinabæjakeppni sem að þessu sinni fór fram í Hjörring á N-Jótlandi. Keppnisgreinin var sund, bæði í kvenna- og karla- flokki. Höfðu sérstakar æfing- ar staðið yfir í nokkra mánuði undir stjórn Hauks Ottesens sundkennara, auk þess sem nokkrir þátttakendanna æfa reglulega með sunddeild UMFN. í hópnum voru eftir- taldir: Jóhanna Ólafsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Brynja Árnadóttir, Díana Hlöðvers- dóttir, Elínborg Herbertsdótt- ir, Rúnar Helgason, Magnús Konráðsson, Jóhann Geir Hjartarson, Guðmunda Geir- mundsdóttir, Sesselja Ómars- dóttir, Jón Óskar Jónsson, Héðinn Þorbergsson, James W. Sandridge og Kjartan Kristj- ánsson. Þjálfari var Haukur Ottesen og fararstjórar Helgi Hólm og Brynja Árnadóttir. Lagt var af stað frá Keflavík föstudaginn 23. júní að morgni dags og var fyrst haldið til Kaupmannahafnar og dvalið þar til næsta dags. I Kaup- inannahöfn var tíminn notað- ur til að skoða miðbæinn og mannhafið, en mestum tíman- um var eytt í hinum fræga skemmtigarði - Tívolí. Til Hjörring var komið eftir hádegi daginn eftir. Þar var hópnum búin gisting í Hjörr- ing Teknikskole, en þar er heimavist fyrir um 120 manns í tveggja manna herbergjum. Aðstæður voru þar hinar bestu, matur góður og góður tómstundasalur. Mótið var sett með viðhöfn á mánudag í viðhafnarsal bæjarstjórnar. Borgarstjórinn, Elsa Köbstad, bauð gestina velkomna og sagði þátttakendunum frá bænum. Fararstjórar vinabæj- anna þökkuðu fyrir heimboð- ið og færðu Hjörring gjafir. Frá Keflavík var afhent af- steypa af Mánahestinum eftir Erling Jónsson. Eftir athöfn- ina var gestunum skipt upp í fjórtán hópa. Var einn þátt- takandi frá hverju landi í hverjum hóp og tóku dönsku krakkarnir að sér gestgjafa- hlutverk. Sýndu þeir gestum sínum bæinn og kvöldið eftir buðu þau gestunum í kvöld- mat heim til foreldra sinna. Var þetta nýjung á vinabæja- mótum og tókst frábærlega og varð til þess að krakkarnir kynntust mun betur innbyrðis. Sundkeppnin fór fram á þriðjudegi og fimmtudegi og fór hún vel fram í alla staði. Heimamenn tóku strax for- ystu í keppninni og létu hana aldrei af hendi. Var gaman að fylgjast með danska hópnum sem var á aldrinum 11-17 ára. Var mikil samstaða í hópnum og settu þeir mikinn svip á mótið. Finnar, Norðmenn og Svíar börðust um næstu sætin, en við.urðum að sætta okkur við 5. sætið að þessu sinni. Finnar hlutu síðan annað sæti og Norðmenn það þriðja. Okkar fólk stóð sig vel í nokkrum greinum, m.a. unnu stúlkurnar tvö boðsundin með yfirburðum. Ætlaði þakið að rifna af sundhöllinni, svo mik- il voru fagnaðarlæti Islending- anna. Á miðvikudagsmorgninum bauð Hjörring Idrettsforening öllum þátttakendunum til sýnikennslu í krikketleik. Þessi breskættaða íþrótt hefur verið stunduð í Hjörring í yfir 50 ár og er nú töluvert stund- uð. Var mjög gaman að kynn- ast þessari íþrótt og var í lokin farið í keppni milli þjóðanna. Til úrslita léku Kerava og Keflavík og lauk þeim leik á viðeigandi hátt, með jafntefli. Mótsdagarnir liðu hratt hver af öðrum og áður en varði var komið að mótsslitum. Á fimmtudagskvöldið var haldin hátíðarkvöldvaka. Þar voru veitt verðlaun og viðurkenn- ingar, flutt skemmtiatriði og stiginn dans. Um nóttina lögðu Finnarnir af stað í sína löngu ökuferð (30 tíma), en aðrir lögðu upp næsta morg- un. Kvöddu menn nýja vini með Ijúfsárum trega og var ekki að sjá annað en að mörg vináttubönd hefðu verið hnýtt á þessum fáu dögum. Heim varsíðan haldið eftirskemmti- legt mót sem mun eflaust lengi lifa í endurminningum allra sem hlut áttu að máli. Helgi Hólm, fararstjóri. Hér var verið að snæða grillaðar pylsur í Fárup Sommerland.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.